Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 33

Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 33
Eitt og annað um Hallgrím Pétursson. Almennt er Hallgrímur talinn fæddur 1614, ef til vill á Hólum í Hjaltadal, eða í námunda við Hóla. Um faðernið fer ekki milli mála, og síðar verður Pétur, faðir hans, kirkjuvörður og hringjari á Hólum, því að hann var náinn frændi Guðbrandar biskups Þorlákssonar. Hitt er einkennilegt, að engar sögur fara af móð- ur hans, og jafnvel óvist um nafn henn- ar. Eitthvað hefur þó verið spunnið í þá konu, því að ekki mun það ótíðara, að mikilhæfir gáfmnenn sæki kosti sína í móðurkyn. Auk þess sem það hefur löngum þótt ásannast, að við móðurkné sé mörgu góðu frækorni sáð, sem síðar verði að veglegri björk. Er því engin ástæða til að ætla, að Hallgrímur eða móðir hans hafi hér verið nokkur und- antekning. Seytjánda öldin var þjóðixmi ein hin argasta. Fátækt mikil, konungur hafði lagt undir sig miklar eignir, og hóf út- gerð og einokunarverzlun. Hér fóru út- lendir menn með ránum o.fl. o.fl. I þessu umhverfi ólst upp hinn stórbrotni, mikil- hæfi maður. Félítill, vinafár, en langaði til að komast áfram, hina ógreiðu braut til lærdóms og frama. Hann rekur sig auðvitað á, eins og menn gera á öllum öldum, en beygir sig ekki í duftið fyrir neinum ótilneyddur. Forlögin hafa bjargað lionum á sinn fleka. Þar verður hann að stríða, lifa og deyja, angraður og studdur sitt á hvað eins og gengur. Örlög mikilmenna ráð- ast oft eins og af einkennilegum tilvilj- unrnn, eða að því er virðist litlum at- vikum, þótt að baki þeirra atvika liggi mikil og þungba'r örlög annarra manna margra eða fárra. Þessir mexm virðast oft vera eins og einir og yfirgefnir. Eins og ólánið elti þá sífellt. Þegar eitt sé liðið hjá bíði annað á næsta leiti. Nei, Hallgrimur er ekki einn og yfirgefirm. Guð fylgir honum hvert fótmál. Haxrn er fullreyndur, en sú fullreynd vekur honum ekki aðeins von, heldur vissu um náðarríkan tilgang með líf þessa hrösula, óstýriláta maxms, sem svo fáum vildi lúta, nema Drottni sínum og frelsara. Þessum maxmi er ætlað mikið hlutverk með lítilli þjóð. Þjóð, sem hafði verið leidd og leiðbeint, en ekki gefið nægjan- lega gaum að orði Drottins og fyrirheit- um. Þegar Hallgrími er þetta ljóst, gefur hann sig algerlega Guði á vald. Hann lif- ir ekki lengur, heldur Guð í honum. Þar kemur fram þetta yfirmannlega, sem öll- um mestu mikilmennum sögunnar er sameiginlegt. Þ. e. öllum þeim, sem Guð, Drottinn, útvelur sem sín verkfæri, til þess að koma fram sínum áformum í tíma og rúmi. Þess vegna lýsir Hallgrímur þjóðinni enn í dag. Orð hans eru boðskapur Guðs til að vera í fullu gildi á öld öreiganna og erfiðleikanna. Á öld atómsins og auð- æfanna, þegar menn halda þó að allt sé i rauninni dautt, þótt hægt sé að kljúfa einhvem kjarna í óendanlegar frumeind- ir. Frumeindir, sem þeir viti þó ekkert um annað en það, að að baki þess sé allt óvíst um nokkurt líf. Sem betur fer á land vort í Hallgrími slíkan Guðsmann, sem um ókomnar aldir forðar henni frá að verða úti á þessum miklu auðnum efnishyggju og atómalda, þeirra klofningsmanna með hverri kyn- slóð, sem alltaf dýrka duftið, en sjá ekki ljósið og lífið, sem alls staðar er á ferð og gengur fyrir þeim. Vekjandi þá og vakandi yfir þvi, að þeir fari ekki fram af. Heldur samverki með Guði, öllimx 169 A K R A N E S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.