Vera


Vera - 01.10.2003, Qupperneq 67

Vera - 01.10.2003, Qupperneq 67
/ BÆKUR Úlfhildur Dagsdóttir 'TEinnota vegur Gleðiog uppgötvun TÚLAPANAFALLHLÍFAR eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur JPV -útgáfa Það ríkir mikil gleði í Ijóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur, Túlípanafallhlífar og skilar sér óskipt til lesanda. Fyrri Ijóð Sigurbjargar einkenndust reyndar einnig af húmor og hlýju, en hér er eins og allt sé látið gossa, Ijóðin eru spræk- ari og jafnvel súrrealfskari, eins og altekin af ævintýragirni. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir alvarlegri undirtóna sem birtast kannski hvað helst í stríðstemanu sem stingur víða upp kollinum enda kemur bókin út mitt í enn einum fárán- legum stríðsrekstrinum. Dæmi um slíkt Ijóð er „Epilogus III" sem hefst á orðunum „ég öfunda þá sem eiga endurminningar úr stríði". Ljóð- mælanda líður einkennilega innan um hvelli á gamlársdag og er „staðráðin í að halda dagbók eins og anna frank". f sfðasta kafla, „Hauskúpa", eru tvö kvenleg stríðsljóð, dálítið f anda Ingibjargar Haraldsdóttur, en þar stillir skáldkonan saman kvenlegum veruleika - eldhússtörfum (brauðristum reyndar) og blæðingum - og hernaði. Léttleikinn og gleðin togast því stöðugt á við alvarlegri átök, eins og í ástarljóð- unum í fyrsta hluta en þar takast á sætar minningar og von- brigði: „Má ég halda utan um þig aftur" lýsir heitum ástum og aðskilnaði og „Hjartað mitt" lýsir því hvernig Ijóðmæl- andi hefur aldrei elskað neinn of mikið, hún er „hætt fyrir löngu / að þreifa yfir bringunni / þar bifast / aldrei neitt". Það er ákveðinn skelmislegur tónn í báðum Ijóðum sem dregur skemmtilega fram mörk sársauka og sælu. Eitt ein- kenni Ijóða Sigurbjargar er uppgötvunin sem er sérlega áberandi í Túlípanafallhlífum: Ijóðmælandi er stöðugt að uppgötva eitthvað, dálítið hissa og glöð. Þetta sést kannski best f ferðaljóðunum í fyrsta hlutanum en tilfinning fyrir óvæntri sýn eralltaftil staðar. Viðtalsmeðferð -ráðgjöf áfallalijálp - námskeið Notalcgt umlivcrfi Faglcg viiinubrögð á þínum forscndum Liljan Bergþóra Reynisdóttir. geðhjúkrunarfræóingur www.liljan.is - liljan@isl.is - 564 6669 - 863 6669 Módernísk myndsýn EINNOTA VEGUR Þóra Jónsdóttir höfundur gefur út Tilfinningin í bók Þóru Jónsdóttir er allólík en þar er á ferðinni skáldkona sem talar af meiri reynslu um heiminn í kringum sig og er honum og blæbrigðum hans kunnugari. Þar sem ég las þessar tvær bækur saman, aftur og aftur, gat ég ekki ann- að en hugsað um þá tvo gerólíku sjónvarpsþætti sem heltaka mig um þessar mundir en þeir eru Stuðboltastelpur og Hafið, bláa hafið. Örsögurnar af ærslafullu og litglöðu Stuðbolta- stelpunum, sem slást eins og sannar ofurhetjur en eru samt litlar stelpur sem eru stöðugt að læra eitthvað nýtt um heim- inn, virðast einfaldar við fyrstu sýn en eru fullar af alvarlegri undirtónum. Hafið er hinsvegar allt á dýptina en býr samt yfir þeirri einföldu fegurð sem felst í endalausum öldum, blæ- brigðum bláa litarins og sjálfu lífríkinu. Og líkt og Ijóð Þóru stjórnast hafið af árstíðunum, hinni eilífu hringrás náttúrunnar. Ljóðin í Einnota vegi eru um margt módernískari en Ijóðin í síðustu bókum skáldkonunnar, þau eru ekki eins frásagnar- leg og sú myndsýn sem einkennir skáldskap hennar hefur hér alveg tekið völdin. Þannig upplifði ég Ijóðin eins og litróf tilfinninga og upplifana sem minntu svolítið á það þegar hugurinn reikar og grípur línu hér og þar, augun hvarfla um og sjá myndir hingað og þangað. Þetta kemur vel fram í nátt- úruljóðunum en sem fyrr eru þau ríkjandi í skáldskap Þóru. í einu þeirra er því lýst hvernig „Álftir fljúga yfir / fara gegnum augun / andartakið er hátt uppi". Frá þessari upplyftu sýn er augum okkar beint niður á við en í næsta erindi rekst Ijóðmælandi á stein í fjörunni og síðan nema augu okkar sjóndeildarhringinn, því í þvi þriðja festast „Föl sinan og fjöllin" á sjónhimnuna. Á sama hátt sitja eftir í hugskoti mínu einfaldar en sláandi myndir, eins og „Sþeglum er svarafátt / Þeir skipta um andlit", „Ég veit að nóttin / sýnir í tvo heima" og „Veturinn hefur meitlaða / skoðun á grænu frelsi", jafnframt þeirri tilfinningu að hérsé skáldkonan sáttari en oft áður. Sá tregi sem einkennir Ijóð hennar er þó enn til staðar en nú er hann Ijúfsárari, tíminn líður, ýmist of hratt eða of hægt, og Ijóðmælandi ferðast með honum en ferðin er sem fyr áberandi stef enda „teygir vegurinn sig langt / til að fylgja okkur heim". vera / 5-6. tbl. / 2003 / 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.