Vera


Vera - 01.10.2003, Page 32

Vera - 01.10.2003, Page 32
/ATHAFNAKONAN »Vilborg Lofts á langan starfsferil innan íslenska bankakerfisins. Hún var lengi aðstoðarframkvæmdastjóri VÍB, Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, en gerðist nýlega starfsmannastjóri bankans. Deildin sem hún stýrir sér um mannaráðningar og öll starfsmannamál þeirra tæplega 900 starfsmanna sem starfa hjá íslandsbanka. VERA ræddi við Vilborgu um starf hennar og jafn- ræðisstefnu bankans. Starfsmannastjóri í yfir 900 manna fyrirtæki Vilborg er 46 ára. Hún er stúdent frá Verslunarskólanum og viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands 1980. Að loknu háskólanámi fór hún til Þýskalands þar sem hún dvaldi [ hálft ár við leik og störf en þegar heim kom gerðist hún skrifstofustjóri hjá skipasmíðastöðinni Stálvík í tvö ár. „Um þetta leyti var verið að stofna Kaupþing og mér var boðið að gerast framkvæmdastjóri fyrirtækisins þrem- ur mánuðum eftir að það var stofnað, ásamt Kristínu Stein- sen. Fyrirtækið starfaði í þremur deildum, þ.e. sem fast- eignasala, verðbréfasala, sem Kristín stjórnaði, og ráðgjaf- arþjónusta, sem ég stjórnaði, en saman fórum við með framkvæmdastjórnina. Þarna vorum við í tvö ár og fórum þá báðar í MBA nám til London, sem ég stundaði í City University Business School. Þegar heim kom var Vilborgu boðin staða hjá Iðnaðar- bankanum við að koma á laggirnar verðbréfamarkaði. Ári síðar var Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans, VIB, stofn- aður og var Vilborg aðstoðarframkvæmdastjóri hans. Við sameiningu bankanna 1990 og stofnun fslandsbanka breyttist VIB í Verðbréfamarkað (slandsbanka, VÍB, og var Vilborg aðstoðarframkvæmdastjóri við hlið Sigurðar B. Stefánssonar framkvæmdastjóra til ársins 2001. Frumkvöðlastarf á verðbréfamarkaði „Það var mjög gaman að taka þátt í uppbyggingu beggja þessara fyrirækja, þ.e. Kaupþings og síðar VÍB sem óx á fjórum árum úr þremur starfsmönnum upp í rúmlega fjörutíu. Það myndast mjög skemmtilegur frumkvöðla- kraftur í fyrirtækjum sem eru að byggja sig upp, verður öðru vísi andi en í stærri fyrirtækjum. Mér finnst gaman að taka þátt í svona uppbyggingu. Þegar ég hætti hjá Vl’B 2001 hafði ég einna lengstan starfsaldur þeirra sem starfa á verðbréfamarkaði hérá landi," segir Vilborg. Þegar hún er spurð um kynjahlutföll í verðbréfavið- skiptum segir hún að karlmenn séu meira áberandi sem verðbréfamiðlarar en það er bara hluti af þeim störfum sem unnin eru. Kynjahlutföllin séu jafnari í öðrum störfum,

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.