Vera


Vera - 01.10.2003, Qupperneq 61

Vera - 01.10.2003, Qupperneq 61
OKKUR FANNST ÞAÐ PRINSIPPMÁL AÐ KRAKKARNIR SKILDU AÐ VIÐ LÉTUM OKKUR VARÐA LÍF, HEILSU OG HAMINGJU FÓLKS Á FJARLÆGÐUM SLÓÐUM OG SÆTTUM OKKUR EKKI VIÐ BLÓÐSÚTHELLINGAR í OKKAR NAFNI kapítalisma og hervæðingu. Okkur fannst skoðanamötunin svo mikil hjá íslenskum fjölmiðlum að það væri í okkar verkahring að koma með eilítið mótvægi. Við hvöttum krakkana m.a. til að vera gagnrýnin og gleypa ekki við öllu sem þau heyrðu í fjölmiðlum, sérstaklega eftir að ríkisstjórnin skip- aði íslandi í hóp hinna staðföstu þjóða. Þrátt fyrir að okkur væri það full- komlega Ijóst að afstaða okkar hefði lítil áhrif á gang heimsmálanna fannst okkur það prinsippmál að krakkarnir skildu að við létum okkur varða Iff, heilsu og hamingju fólks á fjarlægðum slóðum og sættum okkur ekki við blóðsúthellingar í okkar nafni. Á mettfma urðu börnin gall- harðir friðasinnar þó að friðarviljinn hafi birst hjá þeim með mismunandi hætti. Til þess að mér gæti liðið skár með að vera orðin staðfastur íslendingur mætti ég reglulega á skipulagða mótmælafundi gegn stríði í frak sem haldnir voru í vetur og vor á laugar- dögum, ýmist við bandaríska sendi- ráðið eða stjórnarráð íslands, og bauð ég iðulega einhverju barnanna með mér. Eldri stelpurnar mínar (þrettán ára dóttir og stjúpdóttir) voru duglegastar að mæta og tóku jafnframt virkan þátt. Áður en ég vissi af voru þær oftast komnar með mót- mælaspjöld í hendi sem ég þurfti stundum að passa fyrir þær svo þær gætu nælt sér í kakó og kex í boði friðarsinna. Þær voru líka skotfljótar að læra grípandi slagorðatexta á borð við: Ekki blóð fyrir olíu, ekki blóð fyrir olíu, ekki í okkar nafni, sem allir kyrj- uðu í kór. Mér sýnist stelpurnar hafa fengið mikið út úr mótmælafundun- um, líklega að hluta til þar sem þær máttu vera óþekkar, lýsa yfirfrati á ís- lensku ríkisstjórnina og fá í ofanálag hrós fyrir hjá móður sinni og stjúp- móður. Eitt sinn velti ég þó vöngum yfir hvort ég hafi gengið of langt í friðaruppeldinu en það var þegar búið var að hengja mynd af utanríkis- ráðherra á ísskápinn og krota á hann yfirvaraskegg og skrattahorn. Ég leyfði myndinni að hanga þarna í friði í nokkra daga og sagði sjálfri mér að þetta væri leið einhverra ungu friðar- sinnanna til að fá útrás. Leikfangavopn í ruslið Á einum mótmælafundanna fóru yngri dóttir mín (ellefu ára) og vin- kona hennar með mér. Þær mynduðu tengsl við forsprakkakonu úr hópn- um og áskotnaðist þannig tugir barmmerkja með slagorðunum: Dav- íð í herinn og herinn burt og Halldór í herinn og herinn burt. Kennarinn gaf þeim leyfi til að gefa öllum krökkun- um í bekknum barmmerkin og sjálfar leyfðu þær sér að kenna bekkjarsystk- inum grípandi slagorðatextana sem Ég held að sætustu sigurtilfinning- una hafi ég þó upplifað þegar stjúp- sonur minn, átta ára, tók ærlega af- stöðu í friðarmálum en hann hafði fram til þessa lítið tjáð sig um málefni írak. Þegar hann einn góðviðrisdag í sumar bað um poka svo hann gæti tekið ærlega til í herberginu sínu. Ég varð örlítið hissa á þessari fram- kvæmdagleði en rétti honum poka þegjandi og hljóðalaust og hélt áfram að búa til kvöldmatinn. Eftir dágóða stund kom hann út og til- kynnti mér að hann væri á leiðinni að henda ruslapokanum sem mér sýnd- ist vera orðinn býsna stór. Ég hrósaði honum fyrir frumkvæði og hreinlæti en skyldi ekkert í því hvað hann var lengi fram að útidyrum og heldur ekki í þeim undarlega svip sem hann bar á andlitinu. Þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að spyrja hann nánar út í tiltektina og bað hann því að sýna mér ofan í pokann. Hann leysti hnút- inn og við mér blasti vopn í öllum regnboganslitum sem ættingjar hans höfðu keppst við að gefa honum í gegnum tíðina. Nú átti að fjarlægja ÞÆR VORU LÍKA SKOTFLJÓTAR AÐ LÆRA GRÍPANDI SLAGORÐATEXTA Á BORÐ VIÐ: EKKIBLÓÐ FYRIR OLÍU, EKKIBLÓÐ FYRIR OLÍU, EKKI í OKKAR NAFNI, SEM ALLIR KYRJUÐU í KÓR þær höfðu lært á fundinum. Ég var óskaplega glöð að heyra af upp- átækjum dótturinnar og vinkonu hennar, róttækni eldri dætranna og viðbrögðum kennarans og með þeirra hjálp tókst mér að sætta mig við að vera óstaðfastur (slendingur, eins og víst meirihluti þjóðarinnar var í raun. þau af heimilinu og koma fyrir kattar- nef í eitt skipti fyrir öll. Þannig fannst mér stríðs- og of- beldismenningu vera vísað út af heimilinu og ég, stjúpmóðirin, tárað- ist af gleði, faðmaði strákinn fast og fann hvernig allar efasemdir um gagnsemi og hollustu pólitísks friðar- uppeldis gufuðu upp á stundinni. X vera / 5-6. tbl. /2003 /61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.