Vera - 01.10.2003, Side 49
Ólöf I. Davíðsdóttir
Samband sálgreinis
og sálgreinanda
»Bók Deborah A. Lott, In Session, fjallar um samband einstakling-
anna í viðtalsherberginu frá sjónarhorni þess sem á legubekknum
liggur, sálgreinandans. Hún byggir á svörum tæplega 300 kvenna við
spurningalistum og ítarlegum viðtölum við margar þeirra í kjölfarið,
ásamt umsögnum fjölmargra nafngreindra sálgreina. Tveir þriðju
hlutar kvennanna voru meðhöndlaðar af kvenkyns sálgreinum.
Táknmyndir eru oft viðfangsefni sálgreiningar.
Óskasteinninn - draumur um fugla, fiska og
stein og Hún Sunna mín, applikeruð veggteppi
með vattstungu eftir Ólöfu I. Davíðsdóttur.
Hressilegt innskot kvenna
Eftir að hitta kennarana og fara á ráðstefnuna
keypti ég mér bækur, sagði ég. Bækur um mis-
tök sálgreina, útkomur rannsókna, tilfinningar
um það sem gerist, eyðimerkurgöngu og hvað
það er sem gerist á milli tíma hjá sálgreinum.
Þarna hafa konur hjálpað til að svipta hul-
unni af ýmsu sem aldrei var sagt frá. Þær taka af
skarið og segja frá tilfinningum sínum, eða
bólgnum ökklum vegna langrar setu, eða öðru
sem hjálpar upp á að sjá nýja fleti á sálgrein-
ingu. Slíkt skemmir ekki fyrir, það hlýtur að
hjálpa til að segja sannleikann á öllum sviðum,
ef sannleikurinn er í alvöru það sem frelsar fólk.
Sannleikurinn mun gjöra okkur frjáls.
Nokkrar af bókunum:
Between Sessions & Beyond the Couch, ed. Joan Raphael-Leff
Outcomes of Psychoanalytic Treatment, ed. Marianne
Leuzinger-Bohleber, MaryTarget
Psychoanalytic Diagnosis eftir Nancy McWilliams
Psychoanalytic Case Formualtion eftir Nancy McWilliams
„So the Witch Won't Eat Me" eftir Dorothy Bloch
Höfundur er prestur og nemi í sálgreiningu og rek-
ursálgreiningarstofu i Kvennagarði, Laugavegi 59.
4»
Lott hefur í 20 ár verið rithöfundur og rit-
stjóri með sérhæfingu í heilbrigðismálum,
sálarfræði og læknisfræði. Tímaritin
Psychiatric Times og Psychology Today
birta gjarnan greinar eftir hana. Meðferð-
arsambandið er raunverulegt samband
tveggja einstaklinga. En það er um margt
frábrugðið þeim samböndum sem fólk á
að venjast. Það hefur önnur markmið og
því eru settar þær sérstöku skorður að það
fær aðeins að þirtast í orðum en ekki at-
höfnum. Fyrir margar konur verður þetta
samband fyrsta reynsla þeirra af því að
annast ekki um aðra en sig sjálfar og að
engar kröfur séu gerðar til frammistöðu.
Það rúmar allar tilfinningar frá toppi til táar
og það er mikið frelsi að fá að setja þær í
orð án þess að vera siðaðar til, snupraðar,
leiðréttar eða rengdar. Framvinda með-
ferðarvinnunnar byggir á algjörri hrein-
skilni, óritskoðaðri frásögn af lífsreynslu,
hugsunum, tilfinningum og draumum,
jafnt svefns sem vöku.
Mörkin þurfa að vera skýr
Lott og viðmælendur hennar komust líka
að því að meðferðarsambandið er ekki
háskalaust. Til að fyrirbyggja það þurfa
mörk þess að vera skýr frá upphafi og ligg-
ur þar mikil ábyrgð á herðum þerapista.
Þetta er mjög þörf umræða í Ijósi þess að
hvers kyns hjálparar spretta upp eins og
gorkúlur á markaðstorgi einstaklingsfram-
taksins. Það kom á daginn að næst á eftir
umræðum um kynlíf áttu konurnar erfið-
ast með að ræða tilfinningar sínar ( garð
sálgreinisins í viðtalstímunum. Það er af-
leitt því samþandið er einmitt öflugasta
verkfærið. Þær byggðu illan bifur sinn á
viðbrögðum þerapistanna, raunveruleg-
um og ímynduðum, en sumar á biturri
reynslu hunsunareða misnotkunar.
Staðalimyndin um ungu, óöruggu kon-
una sem verður ástfangin af ríflega mið-
aldra karlsálgreini molnar niður í þessari
bók því á daginn kom að aðlöðun þeirra
að sálgreinum sínum var óháð kynferði
sálgreinisins og kynhneigð kvennanna.
Þær urðu allt eins ástfangnar af kvenkyns
sálgreini og gilti þá einu þó þær vissu að
gagnkynhneigð hennar væri meitluð í
stein! Þetta sló þær margar heldur betur út
af laginu, ekki síður lesbíur sem sumar
urðu í fyrsta sinn ástfangnar upp yfir haus
af karlmanni.
Rennir þetta stoðum undir þá kenn-
ingu að þerapíuást er af öðrum meiði
runnin en ástarsambönd almennt. Þarna
reynir á heillyndi þerapista og færni þeirra
til að taka á þessu viðfangsefni á sama hátt
og öllum öðrum sem upp koma í meðferð-
inni. Sálgreinendurnir sem Lott leitaði álits
hjá höfðu margir áhyggjur af því að þjálf-
un stéttarinnar á námsferlinum væri áfátt í
þessu tilliti og því miður væru starfssystkin
þeirra treg til að ræða viðbrögð sín og úr-
ræði sín á milli, hvort heldur væri árangur
eða mistök, sérstaklega á þingum og i rit-
um sínum. Ráðunautar Lott töldu þetta
geta styrkt tilfinningu skjólstæðinganna
um tabú, en slíkt á ekki að fyrirfinnast í sál-
greiningu. Konur í sálgreiningu upplifa þar
allt tilfinningalitrófið í garð annarrar
manneskju; milli aðlöðunar og andúðar,
sáttar og sársauka. Öllu þessu hafa þær
áður fundið fyrir á ævinni og taka þá
reynslu með sér inn í viðtalsherbergið þar
sem hún lifnar við að nýju.
( því samhengi öðlast tilfinningarnar
táknræna merkingu og verða þannig mik-
ilvægir vegvísar á leið þessara tveggja
ferðafélaga. Konurnar hennar Deboruh
voru sammála um það að sterkasta reynsla
samþandsins og þar með mesti aflvaki
breytinga væri sú að mæta skilningi - að
vera sannarlega séðar og heyrðar í allri
okkar mennsku, margbreytileika og mæðu
afannarri manneskju. X
Lott, Deborah A.; In Session;
The bond between women and their therapists; 1999;
W.H. Freeman and company; New York.
vera / 5-6. tbl. / 2003 / 49