Akranes - 01.07.1957, Page 12

Akranes - 01.07.1957, Page 12
ar og séra Hallgríms, og beint sjónum til Jesú. Ef til vill hefur Kristselskan aldrei ver- ið aðall þessarar þjóðar, þó að hún hafi verið guðstrúarþjóð og kunnað oft að meta guðlega forsjón. — Guðstrú er ekk- ert sérkenni kristninnar, heldur trúin á Jesúm Krist, eins og nafnið her með sér. — f — Eitt þjóðskáld vort kemst þannig að orði í nýju ljóði: Myrkvuð er öld, sem miðar allt við moldina eða dýrið, og til hvers eru bátur og byr, ef blindur heldur um stýrið. Enginn fær skilið orð skáldsins svo, að vér höfum ekki skyldur við moldina og dýrið. öðru nær. Oss eru öllum — eða ættu að vera — ljósar skyldur hins tím- anlega lífs, skyldumar við þennan heim. Kristindómurinn bendir á þær, bannar þær ekki. En vér, mennimir, erum tveggja heima böm, þó að oss gleymist það oft. Vér höfum aðrar æðri skyldur, — skyldur við Guð, skyldur við vora sál, sem er óendanlega miklu meira virði en allur heimurinn, að dómi Jesú, vegna ei- lífðargildis hennar. Og blindur er sá, er eigi beinir sjón í hæð að hinu yfirskilvitlega, og fer á mis við það að verða vottur hinnar yfir- náttúrlegu opinbemnar. Og þetta hafa spekingar mannkynsins og spámenn lengi vitað. — Hinn vitri Salómon segir í Orðskviðunum: „Þar sem engar vitranir eru kemst fólkið á glap- stigu“. Ósjaldan má heyra nútímamanninn hrósa sér af því, að hann öðlist engar vitranir, og það sýni bezt hve langt hann sé kominn á framfarabrautinni, — hann sé upp úr því vaxinn að fylgja því heil- ræði, að beina sjónum til Jesú eða leita trúarlegra verðmæta. En þar em ýmsir á öðm máli, í þeirra hópi eru menn, sem mark verður að taka á. Einn kunnasti menningarfrömuður álf- unnar segir ekki alls fyrir löngu: „Ef svo er nú komið, að við öðlumst engar vitranir og verðum ekki framar vottar að undrum, þá er það engin sönnun fyrir því, að við höfum orðið vitrari, heldur hitt, að geð guma hafa minnkað, að ímyndun vor er orðin snauðari, eðlishvöt vor sljórri, andi vor fátækari, í stuttu máli — að við höfum orðið heimskari“. —Þetta þykja að sjálfsögðu hörð orð, sem verður þó að ljá eyru, er slíkur maður talar. Að beina lengi sjón að hinu helga og háa gerir oss næm fyrir vitrunum, skyggn á undrin, það forðar oss frá glapstig- unum. — Og það er mest áríðandi alls, að hinir eldri fái beint sjón hinna ungu í rétta átt áður en heimsdýrkunin blind- ar augu þeirra — lokar útsýn í hæð. Ég minnist þess frá skólaárum mín- um, að einn félagi minn og vinur sagði mér frá því, að faðir sinn hefði oft leitt hann lítinn dreng út að glugganum um sólarlagið til að benda honum á dásemdir sköpunarverksins og leiða huga hans að myndum hins mikla heimssmiðs. Þetta sagði ungi maðurinn, að væru sér í minn- ingunni dýrmætustu stundir lífsins. — Þarna var faðirinn meðalgangari milli Guðs og litla drengsins síns. — En venju- legast er það móðirin, sem hefur þetta hlutverk á hendi, beinir sjón barnsins síns í hæð. — En hvað mundi mörg móð- irin nú gleyma þessari miklu móður- skyldu? — Enginn Islendingur, hvorki fyrr né síðar, hefur verið slíkur meðal- gangari eða beint sjónum Islendinga til Jesú sem Hallgrímur Pétursson. I sálma

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.