Vera - 01.08.2002, Page 67

Vera - 01.08.2002, Page 67
Sonic Youth ^eiða Eiríksdóttir | Blood i Money O I- Tom Waits er einn af þessum skrýtnu köll- um í heiminum sem eru ýmist dáðir eða hataðir. Það er ein- hvern veginn ekki hægt að hafa enga skoðun á honum því hann er svo rnikið fyrirbæri og alveg sér á parti. Blood Money bætir í sjálfu sér ekki miklu við þá sérstöðu sem hann hefur skapað sér, heldur styrkir frekar stoðir hennar. Tom Waits er tónlistarmaður sem hefur náð að blanda sarnan mörg- um tónlistarstefnum og fá út eitthvað nýtt. Hans tónlist er djasskennd, tilraunaskotin þunglyndistónlist með leikhúsáhrifum. Hljómur hans er þó það sérstæðasta af öllu, hann notast nær eingöngu við „lífræn“ hljóð- færi, þ.e.a.s. er ekki rnikið fyrir rafmagn, tölvur eða slíkt og leikhúsáhrif- anna gætir ef til vill út af þessu. Hljómurinn er fenginn úr klarinettum, bjöllum, marimbum, píanóum, sellóum, fiðlum og lúðrum og hans hrjúfu rónalegu rödd. í henni eru náttúrulega fólgnir einhverjir galdrar því rödd hans getur hljóm- að döpur, þunglynd, reið, stríðnis- leg, hugsandi, sefandi og fylli- byttuleg, og stundum gerist þetta jafnvel allt í sarna laginu! Þessi plata rennur ljúflega en inniheldur þó afar ólík lög. Hér eru bæði hægar og mildar ballöð- ur, hröð og reið lög, og hin týpísku þunglyndisdjasslög sem eru þó ekkert hefðbundin nema fyrir það að þetta hefur maður heyrt áður hjá kallinum. En hann kann þetta, og gerir vel, rosalega vel. Textar eru heimspekipælingar með súr- realískum bröndurum; sem sagt kirsuberið ofan á kökusneiðina. Murray Street Enn einn Sonic Youth-diskurinn kominn út, og það var með dálít- illi eftirvæntingu sem ég setti hann á: „Ætli hann sé betri en sá síðasti?" hugsaði ég en skammað- ist mín jafnframt pínulítið fyrir að hugsa þetta. Ég er nú aðdáandi hljómsveitarinnar en verð að við- urkenna að þótt ég eigi síðustu tvo diska finnst mér þeir alls ekki hafa verið nógu góðir, sérstaklega ekki sá síðasti. En hvað er nú að gerast? Sonic Youth valda mér sko ekki von- brigðum í þetta sinn. Þau eiga það til að gleyrna því að þau geti sanrið alveg æðisleg lög, og búa bara til „fallegan hávaða" sem er ef til vill meira gaman að flytja á tónleikum en að hlusta á heima í stofu. A nýja disknum kveður hins vegar við annan tón. Melódísk lög með ró- legu yfirbragði sem hafa sanrt pláss fyrir óvænt gítar(ó)lrljóð sem fela sig bak við aðrar fallegri nótur í lögununr. Þarna held ég að krakkarnir hafi fundið gott jafnvægi fegurðar og ljótleika. Á þennan hátt verður ljótleik- inn fegurðinni nauðsynlegur sem hluti af hljóðmynd laganna. Thurston Moore gítarleikari og söngvari er, öðruvísi en oft áður, í aðallrlutverki söngvarans á þessari plötu. Kim Gordon bassaleikari og söngkona syngur þó tvö síðustu lög plötunnar og meiri læti eru í þeinr lögum, enda eru læti í stelpunni. Nokk- uð sniðugt að láta Kim enda plötuna á hraðari og pönkaðri nótum því þá kemur óneitanlega nreiri uppbygging í hlutina. Pönkuð rúsína í þéttunr, melódískum og nrjög skemnrti- legunr pylsuenda. 67

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.