Vera


Vera - 01.10.2003, Page 64

Vera - 01.10.2003, Page 64
ÞAÐ VAR ÁLIT SJÖ ÞÁTTTAKENDA AÐ INNRI STYRKUR VÆRI FORSENDA ÞESS AÐ LIFA AF VEIKINDI, HVORT SEM ÞAU VÆRU ANDLEGS EÐA LÍKAMLEGS EÐLIS. FJÓRIR ÞÁTTTAKENDUR NÝTTU SÉR ÓHEFÐBUNDNAR LÆKNINGAR TIL SJÁLFSTYRKING- AR, TVÆR KVENNANNA LEITUÐU STUÐNINGS í SJÁLFSHJÁLP- ARHÓPUM OG EIN KONAN FÓR AÐ HALDA OPINBERA FYRIR- LESTRA UM GEÐHEILSU KVENNA var hlustað á það sem þær höfðu að segja. Innan yfirþem- ans komu fram þrjú undirþemu: Fagleg fjarlægð, ósýnileg veikindi og frelsisskerðing. Fagleg fjarlægð Það að fagfólkið hélt tilfinningalegri fjarlægð frá konunum og gaf ekki kost á nánum samskipt- um varð til þess að þær töluðu ekki um tifinningalega van- líðan sína. Sjö kvennanna töldu faglega fjarlægð birtast í „þögn geðlæknanna" í viðtölum sem virtist hafa þann til- gang að fá þær til að tjá sig og fannst þeim hún niðurlægj- andi. Konurnar völdu þann kostinn að þegja í viðtölunum í stað þess að ræða tilfinningaleg vandamál. Fagleg fjar- lægð hjúkrunarfræðinganna á geðdeildum kom fram í því að þær notuðu endurteknar stuttar setningar í samskipt- um við konurnar. Þessari aðferð var beitt þegar konurnar kvörtuðu um tilfinningalega vanlíðan eða voru ósáttar við meðferðina. Halla rifjaði upp samskipti sin við geðlækn- ana og eftirfarandi er lýsing hennar á samskiptum inni á geðdeild þar sem hún lá inni í samfellt eitt ár: „...að vera ekki með þessa aðferðafræði að bíða eftir að sjúk- iingurinn komi með mátið... heidur reyna að taia við mann og finna út hvað er að. Já, svona erþetta byggt upp hjá sum- um geðlæknum... hann situr bara og segir ekki neitt... efég segiekkineittþá segirenginn neitt." Ósýnileg veikindi: Öllum konunum þótti það niður- lægjandi að vera ekki trúað þegar þær kvörtuðu um van- líðan, hvort heldur sem var andlegs eða líkamlegs eðlis. Þessi ósýnileiki vanlíðunar þeirra birtist í því að fagfólkið gaf sér ekki tíma til að hlusta og notaði sömu stuttaralegu svörin, eins og: „Þú verður bara að bera þetta". ( gegnum tíðina barðist Valgerður við þá tilfinningu að enginn tryði henni þegar hún tjáði sig um tilfinningalega vanlíðan: „Fólk vildi ekki hlusta á slíkar kvartanir né heldur heilbrigð- isfagfólkið." Valgerður var farin að óska þess að veikindin væru sýnileg eins og eftirfarandi orð hennar bera með sér: „Það hefði verið miklu betra að fá krabbamein heldur en þessi andlegu veikindi... þetta er allt svo ósýnilegt og enginn trúir manni... þetta eru erfið veikindi og sárt að fólk vilji ekki skiija þetta." Frelsisskerðing: Það var álit fjögurra kvennanna að frelsi þeirra hefði verið skert þegar þær lögðust inn á geð- deild. Það voru einkum þrír þættir sem konurnar nefndu þegar þær lýstu samskiptum við fagfólkið á þá leið að þær hefðu upplifað að frelsi þeirra hefði verið skert við ákvarð- anatöku um eigin meðferð. Fyrst má nefna að fagfólkið gaf sér ekki tíma til að hlusta á það sem konurnar höfðu sjálfar að segja um vanlíðan sína, þannig að fagfólkið gat ekki brugðist við á réttan hátt og meðferðarúrræði skorti. í öðru lagi var það notkun þunglyndis-, róandi og svefnlyfja sem konurnar sögðu að hefði verið óhófleg. Loks má nefna að þeim fannst frelsi sitt skert við ákvarðanir um út- skrift. Konurnar fjórar kváðust ekki hafa verið spurðar álits né upplýstar um kosti og galla lyfjameðferðar, áhrif auka- verkana né um hvaða tegund lyfja þær væru að taka inn. Það var skoðun þeirra að þær hefðu verið tilraunadýr geð- læknanna í sambandi við lyf og lyfjanotkun og máli sínu til stuðnings nefndu þær að þegar þeim fannst lyfin ekki verka á tilfinningalega vanlíðan, þá voru bara prufuð ný lyf. Áðurgreindar konur sem einnig höfðu meiri reynslu af innlögnum á geðdeildir en aðrir þátttakendur, töldu að lyfjanotkun á geðdeildum væri einhvers konar valdbeit- ing. Þær kváðust hafa verið dofnar andlega, ekki getað hugsað skýrt og áttu erfitt með að tjá sig. Halla lýsti reynslu sinni af lyfjagjöfum: „Þegar ég reyndi að tjá mig eða útskýra hvernig mér liði eða annað, að þá voru mér einfaldlega gefin meiri lyf... og stund- um var ég tekin með vaidi og sprautuð ... ég var oft svo þvoglumælt að það skildi mig enginn. Inni á þessum geð- deildum er hægt... liggur við að fá ótakmarkað magn aflyfj- um." Það reyndist konunum ekki auðsótt mál að útskrifast. Að þeirra áliti var þeim haldið inni á geðdeild allt of lengi og gegn vilja þeirra sjálfra. Konurnar fundu sig vanmátt- ugar í samskiptum við heilbrigðisfagfólkið, vonin um bata minnkaði og tvær þeirra fóru að hugleiða sjálfsvíg til að komast út úr vítahringnum. Þegar þær Þóra, Valgerður og Halla óskuðu útskriftar svaraði fagfólkið með endurtekn- um stuttaralegum setningum. Þær nefndu þessi dæmi um svör heilbrigðisfagfólksins þegar þær minntust á útskrift: „Við skulum nú sjá til, ekki núna." „Þú ert ekki orðin alveg nógu góð." „Ég veit nú betur um þina líðan, við skoðum máiin." „Þú færð ekki útskrift núna.” Fordómar Allir þátttakendur lýstu þeirri upplifun að skammast sín fyrir tilfinningalegt ójafnvægi og úrræðaleysi sem því 64 / 5-6. tbl. / 2003 / vera NVmAv 'oVcrt.os .toTO

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.