Vera - 01.08.2002, Page 49

Vera - 01.08.2002, Page 49
 Hildur Jónsdóttir: Kynin hafa mismunandi áherslur og forgangsröðun og lýðræðið er ekki fullkomið ef hlutur kvenna er skarður því þannig endurspeglar það ekki sam- félagið. Mikilvægt er að bæði kynin komi að ákvörðunar- töku til að fá víðari sýn á málin. Svafa Grönfeldt: Konur eru oft gagn- rýndar fyrir að vinna verkin of mikið sjálf- ar. Einnig þarf að gera sér grein fyrir eigin valdi en oft vanmetum við eða ofmetum eigið vald. Þá er þolinmæði lykilatriði. Þeg- ar fólk vill hlaupa af stað er gott að geta stoppað og ákveðið að fara réttu leiðina þar sem ríkisstjórnir þurfa að reiða sig á stuðning þingmanna úr öðrum flokkum til að koma málum í gegn. „Mynstur af því tagi gerir kröfu um annars konar afstöðu til valdsins og veldur því að fólk sýn- ir mun þroskaðri hegðun í garð hvers annars. Og í mínum huga þá væri slíkt mynstur nær hinum kven- legu eiginleikum en meirihlutavaldið. Það gerir kröf- ur til meiri tillitsemi, til umburðarlyndis og það krefst þess að valdhafarnir setji sig í spor annarra. f slíku mynstri þurfa menn líka að tala meira saman og það kunna konur. ...Mín kenning er sú að stjórn- kerfi okkar hafi afskaplega gott af því að tileinka sér kvenlegri eiginleika en það er þekkt af í dag. Á þann hátt ætti það möguleika á að ganga í endurnýjun líf- daganna. Og með slíkri endurfæðingu yrði það betra kerfi, annaðist hlutverk sitt betur og næði betur hin- um eiginlega tilgangi sínum.“ Markmiðið er betra samfélag Dagskrá námsstefnunnar var afar metnaðarfull og hér hefur einungis verið stiklað á stóru. Meðal annarra umræðuefna var heilsa kvenna og jafnvægi vinnu og einkalífs. Konurnar sem sátu námsstefnuna virtust almennt ánægðar með viðburðinn, kannski ekki síst að fá tilefni til að koma saman og bera saman bækur sínar, sjá hvað aðrar konur í atvinnulífinu væru að hugsa og gera. Áberandi var hversu margir fyrirlesarar töldu nauðsynlegt að staldra við og rifja upp tilganginn með kvennabaráttunni. Ingibjörg Sólrún sagði kjarna jafnrétt- isbaráttunnar á öllum svið- um felast í því að vera öðru- vísi en meta verðleikana að jöfnu. „Ef við værurn ekki ólík þá þyrftum við ekki jafnrétt- isbaráttu, því að inntak hennar er þessi mismunur sem er á kynjun- um.“ Þess vegna skipti máli að konur séu fjölmennar og hvar- vetna þar sem mikilvæg mál sóu til lykta leidd og skoðanamyndun fer fram. „Fjöldinn skiptir máli. Við verðum að vera sýnilegar ef við ætlum að móta samfélagið til jafns við karlmenn. Við höfum náð ár- angri," sagði Ingibjörg Sólrún, „en við búum enn við ákveðna for- dóma gagnvart konum. Við erum enn öðruvísi, sem er gott, en við erum ekki enn metnar að verð- leikum, sem er vont. Gott og vel, það þýðir bara að við höfurn enn verk að vinna. Og ekki bara sem einstaklingar í eigin þágu heldur sem hópur í þágu samfélagsins alls. Markmiðið um að jafna hlut kvenna og karla er auðvitað sett fram vegna þess að við trúum því að hlutur kvenna geti haft og liafi áhrif á þróun samfélagsins, á inn- tak stjórnmálanna, á forgangs- röðun og gildismat. ...Við trúum því að aukinn hlutur kvenna geri samfélagið betra, fjölbreyttara og lýðræðislegra. Þetta er grundvall- aratriði sem við megurn ekki missa sjónar afí öllu okkar amstri. Við ætlum að móta samfélag okk- ar, við ætlurn að vera gerendur í eigin lífi og þess vegna göngum við til leiks." Kolbrún Halldórsdóttir: Mín kenning er sú að stjórnkerfi okkar hafi afskaplega gott af því að tileinka sér kvenlegri eiginleika en það er þekkt af í dag. Á þann hátt ætti það möguleika á að ganga í endurnýjun lífdag- anna. Og með slíkri endurfæðingu yrði það betra kerfi, annaðist hlutverk sitt betur og næði betur hinum eiginlega tilgangi sínum. Hvenær? Hvar? Hvað? Veistu það? DAGBÓK KONU er bók fyrir allar konur til að skrá hjá sér minnis- punkta um heilsu og annað sem gerist í lífinu, til að auðvelda upprifjun síðar. DAGBÓK KONU •er fyrir konur á öllum aldri •fylgir konunni gegnum lífið •fellur ekki úr gildi eins og venjulegar dagbækur •er stór og týnist ekki innan um aðrar bækur •er aðgengileg og einföld i notkun og mun þjóna þeim vel sem nota Þú getur keypt DAGBÓK KONU með því að hafa samband við PaSiMa sem sendir út um allt land og hvert sem er í heiminum. Endanlegt verð með sendingar- kostnaði er alltaf kr. 4.450. P a S i M a Tölvupóstfang: pasima@vortex.is Sími 690 1935 DAGBÓK KONU fæst einnig í mörgum bókabúðum og á Femin.is.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.