Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 10

Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 10
„Skoðaðu, hvernig skírnin hreina skiljast nú með réttu á. Að vísu jafnan vatnið eina vor likamleg augu sjá, en trúarsjónin, svo skal greina, sonar Guðs blóð þar lítur hjá“. En altarið er Hallgrími sjálft kvöld- máltíðarborð Jesú Krists, þar sem hann kemur til samfunda við drottinn sinn upprisinn. Hann segir við hann: 1 sakramentinu sé ég þig svo sem í líking skærri með náð mér nærri. Ó, hve gleður sú ásýnd mig. Engin finnst huggun stærri. Mætti sá skilningur gagntaka alla, er hingað koma, og vekja þjóðina til þess, sem æðst er og dýrlegast. Litumst um hvarvetna í þessari veg- legu kirkju. Virðum fyrir oss hina traustu og óbrotnu veggi og háa ris. Svo var kenning Hallgríms: einföld, háleit og trúarsterk. 1 helgidómi hennar benda allar línur til himins — til hans, er krossins uppnuminn kvölum frá kóngur ríkir nú himnum á. En enginn fslendingur hefir lýst sam- félaginu við hann með fegurri orðum: „Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf“. Kenning Hallgríms minnir mig á ein- hver glæstustu og tilkomumestu héruð lands vors, sem ég hefi ferðazt um á þessu blíða og bjarta sumri. Þar hefi ég horft á fegurð jöklanna, er falla fram eins og hvítir fossar milli hamra og gró- inna hlíða, litið blámóðu mikilúðlegra og fríðra fjalla, iðjagræn tún og engjar og grundir og víða sanda við sólstafað haf. Það var eins og hjartað rúmaði ekki þetta allt, og ég gæti aðeins andvarpað: Skapari. Guð. Þannig sýna ljóð Hallgríms oss svip- hreinar, tignarlegar, háar, íslenzkar, guð- legar myndir — heim fagnaðarerindis- ins í sinni fjölbreyttu og fögru dýrð. Hlýtur ekki andi vor að vikna við boð- skap hans? Eitt nafn ljómar yfir. Jesús Kristur. Játning Hallgríms verður játning vor: Son Guðs ertu með sanni. Draumur margra ára er að rætast, og ég samfagna sóknarpresti og söfnuði og þjóðinni allri að eignast hér þennan helgidóm. Einkum samfagna ég þeim, sem til þess hafa mest á sig lagt, og treysti því, að þeir finni laun í fögru verki. Þökk þjóðkirkju Islands fyrir hverja gjöf, hvert handtak, hverja fyrir- bæn — og umfram allt heitan, falslaus- an kærleik, er jafnan á að vera það bjarg, sem þetta hús er reist á. En hve hér er fagurt. Enn fegurra en þar, sem fjárhirðirinn Móse stóð fyrrum við köllun sína. Og hér er heilög jörð. Himinninn faðmar hauður og djúpa unni. Herrans eldur logar í hverjum runni. Lútum höfði i lotning og biðjum: Kom þú, drottinn Kristur. Lát hjörtu vor brenna við návist þína. Leys böndin, er binda oss við hið lítiknótlega og lága, en gef, að öll fegurð lífsins og kærleiki verði lofgjörð til þín. Vígðu sjálfur þessa kirkju, sem vér höfum kennt við þjón þinn. Já, vígðu oss öll, veik og vanmátt- ug, að þjónum þínum. — t — 146 AKEANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.