Akranes - 01.07.1957, Page 2

Akranes - 01.07.1957, Page 2
Til fróðleiks og skemmtunar Gamanmál frá hendi Hallgríms Péturssonar. Þegar menn eru orðnir frægir, er oft leitað til upphafsins, um ]>að hvemig krókurinn beygist til þess sem verða vill, og hve snemma. Þessa visu á Hallgrím- ur að hafa gert bam að aldri, er hann sá kattarrófu koma upp um gisið gólfið á baðstofunni: 1 huganum var ég hikandi, af hræðslu nærri fallinn, er kattarrófan kvikindi kom hér upp á pallinn. — ★ — Ýmislegt bendir til að Hallgrim- ur hafi ekki talið sig neinn ölm- usumann á Hólastað (í skóla). Líklegt er að hann hafi ekki lát- ið hlut sinn fyrir piltungum stað- arins, ef það er satt, að hann hafi gert eftirfarandi visu um þann hálærða Amgrim officialis Hóla- stóls: Eins og forinn feitur fénu mörgu hjá stendur strembileitur stórri þúfu a, þegir og þykist frjáls, þetta kennir prjáls, reigir hann sig og réttir upp rófuna til hálfs, sprettir úr spori með státi og sparðar af graviáte. — ★ — Enn er sagt að Hallgrímur hafi átt að yrkja þessa vísu um Am- grím lærða: Sefur, vaknar, sér við snýr, sezt upp, etur, vætir kvið, hóstar, ræskir, hnerrar spýr, hikstar, geyspar, rekur við. Ef þetta væri rétt, lítur út fyrir, að þeim lærða manni, og hinum unga sveini, sem ekki vildi lúta hverju sem var, hafi ekki komið vel saman. Ef til vill hafa ein- mitt þessir árekstrar eitthvað flýtt för Hallgríms frá Hólum til út- landa. — ★ — Eftirfarandi visu á Hallgrim- ur einnig að hafa kastað fram til matmóður sinnar (jómfrú Hall- dóru), er hún vildi ekki gefa honum hrisgrjónavelling, er hún kvað ætlaðan presti einum: Einhvem tíma kelling, kelling kann til bera, bera, að ég fái velling, velling og verði séra, séra. — ★ — Forsíðumyndin: Biskup, vígslubiskup og prest- ar ganga til hinnar nýju kirkju frá þeirri gömlu, eftir aÖ hafa tekiÖ þar viÖ hinum helgu dóm- um kirkjunnar. Hversu sem é stendur fyrir Hallgrími, virðist hann alltaf standa uppréttur, þ. e. þora að segja það, sem honum býr i brjósti, og eins og það kemur hon- um fyrir sjónir, hvað sem af því gat hlotizt. Hann virðist ekki vera neinn tækifærissinni, eða það sem menn é stundum kalla „dipló- mat“. Skömmu eftir að Brynjólfur, vinur hans og hjálparhella, er orðinn biskup, er sagt að hann sé kominn til að visitera á Kálfa- tjöm, en þá hafi gefið á sjó. Levfði biskup að róið væri, gekk siðan að hjöllum ofan og blessaði þau föng, er til voru og talaði um kraftaverk Krists, er hann mett- aði 5000 manns. Á meðal hjall- anna var kofi sem kallaður var Víti, og bjó þar einsetukarl Um allt þetta ó Hallgrimur að hafa ort þessa vísu: Biskupinn blessar hjalla, bilar þá aldrei upp frá þvi. Krosshús og kirkjur allar og karlinn, sem býr Víti i. Fiskiföng formenn sækja, fræðasöng þurfa ei rækja, égimd reiknast ei til klækja. — ★ — Meinlegasti maður í garð Hall- grims ú Suðumesjum hefur áreið- anlega verið stórbokkinn og of- stopamaðurinn Torfi Erlendsson sýslumaður. Hann leit smáum augum á þennan fátæka klerk, og hefur sjólfsagt fundizt sem þeim væri mikil niðurlæging ger með slikri sendingu til prestsembættis, (Framhald á 3. kápusíÖu.) AKRANES XVI. árgangur. — Júlí—sept. 1957. — 3. hefti. fíitiö kemur út fjórum sinnum á ári, og kostar kr. 55.00 árg. — (Jtgefandi, ritstjóri og ábyrgöarmaö- úr: ÓLAFUR B. BJÖRNSSON. — Afgreiösla: MiÖ- teig 2, Akranesi, Sími 8. — PrentaÖ í Prentverki Akraness h.f. — 138 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.