Vera - 01.10.2003, Síða 55
Myndír: Salvör Gissurardóttirl
ÁN EFA HEFUR ÞAÐ HAFT MIKIL ÁHRIF AÐ MARGARETA OG
AÐRIR RÁÐHERRAR í RÍKISSTJÓRN BEITTU SÉR EINS OG
ÞAU GÁTU GEGN EVRUNNI EN ÞAR VAR MARGARETA WIN-
BERG FRAMARLEGA í FLOKKI
Fráfundill kvennasamtaka
með Margaretu á Grand Hóteli
6. september.
Katrín Anna Guðmundsdóttir afhendir Margaretu Winberg
bol frá Femínistafélagi íslands.
lagabreytinganna. Má þar nefna hægri flokkinn hér en
andstaða var einnig innan flokks jafnréttisráðherrans. Nú
hefur það landslag breyst og Svíar virðast stoltir af því að
vera frumkvöðlar á þessu sviði. Á fundinum í Reykjavík 6.
september sl. lagði Margareta ríka áherslu á að það væri
vegna áralangrar baráttu kvennasamtaka, ekki síst þeirra
sem vinna með fórnarlömb kynferðisofbeldis, á borð við
Stígamót og Kvennaathvarfið á íslandi, sem þessi laga-
breyting varð að veruleika.
Margareta jafréttisráðherra hefur sýnt dugnað í starfi
sínu og barist gegn öllum birtingarformum kynferðisof-
beldis og með fórnarlömbum þess, bæði í Svíþjóð og á al-
þjóðavettvangi. Konur í Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi og
Litháen þekkja vel til hennar starfa en Svíar leggja sig ötul-
lega fram um að vinna gegn því mansali sem viðgengst í
ríkum mæli í þessum löndum. Þar hefur Margareta verið í
broddi fylkingar. Fyrir þessi störf sín nýtur Margareta mik-
illar virðingar. Hún hefur svo sannarlega sýnt að jafnréttis-
ráðherra sem er öflugur femínisti og jafnframt hugrakkur
stjórnmálamaður getur lyft grettistaki í þágu kvenna, ekki
bara í sínu heimalandi heldur alls staðar. En hún heldur
sínu striki, lætur ekki segja sér fyrir verkum þegar hún er
sannfærð og stundum bitnar það á konum. Það þekkja
margar.
Gegn fjölgun vændishúsa í Aþenu
Ég get ekki stillt mig um að minnast á þátt hennar (áskor-
un jafnréttisráðherra Norðurlandanna (fyrir utan þess
danska) og Eystrasaltslandanna til grísku borgarstjórnar-
innar sem var í óða önn að undirbúa fjölgun vændishúsa í
Aþenu fyrir Ólympíuleikana 2006. Danski jafnréttisráð-
herrann neitaði að skrifa undir, m.a. á þeim forsendum að
hvert land ætti að hafa frelsi til að ráða sínum málum og
hjólaði ráðherrann einna helst í Margaretu, hinn sænska
kollega sinn. En sú lét ekki eiga neitt inni hjá sér og skrifaði
magnaða grein sem birtist í Aftonbladet hér í Svíþjóð, og
raunar á femínistavefnum okkar líka, þar sem hún sagði
eitthvað á þessa leið: „Hvaða konur eru það sem danski
jafnréttisráðherrann vill að taki að sér að fullnægja aukinni
eftirspurn eftir vændi í Grikklandi? Hefur hún einhverjar
sérstakar stúlkur í huga sem geta þá bæst við á þann
markað kynlífsþræla sem fyrir er í heiminum? Þekkir
danski jafnréttisráðherrann einhverjar stúlkur sem hún vill
beina inn á þessar brautir?"
Við þessu komu engin svör og sænskum konum fannst
flestum frábært að eiga jafnréttisráðherra sem enn einu
sinni var hægt að treysta á örlagaríkum stundum. Það er
nefnilega ekkert auðvelt að hjóla lóðrétt í samráðherra
sína á Norðurlöndunum og margir hefðu reynt að beita
öðrum fyrir sig, eða láta kjurrt liggja. Við íslenskar konur
skulum svo endilega halda því til haga að frumkvæðið
kom frá okkur þegar Kristín Ástgeirsdóttir fékk fréttir af
málinu og brást hárrétt við. Grískar konur, sem höfðu leit-
að allra leiða til að vekja athygli á þessum ósóma, eru ákaf-
lega þakklátar fyrir þessi öflugu og áhrifaríku mótmæli. Á
fundinum góða á Grand Hóteli var spurt hvort allir ráð-
herrar í ríkisstjórninni sænsku hefðu stutt nýju lögin árið
1999. Nei, var svarið. Dómsmálaráðherrann hafði hikað í
fyrstu.
Sárt saknað sem jafnréttisráðherra
Það kemur maður í manns stað. Nei, segja margar konur
sem ég hef hitt hér í Sviþjóð. Það verður engin kona eins
öflug í þessu starfi og Margareta Winberg, segja þær. Og
hennar er sárt saknað. Mona Salin, sem tekur við jafnréttis-
málunum og bætir þeim við önnur verkefni sem ráðherra
(ríkisstjórn Görans Persons forsætisráðherra, er öflug kona
og góður femínisti og ef hún fær sama stuðning og fyrir-
rennari hennar fékk frá kvennahreyfingunum hér og kann
að nýta sér hann, þá ættu femínistar ekki að þurfa að ör-
vænta. Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði, sagði
góð kona eitt sinn.
Margareta var leyst út með „salsa" tertu og um háls
henni var hengdur krans úr suðrænum ávöxtum þegar
Ijóst var að hún yrði ekki lengur ráðherra og væri á leið til
Brasilíu. Hún segist hlakka til að takast á við þetta starf á
nýjum vettvangi. Brasilía er eitt þeirra landa sem nýtur
stuðnings frá Svíum, þar eru m.a. í gangi uppbyggingar-
verkefni með konum og börnum sem búa við hörmulegar
aðstæður. Það er því líklegt að brasilískar konur muni
njóta krafta hennar. Þar er af nógu að taka.
Það frumkvæði sem Guðrún Jónsdóttir (Rúna) hjá
Stígamótum sýndi þegar hún bauð Margaretu til íslands
er þakkarvert og líklegt til að skila árangri þegar á yfir-
standandi alþingi. Við íslenskir femínistar skulum svo
þakka Margaretu Winberg fyrir okkur og óska henni vel-
farnaðar í nýju starfi. X
Á heimasíðu VERU, www.vera.is , má sjá ræðurnar sem
Margareta flutti i heimsókn sinni hér á iandi í september.
vera/5-6. tbl./2003/SS