Vera - 01.08.2002, Side 19
HERFERÐ GEGN
VERSLUIU MEÐ KOIUUR
Katrín Björg Ríkarðsdóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu
í byrjun árs 2001 skipaði norræna embættismannanefndin
um jafnréttismál vinnuhóp til að gera úttekt á stöðu mála
varðandi verslun með konur til kynlífsþrælkunar á Norður-
löndunum og í Eystrasaltslöndunum. Skipun hópsins var í
samræmi við áherslur í norrænni framkvæmdaáætlun um
jafnrétti kynjanna fyrir árin 2001-2005 þar sem m.a. er lögð
áhersla á vinnu gegn kynbundnu ofbeldi (kvinnofrid).
I vinnuhópinn var skipaður einn fulltrúi frá hverju
Norðurlandanna og var undirrituð fulltrúi Islands.
Snemma varð ljóst að jafnréttisráðherra Svíþjóðar,
Margareta Winberg, hafði hug á að láta að sór kveða í
mansalsmálum og á óformlegum fundi jafnréttisráð-
herra Norðurlandanna og Eystrarsaltslandanna í
Vilníus í Litháen 15. júní 2001 var að frumkvæði
hennar ákveðið að á árinu 2002 skyldi efnt til upplýs-
ingaherferðar sem beint yrði gegn verslun með konur
til kynlífsþrælkunar. Dómsmálaráðherrar landanna
ákváðu í ágúst sama ár að ganga til liðs við herferð-
ina, enda hafði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra setið fundinn með jafnréttisráðherrunum í
Vilníus og lagt þar fram tillögu um samstarf jafnrétt-
is- og dómsmálayfirvalda.
Starf hins norræna vinnuhóps var útvíkkað í
framhaldinu og í hann bættust fulltrúar jafnréttis- og
dómsmálaráðuneyta Eystrarsaltslandanna ásamt full-
trúum dómsmálaráðuneyta Norðurlandanna. Fulltrúi
dómsmálaráðuneytis Islands er Dís Sigurgeirsdóttir.
Verkefni vinnuhópsins er að skipuleggja upplýsinga-
herferðina, koma lienni af stað og halda utan um
liana. Hún felst í þremur sameiginlegum ráðstefnum
auk þess sem hvert land fyrir sig stendur fyrir átaki í
samræmi við aðstæður og þarfir. Markmiðið er að
auka þekkingu og vitund meðal almennings og hvetja
til umræðna um þau vandamál sem tengjast málefn-
inu verslun með konur. Lögð er áhersla á góða sam-
vinnu við kvennasamtök og frjáls félagasamtök sem
oft búa yfir mikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði.
Verslun með konur hefur verið vaxandi vandamál í
Eystrarsaltslöndunum og því er áhersla lögð á að
styrkja þau til þess að vinna að herferðum og fá þau
til þess fjármagn frá Norrænu ráðherranefndinni. Það
er hins vegar á ábyrgð hvers og eins Norðurlandanna
að leggja fé til sinna herferða.
Mikilvægt að ísland
skorist ekki undan
Átak Norðurlandanna og Eystrarsaltsland-
anna gegn verslun með konur hófst formlega
miðvikudaginn 29. maí sl. með ráðstefnu í
Tallinn í Eistlandi. Ráðgert er að halda tvær
sameiginlegar ráðstefnur til viðbótar í ár, aðra
í Vilníus þar sem fyrst og fremst verður fjall-
að um vernd og stuðning við fórnarlömb
mansals, og hina í Riga þar sem væntanlega verður
fjallað um eftirspurnina eftir kynlífsþrælum auk
þess sem herferðin verður gerð upp að einhverju
leyti.
I vor skipuðu félagsmálaráðherra og dómsmála-
ráðherra undirbúningshóp sem hefur það hlutverk
að skipuleggja átakið hérlendis. í honum sitja full-
trúar frá utanríkisráðuneyti, Utlendingaeftirliti,
Vinnumálastofnun, ríkislögreglustjóra, sýslumann-
inum á Keflavíkurflugvelli, Alþýðusambandi Is-
lands, Neyðarmóttökunni á Landspítalanum,
Kvennaráðgjöfinni, Rauða krossi Islands, Stígamót-
um, Kvennaathvarfinu, Jafnróttisstofu, félagsmála-
ráðuneyti og dómsmálaráðuneyti. Verkefnisstjórar
átaksins og stjórnendur vinnuhópsins eru Dís Sigur-
geirsdóttir lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og
Ásta Sigrún Helgadóttir lögfræðingur í félagsmála-
ráðuneytinu.
Eins og áður hefur komið fram er það á valdi
hvers lands fyrir sig að leggja áherslur í samræmi við
aðstæður og þarfir. Á Islandi hefur mansal fyrst og
fremst verið tengt svokölluðum nektardansstöðum
og innflutningi á konum til starfa þar. Það er því
eðlilegt að áherslan hér á landi beinist fyrst og fremst
að starfsemi þeirra, stöðu erlendra dansmeyja og not-
endum kynlífsþjónustunnar. Þá er vitað að ísland
hefur verið notað sem viðkomuland í flutningi
kvenna milli Evrópu og Ameríku um Keflavíkurflug-
völl og nauðsynlegt er að taka einnig á þeim málum.
Áherslur íslenska átaksins eru þó ekki fullmótaðar
ónn sem komið er sem helgast af því að ekki er ljóst
hversu miklum fjármunum stjórnvöld hyggjast veita
til þess. Það mun vonandi ráðast á haustdögum því
mikilvægt er að ísland skorist ekki undan þátttöku í
svo mikilvægu verkefni sem barátta gegn verslun
með konur til kynlífsþrælkunar er.
Það er því eðlilegt að áherslan hér á landi beinist fyrst
og fremst að starfsemi nektardansstaða, stöðu erlendra
dansmeyja og notendum kynlífsþjónustunnar.