Vera - 01.10.2003, Page 15
/KARLVERAN
4»
Starf prests innflytjenda er mjög víðfeðmt. Það felst ein-
um í ráðgjöf, til dæmis í atvinnuviðtölum og samskiptum
við hið opinbera, og skiptir þá engu hverrar trúar einstak-
lingurinn er, prestur innflytjenda þjónar öllum. Toshiki
veitir einnig sálgæslu en hann bendir á að oft á tíðum fylgi
því talsverðir sálrænir erfiðleikar að flytjast til lands sem
kannski er gerólíkt heimalandinu. Einnig eru af og til
haldnar messur, sérsniðnar að þörfum innflytjenda.
Ekki einsleitur hópur
Toshiki segir stöðu innflytjenda vera afar misjafna eftir
einstaklingum og þjóðernishópum. „Innflytjendur eru
ekki allir eins. Konur sem t.d. flytjast hingað til lands frá
Asíu eru misvel settar. Sumar kunna ensku en aðrar aðeins
sitt móðurmál og þær eru því misjafnlega í stakk búnar til
að starfa í samfélaginu og nýta sér þjónustu þess. Þetta
getur jafnvel leitt til þess að þær einangrast inni á heimil-
um sínum." Hann segir þetta þó alls ekki vera raunin með
alla innflytjendur. Pólverjar eru til að mynda í talsvert ólíkri
stöðu, þau halda hópinn, vinna mikið og styðja hvert ann-
að. „Karlmenn frá Austur-Evrópu eru margir mjög dugleg-
ir að aðlagast íslandi. Það sem þó er erfitt með innflytjend-
ur, t.d. frá Evrópu, er að þetta er oft vel menntað fólk sem
ekki getur nýtt menntun sína hér. Það veldur stundum
vanlíðan, ekki síst hjá karlmönnum sem finnst að karl-
mennsku sinni vegið"
Konurhalda hópinn
Stofnfundur Samtaka kvenna af erlendum upþruna var
haldinn á þeim táknræna degi 24. október sl. Toshiki starf-
aði á upþhafsstigi undirbúnings að stofnuninni. „Norræna
ráðherranefndin hélt ráðstefnuna Fjölmenning og jafn-
rétti kynjanna á Norðurlöndum í maí sl. og hana sóttu, auk
mín, um tuttugu konur frá íslandi. Við heimkomuna var
farið að ræða hvað hægt væri að gera í málefnum kvenna
hérlendis. Það var ákveðið að stofna félag til að efla sam-
stöðu innflytjendakvenna og ræða málefni sem snerta
þær sérstaklega. Það er t.d. full þörf á að ræða um stöðu
innflytjendakvenna á heimilum, heimilisofbeldi og þess
háttar. Félagsmálaráðuneytið, Jafnréttisstofa, jafnréttis-
nefnd borgarinnar og fleiri aðilar hafa stutt verkefnið með
beinum og óbeinum framlögum."
Toshiki er reyndar almennt séð ekki hrifinn af því að að-
skilja útlendinga frá íslendingum. Hann telur einnig þörf á
að stofna félag karla af erlendum uþþruna, þeir séu oft á
tíðum hver í sínu horni og haldi minna hópinn en konurn-
ar. „Karlmenn sem flytja hingað til lands vinna oft myrkr-
anna á milli en vanrækja félagslegu hliðina. Þeir tala ekki
saman sín á milli og rödd þeirra heyrist ekki heldur í þjóð-
félaginu. Innflytjendakarlmenn koma sjaldan fram fyrir
hönd innflytjenda, það gera konurnar." Hann segir það
leitt að karlmenn sem hafa verið lengi búsettir hér og eru
búnir að koma sér vel fyrir, virðast ekki hafa áhuga á mál-
efninu. Þeir gætu hjálpað mikið til ef þeir vildu, ekki síst
öðrum karlmönnum.
