Vera


Vera - 01.10.2003, Page 46

Vera - 01.10.2003, Page 46
UPPSAGNIR KVENNA Á STÖÐ 2 „Stelpur" og „stórfiskar »Hvers vegna sitja allir „kallarnir" í hring ? Hvers vegna standa allir á tröppunum ?Hvers vegna setur konan stút á munninn? Með spurnarsvip á andlitinu stautar lítil stúlka með úfinn koll sig í gegnum dagblaðið á morgunverðarborðinu. Inni á milli Cheerios hringjanna virðist heimurinn taka sáralitlum breyting- um frá degi til dags. Skálmöldin í fjarlæga landinu virðist söm við sig. Jakkafataklæddir karlar koma saman til að ræða heims- málin á forsíðunni og hverri blaðsíðunni á fætur annarri. Oftast er hægt að ganga að því vísu að hulunni sé svipt af leyndarmáli einhverrar frægrar og helst léttklæddrar söng- eða leikkonu á einhverri af öftustu síðunum. ANNA G. ÓLAFSDÓTTIR Fjölmiðlar blasa viö okkur hvert I sem auga er litið allan liðlangan daginn. Við erum rétt búin að nudda stírurnar úr augunum þegar við seilumst eftir dagblaði - fjarstýringu á sjón- varpi eða útvarpi, eldsnemma á morgnana. Eftir að í vinnuna er komið þarf aðeins ör- litla fingrahreyfingu til að gægjast inn á helstu fréttavefi heimsins. Æ fleiri freistast til að grípa til handhægs miðils til að ganga úr skugga um að allt gangi sinn vanagang úti í heimi áður en höfuðið er lagt á kodd- ann á kvöldin. Fjölmiðlar gera meira en að færa okkur tölfræðilegar upplýsingar um fyrirbæri eins og veður og færð. Nútíma fjölmiðlar eru fé- lagsmótandi afl, þ.e. hafa afgerandi áhrif á hvernig við sjáum okkur sjálf í víðara sam- hengi. Engum ætti heldur að dyljast að eitt stærsta hlutverk fjölmiðla er að endur- spegla samfélagið með eins raunsönnum hætti og framast er unnt. Eins og gefur að skilja er hægt að fara ýmsar leiðir að því göfuga markmiði, t.d. geta viðmiðunarregl- ur um kyn, aldur, uppruna og búsetu við- mælanda komið að góðu gagni. Flestum fjölmiðlafræðingum ber þó saman um að lang eðlilegasta leiðin að þessu takmarki sé að stuðla að því að starfsmenn ritstjórnar- innar endurspegli eins og hægt er kyn, ald- ur, uppruna og búsetu viðkomandi samfé- lags. Tvö andlit Norðurljósa Með það í huga er full ástæða til að hafa áhyggjur af því að jafn áhrifamikill íslenskur fréttamiðill og Norðurljós skuli hafa sagt upp sjö konum á fréttastofu Stöðvar 2, þar af fjórum fréttakonum, á einu bretti hinn 27. júní sl. Eftir uppsagnirnar fækkaði kon- um á fréttastofunni úr sjö í þrjár. Vegna barneignarleyfis Brynhildar Ólafsdóttur er heldur ekki ólíklegt að enn muni halla á konurnar um miðjan vetur - þótt tima- bundið sé. Uppsagnirnar komu ekki aðeins konun- um heldur flestum starfsfélögum þeirra í opna skjöldu. Fyrirtækið var nýbúið að aug- lýsa eftir nýjum andlitum í morgunþáttinn ísland í býtið og því virtist fátt benda til þess að niðurskurðarhnífnum yrði brátt KONUR INNAN RITSTJÓRNA ERU EKKI AÐEINS LÍKLEGRI EN KARLAR TIL AÐ BENDA Á SLAKA STÖÐU KVENNA í SAMFÉLAGINU. KONURNAR EIGA OFT AÐRA REYNSLU AÐ BAKI EN KARLAR OG SJÁ ÞVI OFT AÐRA FLETI Á MÁLUNUM HELDUR EN ÞEIR brugðið á loft. Ekki vakti minni furðu að hann skyldi látinn falla á einhverja reynd- ustu fréttamenn fyrirtækisins - og aðeins konur. Bryndís Hólm, Hulda Gunnarsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Ólöf Rún Skúla- dóttir eiga að baki langan feril í frétta- mennsku bæði á Stöð 2 og öðrum fjölmiðl- um. Hulda Gunnarsdóttir hafði til að mynda starfað nær allan sinn starfsaldur hjá fyrir- tækinu, eða samfellt í 14 ár. Hulda er með háskólapróf rétt eins og hinar fréttakonurn- ar þrjár. Blauttuska Skýringar Norðurljósa komu eins og blaut tuska framan í hópinn. Sigurður G. Guð- jónsson forstjóri Norðurljósa segir til að mynda í Fréttablaðinu að breytt vaktakerfi og tækninýjungar hafi gert fyrirtækinu kleift að fækka starfsfólki „...fréttastofan verður jafnvel betri fyrir vikið." Nokkrum linum neðar er haft eftir Sigurði að samið hafi verið um breyttan vinnutíma við hina fréttamennina. „Þeir sem eftir eru pössuðu vel í prógrammið." Hvað er Sigurður að fara með þessu orð- um? Jú, ekki þarf mikinn spekúlant til að átta sig á því að með breytingunum var verulega aukið álagið á starfsmenn frétta- stofunnar. Ekki leið heldur á löngu þar til spurðist út að fréttamönnunum sem eftir urðu hefði verið stillt upp við vegg og þeir þvingaðir til að skrifa undir nýjan kjara- samning. Varla hafa heildarkjörin batnað við þennan nýja samning, a.m.k. þótti Blaðamannafélagi (slands ástæða til að senda Sigurði G. Guðjónssyni bréf vegna málsins. Eftir stendur svo sú spurning hvort stjórnendur fyrirtækisins hafi af „einskær- um velvilja" ákveðið að taka fram fyrir hendurnar á konunum og ákveða að aukið álag myndi síður henta þeim en körlunum sem eftir stóðu og lutu vilja forstjórans! Veikluleg viðbrögð formanns Blaðamanna- félags (slands vöktu ekki síður vonbrigði. Róbert Marshall formaður Bí segir í samtali við Morgunblaðið mikið áhyggjuefni að einungis konum sé sagt upp störfum á vinnustað þar sem halli á konur. „Það er gagnstætt öllu því sem við þekkjum í okkar 46 / 5-6. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.