Vera


Vera - 01.10.2003, Side 51

Vera - 01.10.2003, Side 51
/ LEIKHÚS Sporvagninn girnd á Nýja sviðinu Á Nýja sviði Borgarleikhússins standa nú yfir æfingar á leikritinu Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Willi- ams í þýðingu Örnólfs Árnasonar og verður frumsýning 27. desember. Leikstjóri er Stefán Jónsson sem er nýráðinn leikstjóri Nýja sviðsins. Sporvagninn Girnd er eitt af frægustu verkum Tennessee Williams og á sínum tíma var gerð fræg bíómynd eftir leikritinu með Marlon Brando og Vivien Leigh í aðalhlutverkunum 4» Fegurðardísin Blanche kemur í heimsókn til systur sinnar Stellu og mannsins hennar, Stanley. Smám saman komast þau að raun um að Blanche segir ekki alltaf satt. Hver er munurinn á sjálfsblekkingu og draumaveröld? Lánleysið blasir alls staðar við og hið eina sem hægt er að binda von- ir við er þráin - girndin - og ástin, sem því miður þrífst best í meinum. Það kemst víst enginn lifandi frá þessu. Bandaríkjamaðurinn Tennessee Williams (1911-1983) er þekktastur fyrir verkin Glerdýrin (1945) og Köttur á heitu blikkþaki (1955), auk Sporvagnsins. Hann hlaut Pulitzer-verðlaunin 1948 og 1955. Leikarar í sýningunni eru: Sigrún Edda Björnsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Harpa Arnardóttir, Pétur Einarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þór Tulinius. Snorri Freyr Hilmarsson er höfundur leikmyndar og Stefanía Adolfs- dóttir gerir búninga. Jón Hallur Stefánsson sér um tónlist og Kári Gíslason lýsir. FRAMVEGIS MIÐSTÖÐ UM SÍMENNTUN í REYKJAVÍK Viltu rifja upp og rita minningar þínar? Á ritlistarnámskeiðinu Að muna og minnast eru notaðar ýmsar aðferðirtil að endurverkja fortíðina og koma minningum á blað. Kennd eru undir- stöðuatriði ritlistar, en einnig fjallað um hvernig fólk vinnur úr minningum sínum. Námskeiðið er ætlað konum og körlum á öllum aldri. Leiðbeinaruii: Björg Árnadúttir blaðamaður og kennari Staður: Kennt er í Síðumúla 6 Tími: Mán. 19. jan - 16. feb. kl. 19:30-21:30 Verð: kr.16.000 Innritun og upplýsingar: 581-4914 (kl. 9-12) og www.fa.is/framvegis vera / 5-6. tbl. / 2003 / 51

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.