Vera - 01.08.2002, Page 43

Vera - 01.08.2002, Page 43
Bækur RAUÐA TJALDIÐ Bókin The Red Tent, eða Rauða tjaldið, eftir Anita Diamant, hefur notið mikilla vinsæla í Banda- ríkjunum undanfarið og þykir einstök lýsing ó hinum kvenlega heirni sem er fullur af krafti og skilningi en nýtur ekki viður- kenningar eða virðingar í heimi þar sem gengið er út frá gildum karla. Bókin gerist á tímum Gamla testamentisins og segir fró Dínu, einu dóttur Jakobs sem átti tólf syni. Rauða tjaldið er staður þar sem konur dvöldu á meðan þær fæddu börn, voru á blæðingum eða voru veikar og greinir bókin frá daglegu lífi innan tjaldsins, samræðum kvennanna og leynd- armálum þeirra. Dína segir á ljóðrænan hátt sögur mæðra sinna bókin um Dínu, dóttur Jakobs fjögurra, eiginkvenna Jakobs - Rakelar, Leu, Silpu og Bílu - sem allar eru búnar einstökum kven- legum kostum. Frásögn hennar er næm og til- finningarík þar sem hún Jýsir kraftaverkum við fæðingu barna, þrælum, handverksfólki, guðum heimilisverka og leyndarmálum systralagsins. Seinna vex Dína upp og segir sína eigin sögu, sögu af svikum, sorg og barneignum. A Amazon vefnum, þar sem hægt er að kaupa bókina, eru umsagnir um hana frá lesendum. Þar segir m.a. „Rauða tjaldið er frábær bók fyrir konur sem njóta þess að lesa sögulegar skáld- sögur þar sem áhersla er lögð á systrasamstöðu, frændsemi og frásagnir af því stórkostlega í lífi kvenna sem hefur týnst í nútíma samfélagi. Eg lifi í veruleika þar sem fólk snertir nánast ekki hvert annað.... að lesa um vinkonur og fjölskyldur sem gátu dvalist saman þrjó daga í mánuði, sagt sögur og nuddað fætur hver annarrar.... er eins og himnaríki fyrir mér. Hvar get ég pantað að fá að vera með?“ A horni Skólavörðustígs og Klapparstigs S: 551 4050 Tvíbreiðar dúnsængur og sængurverasett úr siikidamanski. 2 x 2 og 2 x 2.20

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.