Vera - 01.08.2002, Page 22

Vera - 01.08.2002, Page 22
Karlmenn sem vændiskaupendur Sven-Axel Mánsson barðist fyrir því í meira en 20 ár að sænskum lögum yrði breytt þannig að hægt yrði að sakfella þá sem kaupa kynlíf. Þessi lög hafa nú verið í gildi í Svíþjóð í þrjú ár. Þau hafa verið gagnrýnd, bæði áður og eftir að þau voru kynnt, innanlands og annars staðar í heiminum. Tveimur árum eftir að þau tóku gildi, sögðu þó 80% Svía að þeir væru sáttir við lögin. „Þetta er feminísk löggjöf gegn ofbeldi sem verndar þær konur sem eru mest berskjaldaðar," segir Sven- Axel. „Þessi lög þvinga einnig karlmenn til að hætta að líta á kvenlíkamann sem eign sína - en það er viðhorf sem margir karlmenn hafa enn." Sven-Axel byrjaði að rannsaka vændi um miðjan átt- unda áratuginn með félaga sínum Stig Larsson. Skýrsla þeirra, Svarta affarer, sýndi að kynlífsiðnað- urinn í Svíþjóð var orðinn raunverulegt þjóðfélags- vandamál. í framhaldi af rannsókninni tók Sven-Axel þátt í fjögurra ára verkefni sem hafði það að mark- miði að fá vændiskonur í Malmö til að hætta starf- semi sinni. Árið 1977 var hann fenginn til að taka þátt í fyrstu rannsókn sænska ríkisins á vændi og árið 1981 birti hann doktorsritgerð sína um samband hór- mangara og vændiskonu. Fram að þessu hafði Sven- Axel aðeins rannsakað þá sem seldu kynlíf. Næsta bók hans, sem kom út árið 1984, fókuseraði hins veg- ar á menn sem keyptu kynlíf en hann hefur auk þess t.d. fjallað um verslun með vændi, ofbeldi gegn kon- um, alnæmi og samkynhneigð. Þegar önnur nefnd sem rannsakaði vændi íyrir sænska ríkið lagði til að hægt yrði að sakfella bæði vændiskonur og viðskipta- vini þeirra, andmælti Sven-Axel. „Menn sem eiga í erfiðléikum með að mynda tengsl við konur leysa gjarnan vandamálið með því að kaupa sér kynlíf. Vændi er því vandamál karla og það væri rangt að refsa konum fyrir það,“ sagði hann. Árið 1999 tóku nýju lögin um kynlífsþjónustu svo gildi, sem heimil- uðu að kaupendur kynlífs yrðu sakfelldir. Lögreglan verndar vændiskaupendur I kjölfar lagasetningarinnar minnkaði götuvændi í Svíþjóð um helming - en kynlífsiðnaðurinn hafði þó ekkert dregist saman. Starfsemin hafði aðeins færst inn í íbúðir, vændishús, hótel og nuddstofur, sem e.t.v. bendir til þess að löggjöfin þjóni ekki tilgangi sínum. Þó má færa rök fyrir því að það séu ekki lög- in sjálf sem séu gölluð heldur löggæslan. Blaðamenn hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að því hvernig lögunum er framfylgt fremur en að gagnrýna lögin sjálf. Annað stærsta dagblað Svíþjóðar, Göte- borgs-Posten, benti t.d. nýlega á það í greinaröð sinni að lögreglan og ákæruvaldið leggja vægari refsingar á kaupendur kynlífs en aðra glæpamenn. I greinaröðinni kom fram að þegar lögin höfðu verið í gildi í 33 mánuði höfðu 249 menn verið ákærðir fyrir að kaupa kynlíf. 26 þeirra höfðu játað og verið sektaðir án réttarhalda. 33 menn höfðu ver- ið dæmdir fyrir rétti til að borga sekt. í ljós kom að ef mennirnir báðu um að bréf frá lögreglunni yrðu ekki send heim til sín, á þeirri forsendu að þeir væru gift- ir eða í sambúð eða ættu börn, gerðu yfirvöldin und- antekningu frá vinnureglum sínum. Staðreyndin er sú að lögreglumenn eru mun lík- legri til að vernda þá sem kaupa vændi en að fram- fylgja lögunum. „Samkennd karlmanna á sinn þátt í þessu,“ segir Sven-Axel. „Lögregluþjónar eru karla- stétt sem á að framíýlgja lögum sem ógna hefð- bundnum karlagildum. Lögregluþjónar eru mun lík- legri til að samsama sig þeim sem kaupa kynlífsþjón- ustu en þeim sem selja hana og það hefur áhrif á getu þeirra til að uppfylla skyldu sína. Auðvitað getur lögreglan aldrei viðurkennt að hún líti ekki á það sem glæp að kaupa kynlíf - en á margan hátt vernd- ar hún menn sem kaupa kynlíf." Staðreyndin er sú að lögreglumenn eru rrnJf1 líklegri til að vernda þá sem kaupa vændi &n að framfylgja lögunum. fB V- 01 > 22

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.