Vera - 01.08.2002, Síða 66

Vera - 01.08.2002, Síða 66
vera Góður svefn er gulli betri 66 Eitt eiga allar manneskjur sameiginlegt - þær þurfa að sofa og það er best að gera í góðu rúmi þar sem gott er að hvílast. Gott rúm getur því verið undirstaða góðrar heilsu. Hér á landi hafa fyrirtaks springdýnur verið framleiddar í rúm 50 ár í Húsgagnabólstrun Ragnars Björnssonar í Hafnarfirði, en fyrirtækið var stofnað árið 1943. Nú er verið að stækka verksmiðjuna við Dalshraun 6 og 8 og byggja tveggja hæða hús þar sem verslunin verður á neðri hæð. Birna, dóttir Ragnars Björnssonar, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og segir það framleiða margar gerðir af springdýnum sem standast gæðakröfur þeirra sem vilja aðeins það besta. „Við framleiðum fjórar gerðir af fjaður- dýnum sem hægt er að fá með fjórum mismunandi stinnleikum," segir Birna. „Hver dýna er hönnuð sérstak- lega fyrir hvern og einn. Ef fólk er ekki ánægt getur það komið með dýnuna og fengið hana endurstillta innan sex mánaða endurgjaldslaust, t.d. er hægt að gera dýnurnar stífar í miðjunni en mýkri undir axlirnar o.s.frv. Við sjáum einnig um allt viðhald á dýnunni, bæði getum við stillt hana upp á nýtt ef hún er farin að slitna og bólstrað hana upp ef þess er þörf.“ fyrirtækjum í heiminum sem framleiðir springdýnur ofan á stillanleg rúm en algengast er að svampdýnur séu notaðar ofan á þau. Hægt er að lyfta upp bæði höfða- og fótagafli, einnig eru margar nudd- stillingar, bylgjunudd og stillanlegt minni. Við framleiðum líka rúm með tvöföldu fjaðrakerfi, þ.e. þá er rúmbotninn einnig búinn fjaðrakerfi sem eykur þægindin. Sér dýna fyrir hvern og einn Húsgagnabólstrun Ragnars Björnssonar framleiðir ekki bara springdýnur, fyrirtækið framleiðir flest alla fylgihluti í rúmin, t.d. pífur á rúmbotna, bólstraða höfðagafla, rúmteppi, lök og dýnu- hlífar. Fyrir rúmum tíu árum fékk fyrirtækið viðurkenningu fra ISPA, heimssamtökum springdýnuframleiðenda, sem var mikill heiður fyrir fyrirtækið. Að lokum segir Birna mikilvægt að fólk muni að tveir einstaklingar sem deila saman rúmi kaupi sér sitt hvort dýnuna og hafi hana eftir þörfurn hvors um sig. Hægt er að fá dýnurnar frá Ragnari Björnssyni í ýmsum lengdum og breidd- um og rúmin í þeirri hæð sem óskað er. Sem sagt sérsniðin rúrn að óskum hvers og eins. Stillanleg Sælurúm Nýjasta útgáfa rúma frá Ragnari Björnssyni eru Sælurúmin sem eru með stillanlegum botni sem stjórnað er með fjarstýringu. Botninn er fluttur inn frá Bandaríkjunum en fyrirtækið bólstrar hann og framleiðir dýnuna ofan á. „Við erum eitt af fáum

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.