Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 43

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 43
frá karlmanninum. Karlinn er normið en konurnar frá- vikið. Stundum heyrist í fréttum: „Tuttugu létust í slys- inu, þar á meðal konur og börn.“ Gengið er út frá því normi að fjallað sé um karla en frávikin þarf að nefna sérstaklega, konur og börn. Oft hefur verið sagt að ábyrgð á börnum og heimili hvíli enn að stærstum hluta á konum, þess vegna hafí þær ekki jöfn tækifæri og karl- ar á vinnumarkaði. Það þýðir þó ekki að bregðast við með því að hvetja konur til þess að hætta að hugsa um heimilið og börnin, heldur verðum við að breyta vinnu- markaðnum og taka tillit til þessara þátta. Það á ekki að vera nauðsynlegt að vinna botnlausa yfirvinnu til þess að geta verið í stjórnunarstöðu. Fólk sem er vel skipu- lagt á að geta afkastað dagsverki á átta tímum. Það á að geta stýrt verkefni eða jafnvel fyrirtæki þó að það vilji líka hugsa um fjölskyldu sína.“ Karl sem vinnur til níu á kvöldin sýnist vera ástríðu- fullur starfsmaður og er mun líklegri til þess að vera Kl FYNDIST VIÐ ÆÐISLEGA SÆTAR, SEGÐI ÞAÐ ÞÁ: EITTHVAÐ BOGIÐ VIÐ ÞAÐ? boðin yfirmannsstaða, þó að hann hafi kannski farið í þriggja tíma hádegismat og alls ekki afkastað meiru en kona sem fer heim klukkan fimm til þess að hugsa um börnin sín... „Oft er horft til viðveru á vinnustað í stað þess að rýna í afköstin. Góður stjórnandi sé sá sem er „alltaf í vinnunni“ og virðist fórna öllu fyrir starfið. Þetta sýnir að verið er að nota rangan mælikvarða. Vinnuframlag er mælt í klukkustundum en ekki samkvæmt árangri eða gæðum. Við höfum verið alin upp í því að vinnu- semi sé æðst allra dyggða og þau séu duglegust sem vinna mest og lengst. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem vinnur hlutastarf afkastar oft meiru en það sem er í heilsdagsstarfi í sömu vinnu. Þau sem eru í hlutastarfi skipuleggja sig betur innan þess tíma sem þeirn er út- hlutað til þess að ljúka verkinu. Mælikvarðinn á vinnu- semi er rangur. Konur sem fara úr vinnunni klukkan þrjú eða fimm til þess að sækja börn sin, þær leggjast ekki með tærnar upp í loft þegar þær koma heim. Störf kvenna, svo sem að taka ábyrgð á heimili og sjá um börn, eru ekki metin til jafns á við störf karla úti á vinnumarkaðnum. Ein hugmynd að lausn er að berjast fyrir því að vinnuvikan verði stytt og breyta þannig smátt og smátt þeim viðhorfum að stjórnandinn verði að velja á milli fjölskyldulífs og stjórnunarstöðu.“ Börn í g-streng Er Femínistafélagið að gera gagn? „Já, tvímælalaust. Ég er rosalega ánægð með Femínista- félagið,“ segir Katrín Anna og það hýrnar yfir henni. „Hin síðari ár hefur jafnréttisbaráttan ekki verið mjög sýnileg, þó að fullt af fólki hafi unnið markvisst að jafn- réttismálum. Vera hefur lengi komið út, Rannsókna- stofa í kvenna- og kynjafræðum hefur verið starfrækt, KRFÍ hefur verið starfandi í nær 100 ár og Bríeturnar og fjölmargir aðrir hafa unnið mikið og þarft starf af brennandi áhuga. En umræðan í þjóðfélaginu hefur ekki verið uppi á yfirborðinu. Það hefur þó verið sterk undiralda en tilfinnanlega skort vettvang til þess að virkja fólk og benda því á leiðir til þess að berjast fyrir jafnrétti. Nú, eftir stofnun femínistapóstlistans og Femínistafélagsins, er bylgjan næstum áþreifanleg. Fjöldi fólks fylltist eldmóði þegar það fann að það hafði vettvang til þess að tjá sig og taka þátt í umræðum urn jafnréttismál. Á femínistapóstlistanum gat það sett frarn óánægju sína og fundið skoðunum sínum farveg, það fékk viðbrögð og ábendingar um leiðir til úrbóta. Þegar Femínistafélagið var stofnað var síðan farið á stúfana með markvissar aðgerðir. Umræðan er ekki bara á póstlistum heldur hefur áhuginn smitað út frá sér. Jafnréttismál eru hvarvetna rædd og fólk er orðið óhrætt við að láta í sér heyra þeg- ar því blöskrar. Dæmi um það má nefna af mínu áhuga- sviði, staðalímyndir í auglýsingum, þá hefur orðið bylt- ing á nokkrum mánuðum í því hversu miklu betur fólk almennt ber kennsl á birtingarmyndir kynjamisréttis. í tímaritinu Mannlífi birtist fyrir stuttu myndröð sem auglýsti kynæsandi undirfatnað frá versluninni Ég og þú. Fyrirsætan var í kynferðislegum stellingum og mikið máluð en barnslegur svipur hennar skein þó í gegn. I ljós kom að hún var aðeins fimmtán ára gömul - eða barn samkvæmt lögum. Umræður sköpuðust á femínistapóstlistanum um siðleysi myndanna og fjöl- ^ vera / 5-6. tbl. / 2003 / 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.