Vera - 01.08.2002, Page 38
vera
EG
SKIPTI
MALI
Þórey Vilhjálmsdóttir hefur m.a. vakið athygli
undanfarið vegna herferðar V-dagssamtak-
anna fyrir verslunarmannahelgina. Hún situr
ekki auðum höndum þessa dagana og kemur
að þremur ólíkum verkefnum ásamt því að
stunda viðskiptafræðinám við Háskóla íslands.
Björg Hjartardóttir hitti þessa afkastamiklu
konu að máli og ræddi meðal annars við hana
um módelbransann, femínisma og hvernig það
er að vera ung kona í dag.
Við hefjum samræður okkar á því sem hún er að fást
við en eitt viðfangsefna hennar er vinna að markaðs-
greiningu á íslenskri fatahönnun. „Ég fékk hugmynd
að þessu verkefni eftir að ég var í stefnumótunar-
hópi síðasta sumar en í honum var fólk úr við-
skiptaráðuneytinu, frá Útflutningsráði, Samtökum
iðnaðarins og Nýsköpunarsjóði. í hópnum voru
nokkrir aðilar úr þessum bransa og reynt var að
móta ákveðna framtíðarsýn. Ég fann að það vantaði
mikið að fá samantekt á þessum markaði og í leit að
sumarvinnu sá ég þetta tækifæri, bar hugmyndina
undir nokkra opinbera aðila sem veittu mér í kjöl-
farið styrk til þess að vinna að þessu verkefni. Ég
ætla að kynna skýrsluna í haust en ég veit ekki til
þess að áður hafi verið reynt að finna veltu á ís-
lenskri fatahönnun og hversu stór hluti hún er af
fataverslun á Islandi. I þessu felst mikil vinna þar
sem ég tek viðtal við alla þá aðila sem starfa við fata-
hönnun og svo er ég með fókushóp en 'frá þeim viða
ég að mér þekkingu úr greininni. Úr því reyni ég svo
að komast að niðurstöðu með tillögu að því hvernig
hægt er að byggja upp fatahönnun á íslandi og fá
aukna fjárveitingu inn í greinina.
I vor var ég svo ráðin framkvæmdastjóri Eddu-
vei'ðlaunanna sem verða aflient 10. nóvember. Ég
notaði sumarið í vinnu við að fjármagna og leggja
línurnar fyrir haustið. Þetta er mjög spennandi og
mér finnst gott að ráða mér sjálf og vinna verkefni
sem ég stjórna. Það hentar mér mjög vel. I sumar var
ég að vinna með V-dagssamtökunum við gerð her-
ferðar gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelg-
ina. Framkvæmdin á herferðinni var ekki flókin.
Allir fjölmiðlar gáfu okkur skilyrðislaust fríar birt-
ingar og auglýsingastofan Hvíta húsið vann þetta
frítt fyrir okkur. Við unnum í sjálfboðavinnu og náð-
um að búa til frábæra herferð sem kostaði ekki neitt
af því að allir lögðust á eitt.
Herferðin virðist hafa farið vel í fólk og hefur
vakið mikið umtal. Sumum fannst hún of áleitin en
hún á að vera það og það er gott ef fólk vill tala um
38