Vera


Vera - 01.10.2003, Síða 74

Vera - 01.10.2003, Síða 74
Jafnréttisstofa DAPHNE II verkefnaáætlun ESB um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi á börnum, ungmennum og /coni/rn Nú liggur fyrir Evrópuþinginu tillaga um að Daphne verkefnáætluninni verði haldið áfram. Nýja áætlunin nefnist DAPHNE II (2004-2008). Stefnt er að því að tillagan verði samþykkt fyrir lok ársins 2003. Meginmarkmið Daphne II verkefnaáætlunar Evrópusambandsins er hið sama og var í fyrri áætlun, þ.e. að hvetja til verkefna sem ætlað er að vernda börn, ungmenni og konur fyrir hvers konar ofbeldi og efla stuðning við þolendur ofbeldis til þess að stuðla megi að bættu líkamlegu og andlegu heilbrigði. Áhersla er meðal annars lögð á samskiptanet þeirra sem vinna að þessum málum, upplýsingamiðlun, samhæfingu aðgerða og samvinnu milli landa, ásamt því að gera almenning meðvitaðan um tilvist ofbeldis. Umsækjendur geta verið opinber og frjáls félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög og aðrir sem vinna gegn hvers konar ofbeldi á börnum, ungmennum og konum og aðstoða þolendur ofbeldis. Samvinna þarf að vera á milli a.m.k. tveggja ríkja innan EES. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Jafnréttisstofu www.jafnretti.is og http://europa.eu.int/comm/justice home/project/daphne/en/index.htm Jafnréttisstofa • Hvannavöllum 14 • 600 Akureyri sími: 460 6200 • bréfsími: 460 6201 • netfang: jafnretti@jafnretti.is • www.jafnretti.is

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.