Vera - 01.08.2002, Qupperneq 48

Vera - 01.08.2002, Qupperneq 48
vera 2000 stelpur, 400 strákar í september 2001 voru konur við Háskóla íslands: 11% prófessora 27% dósenta 51% lektora 43% fastráðinna stundakennara 61% nemenda. Sagt hefur verið að það þurfi 2000 stelpur til þess að búa til einn kvendoktor í raunvísindum á meðan sambærileg tala fyrir stráka er 400. Slíkar tölur hljóta að vekja upp vangaveltur um það hvers vegna aukin sókn kvenna í nám við háskóla skilar sér ekki þegar ofar í valdapýramídann kemur. Nokkrar kenningar hafa verið settar fram um orsakirnar. Talað hefur verið um „þröskuld" sem konur þurfi að komast yfir snemma á ferlinum en eftir það séu þeim allir vegir færir. Aðrir segja hins vegar að konur reki sig á „glerþak" þegar þær eru við það að komast á toppinn og komist því ekki lengra. Þá vilja surnir meina að konur mæti hindrunum á öllum stigum ferlisins og talað hefur verið um „lekar pípur“, þ.e. að konur heltist úr lestinni af ýmsum ástæðum á leiðinni upp valdastigann. A námsstefnunni Hamhleypur kynnti Þorgerður Þorvaldsdóttir rannsókn sína á kynlegum vídd- um í dómnefndarálitum HI, en rannsóknin var unnin fyrir Jafn- réttisnefnd Háskóla íslands. Skoðað var hvort það væri kyn- bundinn munur á umfjöllun um karl- og kvenumsækjendur í dóm- nefndarálitum Háskólans á árun- um 1997 til 1999. Erlendar rann- sóknir sýna að kynjað matsferli er eitt af því sem hindrar konur inn- an akademíunnar. Sænsk rann- sókn sýndi til dæmis að þrjár helstu breytur sem höfðu áhrif við ráðningar voru rannsóknavirkni umsækjandans, kunningjatengsl og kyn. Konur fengu lakara mat en karlar með sambærilegar rann- sóknir og virkni. Ein af meginniðurstöðum rannsóknar Þorgerðar var að huga þarf að jákvæðri mismunun karla í stað þess að einblína á neikvæða mismunun gagnvart konum. fákvæð mismunun karla eða karlabónus, getur lýst sér í ítar- legri umfjöllun, jákvæðum at- hugasemdum og því að reynt er að sýna fram á styrk karlumsækj- enda frekar en að draga fram veik- leika þeirra. Konur þurfa að ganga lengra til að sanna sig, litið er á rannsóknir þeirra og verk gagn- rýnni augum og algengara er að umfjöllun um þær sé hlutlaus og frekar skorin við nögl. Framlag þeirra er þaggað, þ.e. verk þeirra fá minni umfjöllun og gjarnan eru notuð smættandi heiti eða frasar til þess að draga úr vísindalegri hæfni. Erlendar rannsóknir sýna svipaða tilhneigingu. Kynjuð umfjöllun einskorðast þó ekki við líffræðilegt kyn heldur getur hún birst sem tæki til að hækka eða lækka fólk í áliti. Hæfar konur voru karlgerðar en óhæfir karlar kvengerðir. Onnur birtingar- mynd kynjunar voru klisjur um kvenleika og karlmennsku, til dæmis umhyggju og alúð kvenna eða hreysti og áræði karla. Til dæmis var talað um að karlmaður „glímdi við erfið verkefni" en kona „hefði eitthvað á prjónunum". Gjarnan var fjallað um kvennarannsóknir eða kynja- fræðilega nálgun sem mikilvæg brautryðjendaverk en samtímis sem þröngt og afmarkað jaðarsvið. Munur var á því hvort kona eða karl hafði gert kvennafræðilega rannsókn. Hjá konum var oft talað um slíkt sem þröngar jaðarrann- sóknir en hjá körlum var það tal- inn vottur um víðsýni og dirfsku. Einn lykilþáttur í dómnefnd- arálitum er áherslan á jafna og stöðuga rannsóknarvirkni. Þar virðast viðmiðin karllæg. Til að ná árangri þurfa konur að lifa lífi sínu eins og karlar. Barneignir og sterk fjölskylduábyrgð eru frávik sem í besta falli er tekið tillit til en aldrei gengið út frá sem hinu eðli- lega normi. Konur eru alla jafna lengur að brjóta sér leið í topp- stöður en ekki hefur verið sýnt fram á beint samband milli barna- fjölda og rannsóknarvirkni og barnlausum konum vegnar ekki endilega betur innan háskólasam- félagsins. Þarf kynjafræðilega meðvitund og pólitískan vilja 105 einstaklingar unnu að gerð á- litanna og voru konur einungis 23 eða 22%. Þorgerður benti á að hætt er við að dómnefndir sem eingöngu eru skipaðar körlum séu blindari á kynbundnar staðalí- myndir um „eðlileg" kynhlut- verk, þar sem lítið er gert úr hæfni kvenna til vísindaiðkana. Ahrif kunningjasamfélagsins undir- strikar enn fremur mikilvægi kynjahlutfalla í dómnefndum. Fjölgun kvenna í dómnefndum ein og sér er þó ekki nægjanleg. Kynjafræðileg meðvitund og póli- tískur vilji til að breyta ríkjandi skipulagi og aðstöðu skiptir sköp- um og skiptir þá ekki máli hvort gerendurnir eru karlar eða konur. Þorgerður benti einnig á að kynjað matsferli er aðeins ein af þeim hindrunum sem takast verður á við svo að raunverulegt jafnrétti ríki í vísindasamfélaginu. Aðrir þættir eru til dæmis innherja- tengsl, deilda- og skorarpólitík og þjóðerni umsækjenda. Að lokum sagði Þorgerður að fjölgun kvenna í vísindum væri ekki aðeins spurning um jafnrétti heldur væri hún vísindunum nauðsyn. „Það felst ákveðin sóun í því að mennta konur í vísindum en nýta svo ekki þekkingu þeirra og hæfni. íslenskt þjóðfélag hefur ekki efni á að fullnýta ekki þá fjár- festingu og það afl sem er falið í menntun og krafti kvenna.“ 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.