Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 18

Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 18
því, að nú loks sé brotið í blað milli hins gamla og nýja tíma. Nú hafi frelsissól landsins náð að brjótast fram úr skýj- um. Von hans og trú styrkist, um að hún muni ekki að eilífu byrgjast aftur að fullu og öllu. Svo fagurt og unaðsríkt var upphaf og andvarp í ræðu þess manns, er vígð- ur var prestsvígslu að þessum helga stað, er við gistum hér í dag. Frelsishetjunn- ar Hannesar Stephensen, er var um langa hríð prófastur þessa héraðs, þótt ekki yrði hann prestur hér. Þetta eru upp- hafsorð hans á hinum þýðingarmesta og söguríkasta þingfundi fslendinga fyrr og síðar, Þjóðfundinum 1851. Þetta er andvarp þjóðhetju á úrslita- stund í lífi heillar þjóðar. Hann hefur barizt hart við hlið forsetans, en eygir nú sólarsýn í frelsisbaráttunni. Það leyn- ir sér ekki, að undiraldan er lifandi trú á, að Drottinn sé með í þessu verki. f því er vonin og trúin vakandi, svo sem í andvarpi hins efasjúka Matthíasar, sem ávallt sér himininn opinn, ef hann 'legg- ur hægri hönd sína á hjartastað, því að það er ekki harðsvírað lokað Guðvana hjarta, sem yrkir þessa ódauðlegu játn- ingu: „í gegnum lífsins æðar allar fer ástargeisli, drottinn, þinn. í myrkrin út þín elska kallar, og allur leiftrar geimurinn, og máttug breytast myrkra ból í morgunstjömur, tungl og sól“. Og livaðan kemur Mattliíasi þessi tónn, sem yljar upp allar lífsins æðar? Auðvitað er hann runninn frá sól sóln- anna, en hefur ef til vill náð eyrum Matthíasar — eldskim og óafmáamlegum tón — fyrir sólarsýn þess mikla meist- ara, er Matthías segir sjálfur, að hafi kveðið „heilaga glóð í freðnar þjóðir“. Höfuðskáld íslendinga á öllum öldum, sem eftir efa og harmkvæli innsiglar trú sína á Guð sinn með svo gullmun lykli hjartans: „Gegnum Jesú helgast hjarta í himiminm upp ég líta má; Guðs míms ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá“. Hann er þá runninn upp þessi dagur. Sæll veri þessi dagur! Það sé hið ör- ugga ávarp hjartans og bljúga bænar- andvarp allrar íslenzku þjóðarinnar í dag, yfir þeim sigri, er vér fögnum. Er öll hin íslenzka þjóð, austanhafs og vest- an, hvar sem íslenzkt hjarta slær, — eða hefur slegið, — hefur í minningu um mesta sálmaskáld hennar reist og vígt Drottni vorum og frelsara, sóma- samlegt musteri, og svo traust, að lengi mun geta staðið. Ekki veit ég betur, en að hér fram- an við hina gömlu kirkju í Saurbæ felist fyrsta áþreifanlega tilraunin til að reisa Hallgrími Péturssyni bautastein, þótt grafletrið sé ekki síður stílað til heiðurs þeim er reisti. Sá, sem þetta gerði, var einmitt Stefán amtmaður, faðir Hann- esar Stephensen, og ef til vill er það því þeim mæta manni að þakka, að leiði þessa mesta sálmaskálds þjóðarinmar er ekki glatað. Milli þessa skilnings og ræktarsemi föðurins, og heilagrar vigslu sonarins til þessa staðar, liggur svo ef til vill leyniþráður, þótt hér verði ekki frekar reynt að skýra það. Nú líður um það bil heil öld, — ef frá er taliim minnisvarðinn við dóm- kirkjuna. — Menm eru staddir á hér- 154 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.