Vera


Vera - 01.10.2003, Page 6

Vera - 01.10.2003, Page 6
Sérkennari sem dansar tangó NAFN: SIGURLAUG BJARNADÓTTIR ALDUR: 52 ÁRA STARF: SÉRKENNARI ÁHUGAMÁL: LESTUR, ARGENTÍNSKUR TANGÓ OG FERÐALÖG HVE LENGI ÁSKRIFANDI: FRÁ UPPHAFI HVERNIG FINNST ÞÉR VERA: FJÖLBREYTT OG GOTT BLAÐ Heilluð af argentínskum tangó „Við hjónin fórum í dansskóla að læra samkvæmisdansa fyrir nokkrum árum og fyrir tveimur árum byrjuðum við að læra argentínskan tangó í Kramhúsinu. Við erum alveg heilluð af þeim dansi og höfum hugsað okkur að dansa hann áfram um ókomna tíð. Við höfum góða kennara, þau Hany og Bryndísi í Kramhúsinu, og svo hafa verið haldnar tangóhátíðir hér heima og komið gestakennarar frá Argentínu. Auk tangókennslu og æfingakvölda í Kramhús- inu eru haldnar „milongur" eða opin tangókvöld á mið- vikudögum í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. Og ef við för- um til útlanda er auðvelt að finna upplýsingar á netinu um tangóstaði og mæta þar og dansa. Nokkur pör úr tangó- félaginu hérfóru til Argentínu nýlega og mig dreymirauð- vitað um að komast þangað. Síðastliðið sumar fórum við hjónin á mjög skemmtilega tangóhátíð á Spáni. Hún var haldin í fallegum strandbæ rétt hjá Barcelóna og við vor- um í tímum á daginn og svo voru böll á hverju kvöldi langt fram á nótt. Síðustu nóttina var dansað á ströndinni. Þannig er tangóáhuginn farinn að stjórna því að einhverju leyti hvert við ferðumst. Önnur dóttir okkar er í námi í Kaup- mannahöfn og það er alltaf gaman að koma þangað og þar eru auðvitað góðir tangóstaðir. Hér innanlands finnst mér sérstaklega gaman að fara á Vestfirðina. Við förum þangað reglulega og gistum þá í Önundarfirðinum, í pínulitlu húsi, tæplega 100 ára gömlu þar sem mamma mín fæddist." A fslcnsku Hún segir heimilishaldið mun einfaldara nú þegar börnin eru orðin fullorðin og bara það yngsta eftir heima. Þá gefst meiri tími til að sinna eigin áhugamálum. „Eftir að ég lauk meistaranáminu, sem var fjarnám með vinnu, hef ég meiri tíma til að lesa það sem mig lystir en ég hef haft nautn af að lesa síðan ég var smákrakki." Sigurlaug starfar sem sérkennari í Öskjuhlíðarskóla, grunn- skóla fyrir þroskaheft börn þar sem nemendur eru á aldrin- um 6 til 16ára. Þar hefur hún kennt í mörg ár og kennir nú krökkum í 6. bekk, mjög skemmtilegum hópi. Hún útskrif- aðist úr Kennaraskólanum 1971 og fór 10 árum seinna í sérkennslunám og var einnig í tvö ár við nám í Kennarahá- skólanum í Kaupmannahöfn. ( byrjun þessa árs lauk hún meistaragráðu frá Kennaraháskóla íslands í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á sérkennslu. „Ég byrjaði kennsluferilinn tvítug við Héraðsskólann á Skógum þar sem ég kenndi í eitt ár. Seinna kenndi ég f þrjú ár við lítinn sveitaskóla í Hrútafirðinum þar sem við vorum bara tveir fastráðnir kennarar, ég og maðurinn minn Kristinn Jónsson. Síðan höfum við búið og starfað á Reykjavíkursvæðinu, utan árin tvö í Danmörku. Dvölin í Kaupmannahöfn var skemmtileg og lærdómsrík. Þetta var á árunum 1983 - 1985 og þá var mikill munur fyrir fjöl- skyldu með börn að vera þar eða i Reykjavík. Við fengum strax heilsdags leikskólapáss fyrir yngri dótturina og sú eldri var á skóladagheimili. Kannski höfðu þessi þægindi áhrif á það að við ákváðum að eignast þriðja barnið á með- an við vorum úti. Við vorum hreinlega búin að gleyma hve mikið basl var hér heima að fá þjónustu fyrir börnin en það rifjaðist fljótt upp þegar við komum heim aftur," segir Sig- urlaug. Varð ung vör við mismunun á kynjunum Sigurlaug segist hafa haft áhuga á jafnréttismálum frá þvi hún var ung. „Ég er fædd og uppalin í sveit og í þá daga var mjög ákveðin verkaskipting þar. Kvenfólkið sá alfarið um matseld og önnur heimilisstörf en vann að auki ýmis útiverk og sinnti mjöltum. Þegar allir voru við heyskap fór mamma gjarnan inn á undan til að elda matinn og svo urðum við stelpurnar að vaska upp og ganga frá eftir mat- inn á meðan aðrir fengu að hvíla sig. Ef við höfðum orð á þessu óréttlæti var okkur bent á að strákarnir væru stund- um að vinna líkamlega erfiðari störf. Mér er mjög minnisstætt þegar rauðsokkurnar komu fyrst fram og hef fylgst töluvert með kvennabaráttunni síðan þótt ég sé ekki virkur þátttakandi í neinum samtök- um. Það var einnig frábært þegar kvennaframboðið í Reykjavík varð að veruleika. Það hefur mikið áunnist á undanförnum áratugum þótt baráttan skili ekki alltaf jafn miklum árangri og stefnt er að. Mér finnst Vera mjög gott og fjölbreytt blað og gefa mynd af kvennabaráttunni og umræðunni hverju sinni. Baráttan hefur eðlilega breyst með tímanum og í dag finnst mér hún margbreytilegri en áður og vonandi kröftugri, en ég treysti mér ekki til að full- yrða það. Við lifum í flóknum heimi með gengdarlausu upplýsingaflæði og áreiti og það getur því verið erfitt að ná eyrum allra." 6/5-6. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.