Vera


Vera - 01.10.2003, Side 8

Vera - 01.10.2003, Side 8
Dagur í lífi Þóru Steingrímsdóttur fæðingalæknis Þóra Steingrímsdóttir vinnur á fæðingadeild Landspítalans en sinnir einnig kennslustörfum og vinnur að eigin rannsóknum, m.a. á ofbeldi gegn konum sem leitað hafa til kvennadeildarinnar. Hún býr í Hvassaleit- inu ásamt manni sínum Hauki Hjaltasyni taugalækni og dætrunum Höllu, Steinunni og Ragnhildi. Þóra ým- ist hjólar eða gengur í vinnuna og oft á frídögum fer hún út að ganga. VERA fékk að fylgjast með degi í lífi Þóru en þann dag komu tvö börn í heiminn með aðstoð hennar - annað í venjulegri fæðingu og hitt með keisaraskurði. Þar að auki ræddi hún við fjölda fólks, bæ'ði samstarfsfólk og barnshafandi konur en ekki var hægt að koma því öllu fyrir á einni opnu. jjjy [ i i Við morgunverðarborðið á Þóra stund með fjölskyldunni en síðan hjólar hún af stað. Á sjúkrahúsinu hefst dagurinn klukkan átta með fundi á fæðingagangi þar sem farið er yfir stöðuna. Hún fer síðan á stofugang og hittir Elísabetu Agnesi Sverrisdóttur sem er komin í fæðingu og athugar stöðuna hjá Geirlaugu Jóhannsdóttur sem bíð- ur eftir því að fæða. Á myndinni hér til hliðar sést Þóra ásamt Huldu Þórarinsdóttur Ijósmóður dást að nýfæddu barni Elísabetar. Seinna fer Þóra yfir í Ljósmæðraskóla að kenna 5. árs læknanemum fæðinga- hjálp. Hún fer líka á meðgöngudeildina og ræðir við nokkrar konur og undirbýr stofugang með öðru starfsfólki og læknanemum. 8/5-6. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.