Vera - 01.08.2002, Side 73
Samstarf í þágu
kynjajafnréttis
Bríet stóö fyrir ráöstefnu hér á landi dagana 16. til 25. ágúst sem
har heitiö Samstarf í þágu kynjajafnréttis. Verkefniö er eilt jbaö
stsersta sem Ungt fólk í Evrópu, styrktaráætlun Evrópusam-
bandsins, veitti styrk lil á íslandi aö þessu sinni. En einnig
styrktu Landsvirkjun, dómsmálaráöuneytiö og félagsmálaráöu-
neytið ráöstefnuna.
Til landsins komu hópar frá Danmörku og Svíþjóð. Meðlimir
hópanna eiga það sameiginlegt að vera undir 25 ára aldri og hafa
reynslu af því að berjast fyrir kynjajafnrótti í sínu landi. Ráðstefnan,
sem var lokuð, var haldin að Árnesi í Gnjúpverjahreppi.
Á ráðstefnunni báru hóparnir saman löggjöf, stefnumótanir og
raunverulega stöðu jafnréttismála í hverju landi fyrir sig, en í þeirri
vinnu var rammaáætlun Evrópusambandsins höfð til hliðsjónar.
Rammaáætlun ESB (Framework Strategy on
Gender Equality 2000-2005) er ætlað að vera
stefnumótandi og nokkurs konar rammi við rnótun
löggjafar aðildarríkja sambandsins, landa innan
EES og landa sem stefna á aðild. Að ráðstefnu lok-
inni var gerð skýrsla sem send verður til ESB og
stjórnvalda viðkomandi landa. Ráðstefnunni er því
ætlað að hafa stefnumótandi áhrif á gerð og efni
jafnréttismála innan ESB.
Okkur finnst mikilvægt að rödd ungs fólks fái
að heyrast í jafnréttismálum innan ESB, sem og að
tengja saman þessar raddir innan Evrópu, og ljóst
er að ráðstefnan verður skref í þá átt.
Ef þið eruð ekki komnar á álfabikarinn, þá eruð þið að
missa af miklu! Álfabikarinn er hreinlegri og heilsu-
samlegri og ódýrari en túrtappar eða dömubindi.
Einnig hjálpar hann við umhverfisvernd. Vissuð þið að
1 Bandaríkjunum fara 7 milljarðar af túrtöppum og 12
milljarðar af dömubindum á öskuhaugana á hverju ári?
Styrkjaáætlun ESB „Ungt fólk í Evrópu'
Fengum góðan styrk til að halda rástefnuna „Samstarf
1 þágu kynjajafnréttis"
ælum með Gay pride
Gott framtak sem vonandi heldur áfram að vera árlegt.
Bríet mælir á móti:
■ Manninum sem keyrði í gegnum
Gay Pride gönguna