Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 26

Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 26
Akranesi, er bygging var hafin samkv. hinni nýju teikningu. 1 þessu mikilvæga starfi hefur hann sýnt ótvíræðan áhuga og hæfni í starfi, hugkvæmni, nákvæmni og smekkvísi. Með honum hafa svo þessir smiðir lengst og mest að unnið: Þorvald- ur Brynjólfsson, Hrafnabjörgum, Einar Jónsson, Litlu-Drageyri og Sigurjón Hannesson frá Akranesi. Allir eru þessir menn ágætir fagmenn og samvizkusam- ir, með ríkan áhuga á verkefni því, sem hér var að unnið. Ekki þorði nefndin armað en fá hingað til lands faglærða danska menn til þess að hlaða múrsteininum. Hétu þeir Svend Henriksen og Sigurd Níelsen. Þeir gengu einnig frá syllrnn og gluggakistum. Var hæfni þeirra og velvirkni ótviræð, eins og hver má sjá. Raflagnanet kirkjunnar teiknaði Jón Skúlason rafmagnsverk- fræðingur í Reykjavík, — sem gaf allt það mikla verk. — Raflögnina annaðist hins vegar Sveinn Guðmundsson raf- virkjameistari á Akranesi. Bekki, prédik- unarstól og altari smíðaði Ástráður Proppé húsgagnameistari á Akranesi, en myndskurð á prédikunarstól gerði Ágúst Sigurmundsson, myndskeri í Reykjavík. Skírnarfont gerði Ársæll Magnússon steinsmiður í Reykjavík, hann lagði og gólf í forkirkju og meitlaði letur í marm- aratöflu yfir innri dyrum. Hurðir kirkj- unnar eru gjöf frá ónefndum. Þær smið- aði Þorsteinn Hjáknarsson, trésmiðameist- ari í Reykjavík. Lagningu þaksins annað- ist Nýja-Blikksmiðjan í Reykjavik. öllum þessum mætu mönnum þökk- um vér innilega verk þeirra, sem vér vonum að lengi muni lofa sína meistara. — f — Þegar þetta veglega hús er nú full- gert og vígt Drottni, er efst í huga vor allra einlæga þökk til allra þeirra mörgu — óteljanlegu aðila, — sem frá hinum fyrsta visi hafa gefið til þessarar merki- legu kirkju, og stutt að byggingu hennar á svo myndarlegan og margvíslegan hátt. Gjafimar hafa veriö stórar og smáar, látnar af hendi af innri þörf og ást á því verkefni, sem hér var verið að leysa. Hvort sem hver einstök þeirra er stór eða smá, er hún í grunni hennar eða traustu veggjum, sem og hinu tigna trú- armerki heilagrar kirkju, sem bendir til himins á skipi hins trausta húss. Margir þessara ágætu gefenda eru komnir yfir landamærin og gleðjast þar með oss yfir unnum sigri. Því miður er ekki hægt að þylja hér nöfn þessa mikla fjölda. Ýmsir hafa og óskað þess, að þeirra væri að engu getið, hvort sem þeir gáfu í gær eða fyrir 40 árum. Vér þökkum þeim öllum fyrir rausn þeirra og risaátak, rnn leið og vér biðjum Guð að blessa þá alla lifs og liðna. Hlutafélagið Hvalur gaf hið dýrmæta þak á kirkjuna. Ef til vill dettur einhverj- um í hug, að þar hafi þeir verið að gjalda Hallgrími skáldalaun fyrir fisk- ætavísurnar frægu. Ég held hins vegar, að þessi dýrmæta gjöf og hinn margvís- legi stuðningur félagsins við þetta mál standi miklu dýpri og traustari rótum í sál og sinni þeirra, er þar stjórna mál- um. Þá hefur Olíufélagið h.f. sýnt þessu máli margháttaðan, óvenjulegan, velvilja og stuðning. Vil ég fyrir hönd nefndar- innar alveg sérstaklega þakka þann drengskap og dugnað, velvilja, skilning og samhug allra, er hér eiga hlut að máli. Eigi aðeins hjá ráðamönnum þessara fyrirtækja, heldur megin þorra þess fólks, sem þar hefur staðið að baki á einhvem hátt. Á Ytra-Hólmi bjó á dögum Hallgríms öðlingsmaður, Ámi Gíslason, mikill vin- 162 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.