Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 46
Illlllll
hve miklu ég myndi verða fljótari í
bæinn með annarri hvorri þeirra heldur
en með R-346. Ofan við Sandskeið ók-
um við þó fram fyrir aðra þeirra, en hina
í námunda við Lækjarbotna. Þeir höfðu
þá hara verið að skemmta sér við að
spankeyra hættulegasta kaflann, en dratt-
að svo þar sem öllu var óhættara. Ég
hætti að öfunda þá af hraðanum og hygg
þarflaust að öfunda þá af bílnum innan
stundar.
Og þarna birtist Reykjavík.
Gulu ljósin á Suðurlandsbrautinni voru
einhvern veginn letileg og R 346 var
kominn á lestagang.
O-jæja, hlaðsprettir voru nú raunar
alltaf dónasiður.
Guðmundur fór að skila af sér farþeg-
unum hverjum eftir annan, fór með
flesta alveg að húsdyrum. Mig lét hann
mátti heita á tröppurnar, og er þá sögu
minni lokið. En feginn fór ég af stað og
þakklátur kom ég heim og mikla ánægju
hafði ég af ferðinni á meðan á henni
stóð og engu síður af því að rifja hana
upp síðan heim er komið.
HALLGRÍMSKIRKJA
í SAURBÆ.
(Framhald af bls. 171)
isvarði stendur norðantil við aðaldyr
dómkirkjunnar í Reykjavík.
Afhjúpun minnisvarðans fór fram
1885 og flutti dr. Pétur Pétursson bisk-
up aðalræðuna. Bergur Thorberg lands-
höfðingi afhjúpaði varðann, en Stein-
grímur skáld Thorsteinsson orti við það
tækifæri: „Þú ljóðsvanur trúar lýðum
kær“. Þótt Reykjavik væri þá ekki stór
bær, er talið, að við þessa athöfn hafi
verið um 1500 manns.
Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllir
Nú er varanlegur minnisvarði um
Hallgrím Pétursson risinn í Satnhæ.
Varði, sem öll íslenzka þjóðin hefur
reist, og þarf ekki að skammast sín fyrir.
Þjóðin verður því öll, og áfram, að fylgj-
ast með þessu minnismerki. Sjá um að
því verði vel við haldið, og aukin helgi
þess. Þangað þurfa helzt allir íslending-
ar að koma a. m. k. einu sinni á ævinni.
Slíkir staðir, sem Saurbær, hafa mikið
aðdráttarafl. Það er t. d. kunnugt, að
margir merkir útlendingar hafa sótt Is-
land heim til þess eins að koma píla-
grímsför að Saurbæ vegna Hallgríms
Péturssonar. Slíkt aðdráttarafl eru stað-
ir, sem miklir menn liafa helgað. Þeir
hafa ómetanlega þýðingu fyrir líf og
sögu allra þjóða, og þá fyrst og fremst
fyrir þá þjóð, sem eignast slík vé, og
virðir og metur helgi þeirra.
Ól. B. Björnsson.
AKRANEa
Saga Akraness
Fyrsta bindi bókarinnar er nú
fullprentáÖ. Er bókin í bandi, og
kemur væntanlega á markað
jyrst í október. Þess er vœnzt, áÖ
Akurnesingar — heima og heim-
an — svo og sögumenn almennt
styÖji þessa viÖleitni söguútgáfu
Akraness, meÖ því aÖ kaupa bók-
ina. I henni er óhemju fróÖleik
áÖfinna um menn og málefni frá
fyrstu tíö. Kemur þar og margt
fleira fram en beinlínis snertir
Akranes.
182