Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 44

Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 44
við klettana smakka á áburði og finna til fræja. Þetta lá líka beint við. Hvar sást fegurri gróður og þroskavænlegri en þar, sem fýllinn bar á beran sandinn og grjótið. Undir Víkurhömrum, milli Víkur í Mýrdal og Fagradals má helzt ekki fara á bíl. Þar er svo fallegt að merui eiga að fara það gangandi, eða ef þeir eru ekki færir um það, þá að láta aka sér i hjól- börum, svo að þeir hafi tíma til að litast um. Það borgar sig hafi maður sjón, og það er fallegt í Vík sjálfri, en ég skeytti því lítið. Við ætluðum að fá okkur þar kaffi, en mig rak önnur nauðsyn. Klukkan var að verða fimm og ég var að missa vinnuveitandann af skrifstofunni. Ég rauk í símann og rétt aðeins náði til fyrirtækisins, sem ég vann hjá í Reykja- vík, og bar fram afsökun mina og fékk mér iitvegaðan mann í staðinn minn á vökuna þá nótt. Og þá loks gat ég drukk- ið kaffi eins og aðrir, sæll og samvizku- rór. Frá Vík liggur leiðin eftir dalskoru þar fyrir ofan og norður fyrir Reynisfjall, sem er vestan við þorpið. Kemur maður þá á lága brún yfir eyðibæ, sem Götur nefndist. Blasir þaðan við einhver gróður- sælasti blettur þessa fagra héraðs: breið- ur, stuttur dalur upp af Dyrhólaósi, sjá- anlega gamall fjörður með hamrabrekkur, fýlabyggðir og grónar skriður að undir- lendi að norðan, en lágan háls að vest- an. Heitir brún þessi Gatnabrún og er hlíðin niður óþægilegt vegarstæði, sök- um bratta, þótt ekki sé brekkan löng. Var þar fljótfarið yfir, en ráða vil ég lopphentum mönnum og stirðtækum, að aka fremur hægt í brekkunum báðum megin þessa flata. En siðan eru varla mishæðir að telja, sem yfir þarf að fara út í Holt, en falleg tilbreytni i landslagi er við Pétursey fyrir sunnan veginn þar 180 nokkru vestar. Er hún eins og Hjörleifs- höfði og Hafursey, eyja hálend, sem ár- framburður og eldgos hafa hlaðið landi langt fram fyrir. Fellur áin Klifandi austan við eyna og eru þar aurar nokkr- ir, en verða meiri er nær dregur sýslu- mörkum. Er þar Sólheimasandur sá, er Grimur Thomsen kveðirr um. En nú sá- um við þess merki, að farið gæti yfirlætið af honum með tímanum og mundi hann verða hnepptur undir gróður, því bændur hinir næstu eru farnir að rækta hann upp í stórinn stíl og virðist það líta vel út og ætla að takast. Ekki er Sólheima- sandur breiður og lýkur honum við Jökulsá — á Sólheimasandi auðvitað. -— Er hún ætíð ströng og ill í botn, en stundum þefill þar að auki. Nú snússuð- um við og snippuðum brúna alla á enda en hún er á lengd margföld ár- breiddin, og fundum við enga lykt, en þegar vestur yfir kom lagaðist það hjá okkur flestum. Við höfðum inni í bílnum gleymt austanáttinni, sem úti var. Skógasandur tók við og hafði meira en nóga breiddina til að losa okkur við brennisteinsþefinn úr Jökulsá. Hann hef- ir eins og Sólheimasandur fengið vinnu- tilboð og tekið því. Þar byrjaði ræktun- in auk heldur fyrr, og eins er þar í meira ráðizt. Var það glöggt af lit að sjá og langt til, hvað var frá hvoru ár- inu af gróðrinum þar, því að nýgræðing- urinn var dökkgrænn enn, en tveggja sumra grasið bar haustlitinn og var farið að fölna. Þótti mér góð sjón að sjá það landnám og hefði viljað dvelja við, skoða betur og njóta lengi. Skógafoss, sem þar blasti við á hina ldið, fékk ekki tillit, enda hefir mér satt að segja alltaf fund- izt hann einhvern veginn of glanslegur. Hann minnir mig meira á sýningar- stúlku i búð en nokkurn hlut annan. En svo bar okkur vestur af Sandinum og AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.