Vera - 01.08.2002, Page 56
Matur
Margar konur reka veitingahús við góðan orðstí, aðrar vinna
við að elda mat og öll þurfum við að elda og borða. Við þetta
hafa orðið til ýmis góð ráð og uppskriftir sem Vera ætlar nú
að miðla og biður um góðar ábendingar frá lesendum.
Fyrsta uppskriftin er frá veitingahúsinu Brekku í Hrísey.
Ábending um hana barst frá gesti sem smakkaði þennan rétt
í sumar og gat ekki gleymt honum.
'eitingahúsið Brekka er í eigu Steinunnar Th.
Sigurjónsdóttur og Smára Thorarensen. Það er í gömlu
íbúðarhúsi sem var breytt í veitingahús og síðan byggð-
ur við það salur svo nú rúmar það 100 manns í mat.
Ferðaþjónusta hefur eflst mjög í Hrísey undanfarin ár
og eru óvissuferðir þangað mjög vinsælar. Þá er oftast
farið með dráttarvélarvagni í skoðunarferð um þorpið
og síðan í mat í Brekku. Staðurinn hefur verið þekkt-
astur fyrir galloway nautakjötið en einnig er boðið upp
á fjölda annara rétta í kjöti og fiski.
Biggsteikur saltfiskur
Miðað við fjóra.
B
ók um ólífuolíu
Bókin um ólífuolíuna kom nýlega út hjá
bókaútgáfunni Bjarti. Hún er þýdd úr ítölsku
og fjallar m.a. um ræktunarsvæði ólífunnar og
um sögu ólífuolíunnar og framleiðslu hennar.
Sérstakir kaflar eru um það hvernig búa má til
salatolíur og kryddolíur úr ólífuolíu, einnig eru
í bókinni einfaldar og ljúffengar matarupp-
skriftir frá hinum ýmsu héruðum Italíu þar sem
olía héraðsins skipar veglegan sess.
800 gr sérútvatnaður saltfiskur með roði, velt upp úr
biggmjöli (fæst I heilsubúðum), steiktur i ólífuolíu á
pönnu fiskmegin síðan settur í ofn í 5 mínútur.
Heitt tómatmauk
1 dós maukaðir tómatar, 400 gr.
2 stk kjúklingakraftur
2 saxaðir hvítlauksgeirar
1 dl. hvítvín
kryddað með basil og oregano
Apríkósumauk
1 krukka apríkósusulta
ferskur hvítlaukur maukaður
gott að láta bíða stund til að ná bragði
Kartöfluturn
kartafla skorin í kubb
djúpsteikt og bökuð í ofni I ca. 50 mínútur.
Léttsteikt, ferskt grænmeti er sett á diskinn, síðan
fiskurinn og svolítið af apríkósumauki ofan á.
Afgangurinn af maukinu er sett á diskinn ásamt
tómatmaukinu.
í bókinni eru einnig hagnýt ráð um hvernig
best er að geyma ólífuolíu, bera hana fram og
elda úr henni. Einnig er sagt frá því hvernig
leggja má grænmeti í olíu til geymslu og gefnar
uppskriftir um niðurlagningu t.d. sveppa,
þistilhjarta, sólþurrkaðra tómata, papriku og
kúrbíts. Ólífuolía er einnig notuð í kaldar sósur
og eru í bókinni uppskriftir af mörgum spenn-
andi sósum. Hér á eftir fer ein þeirra:
Valhnetusósa
20 valhnetur
1 tsk. steinselja
2 tsk. Ijóst vínedik
1 sneið dagsgamalt brauð (skorpan fjarlægð)
4 tsk. jómfrúarolía
salt og nýmalaður svartur pipar
Myljið brauðið og látið það drekka edikið í
sig. Saxið hneturnar og steinseljuna. Bætið
brauðinu við og hrærið saman. Bætið ólífu-
olíunni saman við. Kryddið með salti og pipaf-
Berið fram með fiski eða kjúklingakjöti.