Vera - 01.08.2002, Page 71

Vera - 01.08.2002, Page 71
Athyglisverðar erlendar vefsíður Þegar flutningatíðni er skoðuð með tilliti til kyns og aldurs kemur í Ijós að hún er hæst hjá 20-24 ára konum. OWN EUROPE S* / Fyrir eldri konur: OWN - Older Women's Network, Europe http://www.own-europe.org/ Fyrir mæður: Generation Mom http://www.generationmom.com/ Fyrir feður: Father’s world http://www.fathersworld.com/features.html En hvað er það sem veldur því að konur, og þá sér- staklega ungar konur, flytja á meðan karlar sitja eft- lr? Því tekst vonandi að svara í rannsókninni sem beinir sjónum fyrst og fremst að samfélagsgerðinni °g hvaða máli hún skiptir í þessari þróun. Þess vegna verður leitast við að fá svör við því hvort kon- ur flytjast frekar frá svæðum þar sem fiskveiðar eru ráðandi atvinnugrein en frá þeim sem byggja á þjón- ustu, iðnaði og vinnslu landbúnaðarafurða. Ólík sveitarfélög verða borin saman með tilliti til þessara þátta og viðtöl tekin við fólk sem 1) hefur búið í við- komandi sveitarfélagi stærstan hluta ævinnar 2) sem hefur flust burt um tíma en snúið aftur 3) sem hefur hust burt og ekki snúið aftur. Verkefnið nær til áranna 2002-2004 og á íslandi uru það Jafnréttisstofa og Byggðarannsóknastofnun Islands sem vinna að rannsóknunum. Safnað verður upplýsingum frá öllum löndunum Sem að rannsókninni koma í sameiginlegan gagna- grunn sem notaður verður til að gera samanburð á ástandinu. Hór á landi fer einnig fram söfnun töl- h’æðilegra upplýsinga sem nýtast sérstaklega við ís- lenska lduta verkefnisins. Þá mun stór hluti rann- sóknarinnar hér á landi fara frarn með viðtölum við einstaklinga í ákveðnum samanburðarsveitaríélög- 'Un eins og áður er nefnt. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu rann- sóknarinnar. Leiði niðurstöður hennar í ljós hvað Veldur flutningi kvenna og eftirsetu karla verður vonandi hægt að bregðast við vandanum. Þekking eins og sú sem gera rná ráð fyrir að rannsóknin leiði ef sér er mikilvæg fyrir áframhaldandi byggðarann- sóknir og við gerð byggðaáætlana, og þá ekki síður fyrir þróun jafnréttis, því nauðsynlegt er að leggja ham tillögur um atvinnuuppbyggingu og byggðaþró- un sem styðja við bæði kynin og stuðla að því að þau geti búið saman livar sem er á landinu og haft at- vinnu og lífsskilyrði við hæfi. & Fyrir ungar konur: European Women's Lobby, young women http://youngwomen.womenlobby.org/ Fyrir bissnesskonur: Femina http://www.extremes.gr/femina/index.html Fyrir íþróttakonur: Women in sports http://www.makeithappen.com/wis/ Helgarnámskeið Aukin ökuréttindi: Vörubifreið Leigubifreið Hópbifreið Vörubifreið með vagni Öll vinnuréttindi: s.s. gröfur, ýtur, kranar, lyftarar o.fl. Bæði námskeiðin eru helgarnámskeið, hægt er að byrja alla föstudaga kl. 17.00 Upplýsingar og skráning hjá skólastjóra, Svavari Svavarssyni öku- og vinnuvélakennara í síma 898 3909 kl. 9.00 - 23.00 alla daga. Klettagörðum 11, 104 Reykjavík Sími 588 4500 - 898 3903

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.