Vera - 01.08.2002, Qupperneq 72

Vera - 01.08.2002, Qupperneq 72
Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir bríet félag ungra femínista Er ég frjáls til að strippa? Um daginn hitti ég gamlan bekkjarfélaga úr grunnskóla í strætó. Ég settist niður og byrjaði að spjalla og brátt kom í Ijós að fátt höfðum við sameiginlegt annað en grunnskólann forðum. Sjálf er ég femínisti, eilítið vinstrisinnuð á köflum, en þessi gamli bekkjarfélagi sem ég hitti þarna í leið fimm niður í austurbæinn er flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Samræður okkar urðu því heldur innihaldslausar. Kemur nefnilega í ljós að við tvö tölum ekki sama tungumálið. Meðan svar mitt við öllum vandamálum heimsins var samfélagsábyrgð og styrking trygginga- kerfisins þá var svar vinar míns við sömu vandamál- um frelsi og einkavæðing. Nú viðurkenni ég að ég er búin að taka saman tvo vængi nútíma stjórnmála og smækka þá niður í fjögur orð: samfélagsábyrgð og ai- mannatryggingar, og frelsi og einkavæðing. Eg geri mér grein fyrir því að þessi aðgreining tveggja ólíkra póla í stjórnmálum er mjög einfölduð en því miður virðist hún eiga of oft við. Svo virðist sem ungt fólk í dag eigi erfitt með að sjá út fyrir þröngt sjónarhorn stjórnmálaskoðana sinna. Það hefur tilhneigingu til að sjá heiminn í svörtu og hvítu og velur sér lit eftir því hvort það tel- ur sig vera hægrisinnað eða vinstrisinnað. Fæstir virðast gera sér grein fyrir því að sjaldnast eru til ein- faldar lausnir á vandamálum og að ekki er hægt að koma með greinargott svar við spurningum ef ekki eru nýttar allar skoðanir. ro L. <u > 72 Kúgun kvenna eða frelsi kvenna? Kveikjan að þessari grein var þessi þröngsýni sem mér fannst að ég sæi í vini mínum (og sem hann hef- ur líklegast séð hjá mér). Núna nýlega hafa stripp- staðirnir, og þá sérstaklega einkadansinn, aftur kom- ið mikið í fjölmiðlana. Nokkur bæjarfélög á íslandi, þar á meðal Reykjavík, hefur ákveðið að leggja bann við einkadansi en önnur sveitarfélög eru enn óá- kveðin og vega og meta áhrifin sem þetta bann myndi hafa á bæjarfélagið og á frelsi bæjarbúa. Því var það óhjákvæmilegt að þetta bærist í tal á milli okkar. Eg hafði lítið til málanna að leggja annað en að benda vini mínum enn og aftur á að strippbúllur og vændi séu ekkert annað en kúgun kvenna af þriðja aðila, hvort sem er líkamleg, sálræn eða efnahagsleg, og það væri á ábyrgð samfólagsins að leyfa ekki svona nútímaþrælahaldi að þrífast meðal okkar. Vinur minn hafði lítið annað tiJ málanna að leggja en eftirfarandi: Þau eru frjáls. Dansararnir eru frjálsar, viðskiptavinirnir eru frjálsir og þau hafa frelsi til þess að gera það sem þau vilja. Þau eru ein- staklingar, ekki konur/karlar. Við megum ekki hindra þetta frelsi þeirra. Verðfelling orðsins frelsi Auðvitað er þessi frelsistúlkun á strippstöðum full- komlega gild og ég er jafnvel sammála henni upp að vissu marki. En sá kraftur sem upphaflega má vera að hafi falist í orðinu er löngu horfinn. Þegar gripið er til orðsins frelsis við hvaða tækifæri sem er, þegar frelsi verður að einu allsherjarsvari við vandamálum samfólagsins, þá verður hugtakið frelsi fremur inn- antómt. Þróun frelsishugtaksins hefur verið sorgleg í gegnum tíðina. Frá því að vera ferskt byltingaróp í mannréttindabaráttu hefur það þróast út í það að vera enn ein klisjan í pólitísJcri orðræðu, enn eitt steinrunnið hugtak í pólitískum flokkadráttum tutt- ugustu aldar. Nú er kominn tími til að hugtakið frelsi sé leyst úr gíslingu frá ungu frjálshyggjumönnunum, mönn- unum sem halda uppi frelsisvefjum eins og frelsi.is og frjalshyggja.is. Frelsi er svo miklu, miklu meira en það sem má lesa og heyra í skrifum og umræðum ungra frjálshyggjumanna. Frelsi er ekki sinnuleysi eða sjálfselska. Frelsi er ekki leyfi til að nýta sér aðr- ar manneskjur til gróða. Frelsi er ekki skilyrðislaust leyfi einstaklinga til að skara eld að sinni köku frá samfólaginu, án þess að gefa eitthvað til baka. Frelsi er ekki neitt án ábyrgðar. Þegar gripið er til orðsins frelsis við hvaða tækifæri sem er# þegar frelsi verður að einu allsherjarsvari við vandamálum samfélagsins, þá verður hugtakið frelsi fremur innantómt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.