Vera - 01.08.2002, Síða 58

Vera - 01.08.2002, Síða 58
LANDSBYGGÐINNI Katrín Oddsdóttir ræðir við þrjár konur í Neskaupstað Ég er fædd og alin upp í Reykjavík. Ég hef tínt orma í öllum görðum á 107 svæðinu og skrapað upp því sem nemur tonnum af gæsaskít í Tjarnargarðinum. Ég hef farið í kapphlaup niður stig- ana úr Hallgrímskirkjuturni, ég hef stolist til að selja hluti í eigu systkina minna í Kolaportinu, gert engla í nýföllnum snjónum á Austurvelli og vaðið drukkin í Tjörninni. Ég hef margoft farið í nætursund í Vesturbæjarlauginni, kelað í bíl í Öskjuhlíð, hangið á Hlemmi, selt Moggann á Laugaveginum og bölvað Ijótleika Morgunblaðshallarinnar með Bæjarins bestu pylsu í hönd á leið heim í nætursumarsólinni. Ó já, ég er Reykvíkingur. Þegar ég heyrði fólk tala um að fara svo langt sem upp í Hafnarfjörð datt mér alltaf óvart í hug „með mjólkurbílnum þá eða...?". Þrátt fyrir að hafa ferðast talsvert um landið sem inn- lendur túristi þekkti ég engan stað þar annan en mína fallegu borg. Ég viðurkenni því að það var með óttablandinni spennu að ég ók af stað í janúar til þess að flytjast til Neskaupstaðar og hefja þar störf sem blaðakona. Lengra frá minni ástsælu Reykjavík er varla hægt að komast án þess að yfirgefa landið og hvernig skyldu þá síðustu átta mánuðir hafa reynst litla borgarbarn- inu? Jú, í einu orði sagt frábærir! Það hefur opnast fyrir mér heimur, heimurinn Landsbyggð. Hér hef ég kynnst fólki, náttúru, hugsunarhætti, samstöðu, og jákvæðni sem hefur fengið mig til að trúa að litla sápukúlan sem ég lifði í, þótt ágæt væri, sé ekki endilega það sem það að búa á íslandi snýst um.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.