Vera - 01.08.2002, Qupperneq 32

Vera - 01.08.2002, Qupperneq 32
vera 32 Ungar konur á íslandi í dag þekkja vel kvenhetjur popp- menningar nútímans, auk þess sem það kemur fyrir að þær lenda í svipuðum sporum og þær. Til að ræða þessar popp-konur og póst-femínismann sem þær eru gjarnan kenndar við, var leitað til Guðrúnar Johnsen, 29 ára hagfræðings, Oddnýjar Sturludóttur, 26 ára píanó- kennara, og Selmu Hafliðadóttur, 25 ára laganema. Hvaöa áhríf teljið þið að poppmenningin, og þá sérstaklega ,,kvenna-“ þættir/myndir/bækur á borö viö Ally McBeal, Bridget Jones og Sex and the City, hafi á hinn almenna borgara? Guðrún: Ég held að Sex and the City, til dæmis, hafi frekar áhrif á konur sem eru í samböndum. Þær fá nostalgíu gagnvart þessi lífi; að vera á lausu, frjálsar og engum bundnar og allt það... Oddný: ...að þær séu þá bara öfundsjúkar? Guðrún: Mér finnst það á mínum vinkonum. Ég er einhleyp og oftar en einu sinni hef ég fengið þetta komment; Þú átt svo gott, þú getur lifað þessi lífi sem þær lifa í Sex and the City! Annars held ég að þætt- irnir hafi ekki síst áhrif varðandi tískuna. Vinkona mín var til dæmis að kaupa sér bleikan kjól og var þá hreinlega að taka það upp eftir Carrie Bradshaw. Oddný: Ég veit ekki hvort þessir karakterar hafi haft einhver áhrif á mig... ég öfunda þær ekki af þessu lífi... en ég vorkenni þeim sarnt ekki. Selma: Þær eru ekki beint vorkunnarverðar þó að þær séu stundum í einhverjum krísum, það er meira bara fyndið. Oddný: Bridget Jones til dæmis, mér finnst hún frá- bær týpa. Hún er svo sympatísk, tekur sjðifa sig ekki hátíðlega, er pínulíiið misheppn- uð og allt það, en alltaf svo hressi- leg. En almennt varðandi þessar týpur í sjónvarpi og bíó; ég held að þær hafi engin sórstök áhrif á íslenskar stelpur, kannski meira á amerískar, óg veit það ekki. En ef þær eru fyrirmynd- ir þá eru þær ekkert svo slæmar. Þær eru á lausu, hressar og skemmtilegar, auðvitað eru þær rosalega blúsaðar stundum, en það er bara fyndið, það er bara verið að gera grín að því. Guðriín: Ef um er að ræða einhver áhrif þá held ég að þau séu bara jákvæð. Þarna er verið að sýna að það þarf ekki að lifa lífinu á einn veg eingöngu. Það er ekki eina lífsmynstrið að vera með mann og þrjú börn og búa í Garðabænum. Þó að það sé ágætt, þá er fólk ólíkt og því hentar ekki endilega það sama. Oddný: Eins og í Sex and the City og Bridget Jones, þær eiga ekki mann og þessa týpísku fjölskyldu, en þær eiga vini og vinir þeirra eru fjölskyldan þeirra... Guðrún: ...og það er sórstaklega jákvætt í ljósi þess að þú velur þér vini en ekki fjölskyldu... Oddný:...nákvæmlega! Og þannig er þetta þín eigin kjörfjölskylda sem þú ert búin að raða í kringum þig. Selma: Ég er sammála, ég held að þessar týpur hafi engin sérstök áhrif á stelpur á Islandi. Sjálfri finnst mór svakalega gaman að horfa á Sex and the City. Ég (og líklega mjög margar konur) finn fyrir mjög mik- illi samsvörun með Bradshaw og co., það er með því sem þær eru að tala um. Að því leyti finnst mér þættirinir mjög raunsæir og það er iíklega ein ástæða þess að þeir eru svona vinsælir. Þær eru oft að tala um eitthvað sem þú varst að pæla í í síðustu viku! Og í þættinum sérðu iíka fyndnar hliðar á málinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.