Vera - 01.08.2002, Side 54

Vera - 01.08.2002, Side 54
Á efri myndinni er snúið út úr áletruninni GAP ATHLETIC (íþróttamaður). í staðinn stendur APATHETIC (sljór, að vera sama). Á neðri myndinni er vörumerki TOMMY HILFIGER breytt. Þar stendur: „Áralöng vinna í tískuiðnaðinum hefur gert mig að þræl og líkamlega sjúka." ferlinu en vörumerkið aðalatriði. Þar sem ódýrara var og er að framleiða vörur í þriðjaheimsríkjunum fluttu framleiðslu- fyrirtækin frá vestrænum ríkjum J^ar sem vinnuaflið var og er dýrt. Naomi vill að launafólk þriðjaheimsríkja verði meðvit- aðra um stöðu sína og setji fram kröfur um að fá hlutdeild í hagnaðinum, stofna stéttarfélög og krefjast hærri launa. Við- brögð fyrirtækjanna við þessu er að flytja starfsemina til annars Jrriðjaheimslands þar sem engar launakröfur eru gerðar og engin stétt- arfélög eru starfandi. Þetta veit Naomi en trúir Jdví að í lokin muni fyrirtækin ekki eiga sór undankomu auðið. Fyrirtækin eru landamæralaus og hafa engar skuldbindingar við landið þar sem verksmiðjan var reist. Þetta geta fyrirtækin gert því stjórnvöldum í Jíriðjaheimsríkjum finnst akkur í því að fá stórfyrir- tæki til landsins. Það kemur stjórnmálamönnum við- komandi lands líka vel í ljósi stundarhagsmuna. Þá aukast gjaldeyristekjur og fólkið hefur eitthvað að gera á meðan fyrirtækið starfar þar og þeir tryggja stöðu sína sem stjórnmálamenn. Það er kaldhæðnislegt, segir Naomi, að stórfyrir- tækin eyða stórfé í auglýsingar til að skapa lífsstíl fyrir vesturlandabúana en þau sem framleiða vöruna geta ekki keypt hana. Bill græðir milljónir meðan fólkið í fátækt- arhverfum þrælahalds þriðja heimsins er blóðmjólkað. Þar er efnahagslegur ágóði tölvurisans í hámarki meðan starfsfólk Microsoft dregur fram lífið á lúsarlaunum. Hvað getum við gert? Á ég að gæta bróður míns? Lokakafli bókarinnar fjallar um það hvað hægt er að gera og hvernig megi sporna við þessari þróun. Hægt er að velta fyrir sér hvenær maður á að vera hlutlaus og hvenær að sker- ast í leikinn. Eins og Jón Hreggviðsson segir í Is- landsklukkunni: „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Þessi spurning hefur verið mér afar hugleikin við lestur bókarinnar No Logo. Hvað veit ég um það hversu margir liggja 1 valnum fyrir lífsgæði mín? Hlutleysi er sú afstaða að horfa á siðspillt framferðið og segja ókei. Hann er ekki í fjölskyldunni, hvað kemur mér hann við.,> Hlutleysi er afstaða sem getur verið afar grimm. Mörg félaga- og hagsmunasamtök eru starfandi sem hafa látið þessi málefni til sín taka. Má þar nefna Clean Cilothes Shopping Guide 1 sem gefur út bækling tvisvar á ári. Einnig grasrótarhreyfinguna National Mobilization Against SweatShops (NMASS )2 sem starfar á alþjóðavettvangi en á upp- haf sitt í Bandaríkjunum. NMASS hefur meðal ann- ars reynt að J^rýsta á framleiðslurisann Donna Karan (DKNY) að bæta skilyrði starfsfólks við „háklassa- framleiðsluna" í verksmiðjum sínum. Grasrótarsamtökin vilja sporna við þessari þróun og koma í veg fyrir að fólk sem er að meirihluta ung- lingar og börn séu að þræla á skammarlega lágum launum og sóu þvinguð til að vinna lengri vinnudag án þess að geta gert kröfur um réttmætan launataxta. Þessi samtök vilja koma í veg fyrir eftirfarandi: að fólki, unglingum og börnum, sé J^rælað út á lúsa- launum langan vinnudag, að ófrískum konum sé sagt upp, að verkafólk sem reynir að knýja ítam launa- hækkanir sé rekið úr vinnu, sett á svartan lista og

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.