Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 23

Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 23
Líkan af fyrirhugaSri kirkju GuÖjúns Samúelssonar. Á fundi sínum 10. janú- ar 1937 ákvað nefndin að hefja byggingu kirkjunnar á næsta vori, enda þótt vinnuteikningar væru þá enn ekki fullgerðar. Var þá sótt um fjárfestingarleyfi, og var hinn 9. febrúar 1937 veitt leyfi fyrir kr. 6.992.00. Þótt leyfið væri lítið var þetta vor steyptur grunnur kirkjunnar og gólf yfir. Yf- irsmiður var ráðinn Jóhann B. Guðnason, byggingafull- trúi á Akranesi, en hann var einlægur áhugamaður um framgang málsins. Þegar hér var komið sögu, þótti nefnd- inni rétt að gera grein fyrir málinu, samhliða því sem birtar voru myndir af áðumefndu likani, sem hugsað var að hyggja eftir í höfuðdráttum. Út af þessu risu mikil blaðaskrif og misjafinar skoð- anir. Þótti mörgum í mikið ráðizt að byggja slikt stórhýsi á þessum „af- skekkta“ stað eins og komizt var að orði. Þar ætti að byggja litla, laglega kap- ellu o. s. frv. 1 þessum blaðaskrifum fékk og teikningin mjög misjafna dóma. tJt af öllu þessu gaf Landsnefndin út yfirlýsingu inn afstöðu sína til málsins, og væri hún óhagganleg, en í henni fólst í fáum orðum þetta: Að á vegum nefndarinnar yrði minningarkirkja um Hallgrím hvergi byggð nema í Saurbæ. Að allt það fé, er nefndin hefði imdir höndum, væri undantekningarlaust gefið í þeim tilgangi, og væri henni því al- gerlega óheimilt að gera þar á nokkra breytingu. Stærð og gerð slíkrar minningarkirkju — sem öll þjóðin reisti einum sínum mesta velgerðarmanni — mætti ekki mið- ast við naumustu þarfir hins litla safn- aðar. Hér væri verið að byggja minnis- merki, og yrði reisn þess, formfesta og traustleiki að miðast við langa framtið. Þjóðar, sem væri komin úr mesta kútn- um og laus við erlenda kúgun og undir- okun fyrir fullt og allt. Meðan verðlag og úrræði var enn ineð skaplegum hætti, var ætlun aiefndarinnar að byggja kirkjuna í höfuðdráttum eftir teikningu Guðjóns. Var því haldið áfram að sækja um fjárfestingarleyfi, en þeim var um langa hríð neitað bæði munnlega og skriflega. 1 þessum margföldu neit- unum þóttumst vér öðrum þræði eygja sjónarmið leyfishafanna, — að hér væri í of mikið ráðizt. Að þetta væri ekki fag- urt, auk aðalatriðisins, að erlendur gjald- eyrir væri ekki fyrir hendi til slíks. Þar yrðu knkjubyggingar að ganga af skör- !um, Allt þetta voru nefndinni mikil von- brigði, og þó kom enn fleira til. Stríðið skall á. Flóðbylgja verðhækkana gekk yfir landið, og krónan varð fárra aura virði. Virtist nú illa horfa um lausn þessa máls, sem mörgum manni var orðið svo undur kært. AKRANES 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.