Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 37

Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 37
band. Starf slikra sambanda er að veru- legu leyti lí'kt starfi Norrænu félaganna, enda að vissu leyti grein af þvi. Reyna þau að kynna þessa félagsbæi sem bezt hver öðrum og efla vináttu borgaranna, yngri og eldri. Reynt er að velja saman þá bæi, sem ekki eru mjög ólíkir á stærð. Allir stærri bæir íslenzkir munu nú hafa gengið í slik vinabæjasambönd. Norræna félagið er ekki gamalt hér á Akranesi. Sjálfstæð deild var ekki stofn- uð bér fyrr en á síðast liðnu ári, en þá voru nokkrir félagar hér fyrir, sem voru í Reykjavíkurdeildinni. En þótt þessi deildarstofnun færi ekki fyrr fram, hafði Akranes áður komizt i vinabæjasamband fyrir tilhlutan Norrænu félaganna. í þetta vinabæjasamband völdust, auk Akraness: Tönder í Danmörku, Lange- sund i Noregi, Narpes í Finnlandi og Vastervik i Svíþjóð. Helzti liðurinn í starfi þessara vina- bæjasambanda eru mótin, sem haldin eru með vissu árabili í sambandsbæjunum til skiptis, með frjálsri þátttöku. Fyrsta mót- ið af þessu tagi, sem fulltrúi frá Akra- nesi tók þátt í, var í Langesund 1951, þangað fór Guðmundur Bjömsson kenn- ari. Þá var vinabæjamót í Tönder 1953, og vom þar stödd: Hálfdan Sveinsson, frú Þóra Hjartar og Friðrik Hjartar og Þorvaldur Þorvaldsson. Það skal tekið fram, að þátttakendur í mótum sem þessum kosta að öllu leyti ferðir sínar sjálfir. Hins vegar taka viðkomandi bæj- arfélög þátt i móttöku gesta og mótshald- inu yfirleitt. Em mótin því bæði á veg- um bæjanna og Norrænu félaganna. Þátttakendur Akraness í framantöldum vinabæjamótum hafa allir verið mjög ánægðir með móttökur allar og gestrisni frænda vorra, en ekki er það efni þess- arar greinar að segja nánar af þeim, heldur víkja að fyrsta vinabæjamótinu, sem hér hefir verið haldið og nú er ný- lega lokið. Á vinabæjamótinu í Tönder hafði ver- ið ákveðið að halda næsta mót hér og hafði Hálfdan Sveinsson boðið til þess. Það hlaut því að verða eitt fyrsta verk- efni nýstofnaðrar Norræna félagsdeildar á Akranesi að undirbúa mótið. 1 stjórn félagsins völdust eftirtaldir menn: Hálfdan Sveinsson, form., Þorvaldur Þorvaldsson, ritari, Njáll Guðmundsson, gjaldkeri, Ragnar Jóhannesson varaform., og séra Jón M. Guðjónsson, meðstjóm- andi. Auk þess var Guðmundur Björns- son, kennari, stjórnirmi mjög hjálplegur í undirbúningi, en hann hafði sótt vina- bæjamót í Langesund, eins og áður er getið. Var þátttaka í mótinu undirbúin n.eð bréfaskiptum, sem hófust mánuðum fyrr. Þótt slíkt mót standi ekki lengi og sé ekki ýkja fjölmennt, er þó allmikið starf að undirbúa það, svo að í lagi sé, enda kom það í ljós hér. Hélt stjórnin marga fundi. Var samstarfið gott, enda gekk undirbúningurinn vel. Bæjarstjórnin styrkti mótið myndarlega að sínu leyti. Sá siður hefir komizt á við þessi mót, að ýmsir borgarar hafa boðið er.endum gestum að búa hjá sér meðan á mótum stendur, þeim og mótinu að kostnaðar- lausu. Er auðvitað að þessu mikill styrk- ur, auk þess sem það eykur kynningu og vináttu milli bæjanna. Gekk það greiðlega hér að skipta gestunum niður og munu gestgjafarnir hafa gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að gera þeim dvöl- ina sem skemmtilegasta. Skulu nú sett hér nöfn hinna erlendu gesta og líka nöfn gestgjafanna: LANGESUND — NOREGI: Gestir: Gestgjafar: Astrid Björnsen, Þorgeir Jósefsson, bœjarfulltrúi. forstjóri. AKRANES 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.