Vera


Vera - 01.10.2003, Qupperneq 54

Vera - 01.10.2003, Qupperneq 54
/ AÐ UTAN Guðrún Ágústsdóttir, í Svíþjóð Orðin sendiherra Svía í Brasilíu »„Margareta Winberg aðstoðarforsætisráðherra og jafnréttis- ráðherra verður sendiherra í Brasilíu," tilkynnti Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar nýlega þegar hann stokkaði upp rík- isstjórn sína. Margareta Winberg var landbúnaðar- og jafnrétt- isráðherra í síðustu ríkisstjórn og þótti standa sig afburða vel á báðum vígstöðvum. Eftir kosningarnar haustið 2002 var henni falið að fara áfram með jafnréttismálin í ríkisstjórninni en jafn- framt var hún gerð að aðstoðarforsætisráðherra. * Margareta var í hópi þeirra fjögurra ráðherra Jafnaðar- mannaflokksins sem var opinskátt á móti því að Svíþjóð gengi í myntbandalag Evrópu en um það var kosið nú í september. „Evrukosningarnar", eins og þær eru kallaðar, voru ákaflega sársaukafullar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Mikið var lagt undir og allt gert til að Svíar segðu já við evr- unni en sænska þjóðin svaraði ekki því kalli. 55% kjósenda sögðu nei. Án efa hefur það haft mikil áhrif að Margareta og aðrir ráðherrar í ríkisstjórn beittu sér eins og þau gátu gegn evrunni en þar var Margareta Winberg framarlega í flokki. Hún lá ekki á skoðunum sínum og þegar tveir öflug- ir ungir femínistar gáfu út bók síðastliðið sumar um nei- kvæð áhrif myntbandalagsins á líf kvenna í Svíþjóð skrifaði Margareta kafla í þá bók og sat fyrir svörum á blaða- mannafundi í Visby þegar bókin kom út. Ekki verður farið nánar út í rök kvenna hér gegn þátttöku í myntbandalag- inu, það er efni í aðra grein. Beðið hafði verið eftir tilkynningu forsætiráðherra um eftirmann Önnu Lindh utanríkisráðherra, eftir hörmulegt MARGARETA HEFUR SVO SANNARLEGA SÝNT AÐ JAFN- RÉTTISRÁÐHERRA SEM ER ÖFLUGUR FEMÍNISTI OG JAFN- FRAMT HUGRAKKUR STJÓRNMÁLAMAÐUR GETUR LYFT GRETTISTAKI í ÞÁGU KVENNA, EKKI BARA í SÍNU HEIMA- LANDI HELDUR ALLS STAÐAR fráfall hennar. Og margir bjuggust við að Margareta yrði látin hætta vegna framgöngu hennar gegn stefnu forsæt- isráðherra. Sjálf var hún þó vongóð um að hún yrði áfram enda margt ógert í jafnréttismálum og hún full af þreki og áhuga. Setti lög sem banna kaup á vændi í Svíþjóð Margareta er íslenskum konum að góðu kunn. í miðri kosningabaráttunni gaf hún sér tíma til að koma í heim- sókn til íslands, þar sem hún talaði ( Norræna húsinu fyrir troðfullum sal um hvernig „jafnréttisríkisstjórn" starfaði. Daginn eftir var hún á vegum ellefu íslenskra kvennasam- taka á frábærum fundi á Grand Hóteli þar sem hún sagði m.a. frá „sænsku leiðinni". „Sænska leiðin" er, eins og kunnugt er, sérstök lög sem sett voru 1999 þar sem vændi er skilgreint sem kynferðisofbeldi og kaupandinn er lög- brjótur en ekki öfugt, eins og tíðkast í öllum öðrum lönd- um heimsins. Svíar eru ýmist gagnrýndir harðlega fyrir þessi lög sín, eða hafðir upp til skýjanna, en það er alveg Ijóst af fjögurra ára reynslu að þessi leið hefur skipt konur verulegu máli. Þeim hefur tekist að sýna fram á hvernig hægt er að bylta lagaumhverfi og vinna þannig ötullega gegn misrétti og ofbeldi. Svíar eru sem sagt eina landið í heiminum þar sem vændi er skilgreint sem kynferðisof- beldi í lögum og þar er það vændiskaupandinn en ekki fómarlambið sem er brotlegur við lögin. Þessi stórmerku lög voru sett f tíð Margareta sem jafnréttisráðherra og sýndi hún þá, ásamt öðrum merkum konum, mikið frum- kvæði og áræði því margir Svfar voru harðir andstæðingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.