Vera


Vera - 01.10.2003, Qupperneq 11

Vera - 01.10.2003, Qupperneq 11
/ SKYNDIMYND 'l' í haust héldu landsliðskonur fjölmennasta kvennafjöltefli sem vitað er til að hafi verið haldið í Evrópu. Þetta gerðu þær til að fagna því að íslenskt skákfélag, Taflfélagið Hellir, sendi í fyrsta sinn kvennasveit á alþjóðlegan viðburð, Evr- ópumeistaramót taflfélaga. Rúmlega 100 konur mættu til leiks í Ráðhús Reykjavíkur og minntu þjóðina rækilega á að konur kunna Ifka að tefla og sýndu íslenskum skákkon- um góðan stuðning. Næsta Ólympíuskákmót fer fram á Spáni haustið 2004. íslensku skákkonurnar segja að ekkert muni koma í veg fyrir þátttöku þeirra þar. Jafnréttisbaráttan muni haldi áfram fullum fetum því enn sé langt í land ef vel eigi að vera. VERA hefur ánægju af því að kynna kvennalandsliðið í skák og óskar þeim góðra sigra í framtíðinni. Lenka Ptacnikova, fædd 1975 Lenka erfædd og uppalin ÍTékklandi en hefur verið búsett á íslandi í þrjú ár og á 4 ára gamla dóttur, Lilju, með Helga Áss Grétarssyni stórmeistara í skák. Lenka hefur þrisvar orðið Tékklandsmeistari kvenna í skák og tvisvar Tékk- landsmeistari kvenna í atskák. Frá árinu 1994 hefur hún teflt reglulega fyrir Tékkland á Ólympíuskákmótum en árið 2002 varð Tékkland í 10. sæti á Ólympíuskákmótinu í Bled með Lenku í broddi fylkingar. Lenka varð fyrst kvenna til að vinna sér þátttökurétt í Landsliðsflokki íslands þar sem hún tefldi á meðal 11 karlmanna á Islandsmótinu árið 2001. Sama ár varð Lenka stórmeistari kvenna í skák en hún er fyrsta konan sem búsett er hérlendis sem hlotið hefur þann titil. Guðlaug Þorsteinsdóttir, fædd 1961 Guðlaug Þorsteinsdóttirvarðfyrsti íslandsmeistari kvenna árið 1975 og hefur alls unnið titilinn fjórum sinnum. Guð- laug varð Norðurlandameistari kvenna árin 1975,1977 og 1979, fyrst íslenskra kvenna til að vinna slíkan titil. Guð- laug var í kvennalandsliði Islands á Ólympíuskákmótunum 1978, 1982 og 1984. Á alþjóðlegu móti ( Grikklandi árið 1984 varð Guðlaug fjórða og náði fyrsta áfanga að alþjóð- legum meistaratitli kvenna. Guðlaug átti glæsilega endur- komu inn í íslenskt skáklíf árið 2002 þegar hún sigraði á ís- landsmóti kvenna með fullu húsi. Áslaug Kristinsdóttir, fædd 1961 (ekki á mynd) Áslaug hefur um áraraðir verið á meðal fremstu skák- kvenna landsinsog hún hefur þrisvarorðið íslandsmeistari kvenna. Hún varð þriðja í kvennaflokki á Skákþingi Norð- urlanda 1979 og 1981 og varð efst á Islandsmóti kvenna 1987, ásamt Guðfríði Lilju Grétarsdóttur en tapaði fyrir henni í einvígi um titilinn. Áslaug tefldi á Ólympíuskák- mótunum 1980 - 1984 og stóð sig einatt mjög vel, auk þess sem hún tefldi á Ólympíumótinu í Istanbúl árið 2000. Sigurlaug Friðþjófsdóttir, fædd 1961 Sigurlaug er nýflutt aftur til landsins eftir að hafa búið er- lendis í 17 ár. Sigurlaug varð íslandsmeistari kvenna árið 1981 og Norðurlandamestari kvenna sama ár. Hún tefldi á Ólympíuskákmótunum 1980 -1984 og tefldi fyrst íslenskra kvenna á svæðamóti í Bad Kissingen 1982. Harpa Ingólfsdóttir, fædd 1981 Harpa Ingólfsdóttir hefur nú í mörg ár verið á meðal fremstu skákkvenna landsins. Hún var strax ung að aldri sigursæl á barna- og unglingamótum, varð nokkrum sinn- um íslandsmeistari stúlkna og íslandsmeistari kvenna varð hún árið 2000. Harpa tefldi á öðru borði fyrir hönd íslands á Ólympíumótunum í Istanbúl árið 2000 og í Bled árið 2002. [ Bled stóð hún sig best allra í landsliðinu, með hæsta vinningshlutfallið á móti sterkum andstæðingum. Harpa hefur síðastliðin ár verið burðarás í landsliðinu og hefur kennt stúlkum að tefla víða um landið. Á myndinni eru f.v. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir með son sinn Kristján Stefánsson, Sigurlaug Friðþjófsdóttir og Lenka Ptacnikova. Anna Björg Þorgrímsdóttir, fædd 1979 (ekki á mynd) Rétt eins og Harpa var Anna Björg fremst á meðal jafningja á uppvaxtarárum sínum og ásamt Hörpu og Aldísi Rún Lárusdóttur hefur hún verið fremst yngri kynslóðarinnar í landsliðinu. Anna Björg varð íslandsmeistari árið 1996. Engin landsliðskona hefur vaxið jafn mikið að styrkleika og Anna Björg undanfarin tvö ár og fáar verið jafn virkar á skákmótum, bæði fyrir karla og konur. Anna Björg tefldi með landsliðinu á Ólympíuskákmótinu í Bled árið 2002 og kennir einnig reglulega skák hér heima. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fædd 1972 Guðfríður Lilja er ellefufaldur (slandsmeistari kvenna í skák og eina íslenska konan sem hefur hlotið alþjóðlegan meistaratitil kvenna í skák. Guðfríður Lilja er núverandi ís- landsmeistari og tefldi á fyrsta borði á Ólympíuskákmót- unum í Istanbúl árið 2000 og í Bled árið 2002. Guðfríður Lilja var fyrsta íslenska konan til að ávinna sér rétt til að tefla á millisvæðamóti árið 1990, en slík mót voru þá liður í keppninni um heimsmeistaratitil kvenna í skák. Guðfríður Lilja kennir reglulega ungum stúlkum skák ásamt þeim Hörpu og Önnu Björg. IC Vertu með og styrktu gott málefni Krabbameinsfélagið www.krabb.is 'ítítc sfélagsins ar: jöcus C-Max, sjálfskiptur. Verðma ti 2.370.000 kr. 1 Bifreiö eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. Úttekt hjá ferðaskrifstofu eöa verslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. Upplýsingar um vinningsnúmer I simum 150 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 1 8.1 70.000 kr. zy.. zooj
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.