Vera - 01.08.2002, Page 42

Vera - 01.08.2002, Page 42
vera aðgang að fundum út um allt en þegar kemur að því að veita þeim fjármagn breytist viðhorfið. Að sjálfsögðu er við konur að sakast líka því algengt er að þær hafi minna sjálfstraust í þessu miðað við karlana. Það eru t.d. mikið færri konur sem ákveða að stofna fyrir- tæki og eru stórhuga eins og þeir. Flestar konur stofna lítil fyrritæki og þeir í fjármálaheiminum sjá konur bara fyrir sér í litlum einingum og finnst ekki þess virði að skoða annað. Eg er þess þó fullviss að þegar kona kemur með vel rökstudda og góða hug- mynd, með góðum áætlunum, þá er hún klárlega skoðuð. En það ríkir bara ávallt meiri tortryggni í garð kvenna fremur en í garð karlmanna. Stað- reyndin er bara sú, allavega ennþá. Þurfa þær þá að sanna sig meira? Jú, þær þurfa að gera það enda eig- um við svo langt í land í viðskiptalíf- inu. Það er t.d. ekki lengi verið að telja upp hversu margar konur eru í stjórn- um fyrirtækja. Eg er í viðskiptafræði og þar eru fleiri konur en karlar. Hvað verður um allar þessar konur? Mér finnst rosalega fáar konur þora að stofna fyrirtæki og þora að koma sér áfram. Konur þurfa því að endurskoða viðhorf sín, hugsa stórt og hugsa hvers mikils virði þær eru. Það eru svo marg- ar konur sem vilja ekki vera þekktar fyrir það að vera brautryðjendur í við- skiptum en þær verða bara ennþá að nota það enda þarf öfgar til að breyta viðhorfum. Og á meðan beðið er eftir því að það gerist verður að ráða konu frernur en karl ef tveir einstaklingar, karl og kona, eru jafnhæf. Auð- vitað er erfiðara um vik að fylgja svona eftir í einka- fyrirtækjunum en þau verða að taka sig á sjálf og breyta þessu enda sjást konur ekki í stjórnunarstöð- um í mörgum af þessu stóru fyrirtækjum. Annað sem konur þurfa að berjast við er karlamafían innan vinnu sem utan. Það er erfitt fyrir konu að detta inní koníaks- og vindlamenningu karlanna og ef til vill passar hún ekki þar inn í. Vonandi á þó staða kvenna í viðskiptalífinu eftir að taka stakkaskiptum þegar karlar taka sér barneignarfrí og verða virkari inni á heimilunum. Skilgreinir þú þig sem femínista? Mér finnst umræða um femínisma oft svo rugl- ingsleg. A tímabili var ég ekki viss um að ég væri femínisti, fór í íslenska orðabók og komst að því að sá sem virðir jafnan rétt karla og kvenna væri femínisti. Þá var ég nokkuð sannfærð um að ég til- heyrði þeim hópi. Oft finnst mér eins og ekki sé leyfilegt að vera femínisti og hafa um leið áhuga á tísku. Eg er svo mótfallin þessu. Eg er mjög mikill femínisti og sumir segja að ég sé rauðsokka sem á að vera mjög neikvætt orð yfir öfga femínista. Samt gæti Ég veit um fullt af strákum og stelpum sem eru femínistar en myndu örugglega ekki skilgreina sig sem slík af því þau falla ekki í þennan ákveðna skoðanahóp sem er hvað mest áberandi. ég staðið fyrir margt sem margir femínist- ar fyrirlíta, eins og það að starfa við tískuheiminn. Eg hef áhuga á að skoða tískutímarit en er samt sátt við sjálfa mig eins og ég er og veit að það er fullt af konum sem hugsa þannig. Ef mig lang- ar ekki til að ganga í brjóstahaldara þá geri ág það ekki og þarf ekki að fara eft- ir tískublaði sem segir annað. Það er mjög gott að hafa hópa eins og Bríeti sem láta í sér heyra en það þarf líka að heyrast oftar í öðr- um hópum eða einstaklingum. Ég veit um fullt af strákum og stelpum sem eru femínistar en myndu örugglega ekki skilgreina sig sem slík af því þau falla ekki í þennan ákveðna skoðanahóp sem er hvað mest áberandi. Það er mjög leiðinlegt enda hljóta allir femínistar að stefna að sama marki. Mig langar til að breyta því að aðeins einn ákveðinn hópur geti skil- greint sig sem „alvöru" femínista og tel að það sé á skjön við þau markmið sem barist er við að ná. Það er nauðsynlegt að femínistar séu breiður hópur þar sem fram fara eðlileg skoðanaskipti. Það sem ég myndi vilja setja á oddinn í umræðu um jafnréttis- mál er launamisrétti og tel að eyða ætti meira púðri í það en t.d gagnrýni á fegurðarsamkeppnir. Að mínu mati er launamisrétti miklu alvarlegra mál og mér finnst engin stöðug umræða vera í gangi um það. Þeirri baráttu finnst mér að femínistar ættu að halda uppi jafnt og þétt allan ársins hring. Ég held því fram að hver og ein einasta manneskja sem andmælir ein- hverju ástandi skipti máli og tel að það sem ág og þú getum gert breyti svo miklu. 42

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.