Vera


Vera - 01.10.2003, Page 3

Vera - 01.10.2003, Page 3
/ LEIÐARI + Friðarverðlaun Nóbels sem voru nú í fyrsta skipti veitt múslímskri konu, Shirin Ebadi frá (ran. Hún hlaut verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum í fran en fyrir þá bar- áttu hefur hún m.a. þurft að sitja í fangelsi. Shirin Ebadi var meðal fyrstu kvendómara í (ran en missti embættið þegar klerkastjórnin tók við völdum árið 1979. Samstaða þingkvenna þegar fjórtán þeirra lögðu fram frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að bannað verði að kaupa vændi og stuðla að því að fólk sé flutt til landsins til að taka þátt í klám- eða kynlífsiðn- aði. Jafnframt er sekt létt af þeim sem stunda vændi. Þessar breytingar munu auðvelda mjög baráttuna gegn vændi og mansali hér á landi. Vinstri grænir fyrir að lýsa því yfir að flokkur þeirra sé femínískur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn á líka hrós skilið fyrir frumvarp til laga sem heimilar að ofbeldismaður sé fjar- lægður af heimili sínu (stað þess að konan þurfi að flýja með börnin undan ofbeldinu. Málefni flóttafólks sem eru ekki á dagskrá hér á landi. Islensk stjórnvöld firra sig allri ábyrgð á flóttafólki í skjóli einangrunar landsins og að hingað komi nógu margir útlendingar í atvinnuleit. Það er óviðunandi að í áratugi skuli aðeins einn hælisleitandi hafa fengið náð fyrir augum ís- lenskra stjórnvalda. Frjálshyggjufélagið fyrir afstöðu þess til vændis. Félagið vill að vændi sé lögleitt ( nafni einstaklingsfrelsis en viðurkennir að hugsanlegt sé að fólk neyðist til að stunda vændi. Til að tryggja kaupendur í slíkum tilfellum leggja þeir til að vændisfólk sýni vottorð um að vændið sé stundað af fúsum og frjálsum vilja.... Hreyfingin og blaðið Á árinu sem er að líða eignuðust íslenskir femínistar nýja hreyfingu, Femínistafélag íslands, sem spratt upp úr upp- safnaðri þörf fyrir vettvang til að vinna að femínískum mál- um. Þetta er nútímaleg hreyfing sem varð til í netheimum og þar fer starf hennar enn fram að nokkru leyti, með frjáls- legum skoðanaskiptum á póstlista og spjallrásum. Skipu- lagið er einnig frjálslegt, það byggist á áhugahópum þar sem fólk getur beitt sér þegar það hefur löngun og orku til að málefnum sem endurspegla það sem brennur á femínistum í dag. Staðalímyndir, klám og ofbeldi, launa- mál, stjórnmál, karlar og femínismi, menning, fjölbreytni mannlífsins og heilsa eru dæmi um mál sem hóparnir vinna að og einu sinni í mánuði er haldinn frjálslegur fund- ur á kaffihúsi - Hittið, þar sem málin eru rædd. Fyrir 21 ári stofnaði glæný femínistahreyfing tímaritið VERU til að vera málgagn sitt en hreyfingin hafði þá um vorið eignast tvo borgarfulltrúa í Reykjavík. Ungu konurnar sem nú streyma til liðs við Femínistafélagið eru margar á svipuðum aldri og þetta ágæta tímarit sem hefur endur- speglað hugsanir íslenskra femínista öll þessi ár og fagnar þeirri uppskeru sem umræðan hefur nú fætt af sér. Femínistafélag (slands hefur lýst því yfir að það líti á VERU sem málgagn sitt og er það fagnaðarefni. Hreyfing og blað eru fyrirbæri sem alla tíð hafa haft gagn hvort af öðru þó minna sé um slík tengsl í seinni tíð. íslensk fjölmiðlaflóra hefur breyst mjög á seinustu misser- um með stórauknum ítökum fjármagnseigenda. Eignar- hald þeirra á fjölmiðlum gerir samkeppnisstöðuna erfiða fyrir minni blöð í baráttunni um auglýsingatekjurnar sem sjaldan hefur verið harðari. Tímarit á borð við VERU eiga litla möguleika á að keppa við tímarit sem dreift er ókeypis eða til áskrifenda Morgunblaðsins. Það er því mjög brýnt að stjórnvöld geri upp við sig hvort ekki sé kominn tími til að taka upp opinbera styrki í einhverjum mæli til þess að halda uppi fjölbreytilegri fjölmiðlaumræðu en þeirri sem eigendur stórfyrirækja hafa áhuga á að haldi velli. Tímaritið VERA nýtur engra opinberra styrkja en hefur haldið á lofti mikilvægri jafnréttisumræðu í 21 ár. Sú rödd má ekki drukkna í því flóði af ókeypis lesefni sem hefur rignt yfir landsmenn undanfarið og ber allt keim hvert af öðru. Sérstaða VERU er óumdeilanleg og í nánustu framtíð er nauðsynlegt að íslenskir femínistar standi saman um að rekstrargrundvöllur blaðsins verði tryggður þar sem horfur eru á að önnur stoðin, auglýsingatekjurnar, sé verulega að láta undan. Hin stoðin eru áskrifendurnir, en um þessar mundir er öflugt áskriftarátak í gangi þar sem stefnt er að því að tvöfalda áskrifendahópinn fyrir lok næsta árs til að tryggja áframhaldandi útkomu blaðsins. Það má því setja dæmið þannig upp að hægt verði að tryggja framtíð VERU ef allir núverandi áskrifendur leggja sitt af mörkum og út- vega einn nýjan áskrifanda! Látum það vera áramótaheit okkar árið 2004. Þegar á reynir er samstaðan það eina sem þau eiga sem höllum fæti standa. Gleðileg jól og bjartsýnt, nýttfemínistaár! vera / 5 -6 . tbl. / 2003 / 3

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.