Akranes - 01.07.1957, Side 17

Akranes - 01.07.1957, Side 17
CHARLES V. PILCHER: Charles Venn Pilcher er enskur að upp- runa, f. 4. júní 1879. Þegar á námsárum sínum í Oxford tók hann að leggja stund á íslenzku, efalítið fyrir áhrif frá Sir William Craigie, eins og svo margir aðrir, og hjá honum mun hann hafa notið tilsagnar. Með þeim hélzt vinátta og skrifuðust þeir jafnan á. Hann vann sér tvöfalda doktors- gráðu í guðfræði (D.D. og S.T.D.). Eftir að hafa skipað ýms kirkjuleg embætti í heimalandi sínu, varð hann kennari i guð- fræði við háskólann í Toronto 1906. Próf- essor í Gamla-testamentisfræðum varð hann þar 1919 og í Nýja-testamentisfræð- um 1933, en hvarf frá háskólanum 1936 til þess að taka við biskupsembætti í Sydn- ey í Ástralíu 1936. Af þvi embætti lét hann fyrir rúmu ári, sökum heilsubrests. Eftir dr. Pilcher biskup er til fjöldi rita, einkum í ýmsum greinum biblíufræðinnar. Það, sem okkur íslendingum þykir mestu varða, er þó það, að hann hefir mjög lagt sig eftir kirkjulegum bókmenntum ís- lenzkum frá miðöld og siðari timum. Ár- ið 195» kom út á vegum Oxford Uni- versity Press, fyrst i Ástralíu en síðan á Englandi, litil bók, er nefnist Icelandic Christian Classics, prýðisgóð þýðing á Lilju, nokkrum hluta Sólarljóða og þúsund ára lofsöng Matthíasar. Áður höfðu komið út tvó söfn Passíusálma (1913 og 1923), í handriti á hann þýðingar á einhverju af kvæðum Jóns biskups Arasonar og flehu. Kveðju dr. Pilcher’s biskups hefi ég feng- ið hjá sr. Sigurbimi Á. Gíslasyni og Snæ- birni Jónssyni, er hann hafði sent báðum. Þróttmikinn ættstofn hér upp láttu rísa, öll verði heimilin kraftstöðvar hans. Krossmark lát heilagrar kirkjunnar lýsa komnum og ókonmum niðjmn vors lands, svo þér til vegsemdar veginn þeir finni, veg upp að hásætisskörinni ])irmi. Guð, faðir, sonur og sannleikans andi, sifellt hér haldi’ um oss fjalltraustan vörð. Blómgist hér frelsi og friður i landi, framfarir dyggða hjá kristinni hjörð. Héðan svo berist um borgir og sveitir brennandi trú, sem oss lífsfögnuð veitir. (Ort á trinitatis i957-) Kveðja frá Ástralíu. HALLGRIM’S CHURCH He sang Christ’s Passion. Thus he lifted up, Through the long centuries, his people’s thought, Above the toil and sorrows of the ivorld, To dwell in heavenly regions. Now this Church, Nigh the plot where Hallgrim sleeps, doth rise, A token of his Iceland’s deathless love. Þetta hefur Ragnar Jóhannesson, skóla- stjóri, þýtt svo í óbundið mál: Hann söng um pínu Krists. Þannig lyfti hann, um langar aldir, hugrenningum þjóðar sinnar, upp yfir strit og sorgir heimsins. Nú rís þetta guðshús rétt hjá hvílu- stað Hallgríms; tákn ódauðlegs kærleika Islands. Saga byggingarmálsins. (RæSa Ölafs B. Björnssonar, formanns lands- nefndar Hallgrímskirkju í Saurbœ, aS lokinni kirkjuvígslu. — örlítiS aukin.) Göfugu gestir! Kæru vinir kirkjumálsims! „Hann er þá runninn upp þessi dagur. Sæll veri þessi dagur, og allir slikir dag- ar eftirleiðis“. Þetta er glæsilegt ræðu- upphaf. Og það því fremur, sem að baki þess býr eftirvænting eftir þeim degi, sem marki tímamót, boði betri tíma. I því breamur hjarta þess sem talar, yfir AKRANES 153

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.