Akranes - 01.07.1957, Page 28

Akranes - 01.07.1957, Page 28
Sigurðar voru: Ingibjörg, Oddrún, Sig- ríður, Steinunn og Sesselja. Hinn mynd- arlega prcdikunarstól gaf Haraldur Böðv- arsson útgerðarmaður og frú Ingunn Sveinsdóttir, kona hans, en síra Þor- valdur Böðvarsson, afi Haraldar, var lengi prestur í Saurbæ. Skímarfonturinn er gjöf frá mér og konu minni, til minningar um mæður okkar, Katrinu Oddsdóttur og Ingibjörgu Finsen. Hið rismikla listaverk í glugga á vesturgafli kirkjunnar er gert af ungfrú Gerði Helgadóttur myndhöggvara — sem eftir þetta má einnig telja lisfanálara. — Er þetta áreiðanlega fyrsta og stærsta lista- verk þessarar tegundar, — sem bæði er málað og unnið af íslenzkum listamanni. Er það áreiðanlega hinni imgu listakonu mjög til fremdar og sóma, og myndi kirkjan missa mikils, ef þess nyti ekki við. Þetta ágæta listaverk er gefið af EIli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Gefur forstjóri þess og stjóm, kirkjunni það sem varanlegan og djúp- stæðan þakklætisvott gamla fólksins í fortíð, nútíð og framtið, fyrir hinn mikla trúararf og styrka trúarstaf, er Hall- grírnur hefur með ódauðlegum Ijóðum sínum rétt hinum öldruðu með hverri kynslóð, og gert þeim mögulegt að stríða í hinni hörðu lífsbaráttu og andstreymi lífsins. Efsta myndin er: Kristur í Getse- mane. Hin næsta: Kristur tfyrir Pílatusi. Neðsta myndin er máluð út frá Jóh. 18.4, 5. og 6. versi, en aðalatriðið er: „Ég er hann“. Þá hafa þær göfugu syst- ur frá Gmnd á Akranesi, frú Emilía Þorsteinsdóttir og Petrea Jörgensen, af- komendur síra Þorgríms Thorgrímsen í Saurbæ, gefið kirkjunni marmaratöflu þá, sem er yfir innri dymm, með áletr- uðu hinu fagra versi Hallgrims: „Þá þú gengur í Guðshús inn“, er þetta gjöf þeirra til minningar um móður þeirra, 164 Ragnheiði Þorgrímsdóttur á Grund á Akranesi. Borgfirðingafélagið í Reykja- vík hefur staðið hér dyggilega vörð um sínar héraðsskyldur í mikilvægu máli. Það gefur Hallgrímskirkju tvær hljóm- fagrar klukkur til að kalla til tíða á þess- um fomhelga stað. Mun sá ómur nemast um staðinn, allt frá Hallgrímssteini, að hinni helgu lind, og að Bænasteini upp við alfaraveg. Lithoprent hefur gefið hina fögru ljósprentuðu Guðbrandsbiblíu. Gideonfélagið hefur einnig gefið kirkj- unni fagurt eintak af biblíunni. Sam- band borgfirzkra kvenna gaf tvo krist- alsvasa, fyrir blóm, á altari. Þá hetur Isafoldarprentsmiðja h.f. gefið henni 100 sálmabækur með tileinkun, til minningar um hinn merka og ágæta stofnanda þess gamla menningarfyrirtækis, Bjöm Jóns- son, ritstjóra og ráðherra. Sömuleiðis hef- ur Ríkharður Jónsson myndhöggvari gef- ið kirkjunni mynd þá, er hann á sínum tíma gerði af Hallgrími Péturssyni. Enn má minna á Orgelsjóð kirkjunnar, kr. íiooo.oo, er bömin frá Geitabergi hafa gefið til minningar um foreldra þeirra, Bjaraa Bjamason, sem lengi var organ- leikari og forsöngvari Saurbæjarkirkju, og konu hans, Sigríði Einarsdóttur. Fyrir allar þessar undurfögru, mikils- verðu gjafir, vil ég þakka fyrir hönd Landsnefndarinnar og þeirra, sem hér eiga lengst að njóta. Vér biðjum þeim öllum blessunar, sem gáfu, svo og bless- um vér minningu þeirra, sem þær eru gefnar til minningar um. Ég vil þakka kómum fyrir sönginn í dag, svo og dr. Páli ísólfssyni fyrir hans aðstoð á þessum degi, og fyrir stuðning hans og áhuga fyrir þessu máli fyrr og síðar. Einnig vil ég þakka útvarpinu fyrir aðstoð þess hér í dag. Jóni Alexanders- syni og aðstoðarmanni hans fyrir mikla A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.