íslenskir karlar hafa ekki áhuga
Aðspurður hvort að femínískar hreyfingar og kvennasam-
tök á fslandi geti hjálpað til við baráttuna fyrir bættum
kjörum fólks af erlendum uppruna segir hann svo tví-
mælalaust vera. „Þetta er ekki hægt nema við hjálpumst
að og stöndum saman. Mér finnst
eins og á meðal íslendinga séu það
frekar konur sem hafi áhuga á málum
innflytjenda. Karlar fara ekki að skipta sér af fyrr en við-
fangsefnin eru orðin pólitísk og umræðan er farin að snú-
ast um t.a.m. atvinnumál og að útlendingar séu að taka
vinnu af (slendingum. Á þessu stigi koma karlarnir inn og
eru þá oft á tíðum neikvæðir. Þetta er að sjálfsögðu ekki al-
gilt en svona er mín tilfinning engu að síður. Mikill meiri-
hluti samstarfsfólks míns eru konur og á málstofum og
ráðstefnum um þessi mál eru nær eingöngu konur." Tos-
hiki bendir einnig á að konur séu meirihluti starfsmanna
þeirra stofnana sem sjá um mál innflytjenda, svo sem
fræðslumiðstöðva, félagsþjónustu og annarra þjónustu-
aðila, t.d. Alþjóðahúss. Kynskiþting áhugans virðist einnig
eiga við innan prestastéttarinnar. Toshiki segir það sína
reynslu að kvenprestar séu yfirleitt mjög áhugasamar um
starf sitt en karlprestar oftar en ekki heldur áhugalausir.
Verðum öll að hjálpast að
Toshiki hefur sett fram ákveðnar tilgátur um það hverjar
gætu verið ástæður þess að karlmenn virðast ekki hafa
áhuga á málum innflytjenda fyrr en þau fara að snúast um
peninga og völd. „Það verður enginn ríkur af því að starfa í
þágu innflytjenda og það gæti verið ein ástæða þess að
karlmenn starfa ekki í þessum geira. Önnur ástæða sem
mér finnst líkleg er að í íslensku samfélagi ríkir karlveldi.
Þeir stjórna peningunum og reglum samfélagsins. Það er
gömul saga og ný að þeir sem njóta valdsins vilja ekki
breytingar." Hann segir konur aftur á móti geta samsamað
sig stöðu innflytjenda betur. Þær njóta ekki valdsins í sam-
félaginu og eru því tilbúnari til að breyta því, þær eru oþn-
ari fyrir margbreytileikanum. Hann segir að til að breyta
þessu þurfi tvennt að koma til. Femínískar hreyfingar,
kvennahreyfingar og fólk sem vinnur að málefnum inn-
flytjenda þurfa að vinna saman að breyttu og fjölmenn-
ingarlegu samfélagi. Hinn þátturinn er afstaða og þátttaka
karla. Þeir þurfa að opna augun fyrir margbreytileikanum
og skilja að þeir fá ekkert minni sneið af kökunni þó út-
lendingar setjist að hérlendis, kakan stækkar bara.
Getum gert góða hluti
Hann segist þó líta björtum augum á framtíðina, annað sé
ekki hægt. „Maður verður auðvitað að vera bjartsýnn, ann-
ars gæti ég allt eins hætt í dag. Mér finnst það hjálpa til
hérlendis hvað samfélagið er lítið. Það eru engin sérstök
innflytjendahverfi eins og er á flestum öðrum stöðum í
heiminum, t.d. á hinum Norðurlöndunum. Smæð samfé-
lagsins gefur okkur mikla möguleika til að gera góða hluti,
það er auðveldara að halda utan um þessi mál hérlendis.
Við höfum nýtt okkur það og þurfum að gera það áfram."
Að lokum varToshiki spurður út í afstöðu sína til femín-
isma og hvort hann telji sig vera femínista. „Ef það að vilja
fullkomið jafnrétti kynjanna er að vera femínisti hef ég
verið það frá tuttugu ára aldri. Mér finnst femínismi einnig
sþennandi tæki til að skoða valdafyrirkomulagið í samfé-
laginu og í raun nauðsynlegur, ekki síst í tengslum við bar-
áttuna fyrir bættum kjörum innflytjenda," sagði Toshiki
Toma að lokum. JC
AUÐUR MAGNDI'S LEIKNISDÓTTIR
vera / 5 -6 . tbl. / 2003 / 15