Vera - 01.08.2002, Page 39

Vera - 01.08.2002, Page 39
 1 innihald auglýsinganna því þá er markmiði okkar náð. Spurningar eins og „Veist þú muninn á nauðg- un og kynlífi?" fær flesta til að velta því fyrir sér hvort þau viti það í raun og veru. Við beinurn orð- um okkar til karlmanna enda viljum við ekki sjá lengur boðskap sem byggist eingöngu á því að kon- ur eigi alltaf að passa sig á öllu. Ef konur myndu passa sig á því hvernig þær klæða sig, hvað þær drekka mikið eða að tala ekki við fyrrverandi kærasta sína og vini, því að þeir gætu líka nauðgað þeim, þá þyrftu þær á endanum að hafa blæju og gætu bara læst sig inni. Annars væru þær alltaf að bjóða hættunni heim. Hefur ekki einmitt verið ákveðið tabú í umræðu um kynferðisofbeldi hér á landi að kyngera gerend- ur nauðgana? I stað þess að tala um karlmenn hef- ur verið talað um fólk?“ Jú. Þess vegna er fólki brugðið því það að segja að karlmenn nauðgi bara og að strákar nauðgi bara er mikið sjokk en samt er það bláköld staðreynd. Strákum er reyndar einnig nauðgað en líka af karl- mönnum eða strákum. Við erum jafnt að vinna að forvörnum fyrir stráka og stelpur þó að athygli okk- ar beinist að ofbeldi gagnvart konum. Þetta er við- kvæmt mál og oft finnst fólki við gera lítið úr því að strákum sé líka nauðgað. Um verslunarmannahelg- ina 2001 er vitað að einum strák var nauðgað en tuttugu stelpum. Það sýnir bara að leggja verður meiri álierslu á þær án þess að gert sé lítið úr liinu. Við erurn líka með karlmenn í samtökunum sem skiptir máli því þá eru meiri líkur á að við fáum liina í lið með okkur sem ekki eru að gera þetta. Uppliaflega var þessi hópur að vinna við að búa til liugtakið V-dagurinn en svo kafar maður dýpra og dýpra ofan í þetta og getur ekki hætt. Eftir því sem ég vinn lengur í þessu og heyri fleiri alvarlegar stað- reyndir verð ég reiðari og ákveðnari í að gera eitt- hvað til að breyta þessu enda er ástandið hér á landi mjög óeðlilegt og er verslunarmannahelgin einmitt afsprengi af því. 39

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.