Akranes - 01.07.1957, Side 47

Akranes - 01.07.1957, Side 47
Ólafur Gunnarsson: Xlm blaðamennsku Mikill hluti daglegs lesmáls alls þorra manna eru dagblöð, fleiri rök þarf ekki að færa fyrir þeirri staðhæfingu, að dag- blöð séu mikilvægur þáttur í lífi og starfi þjóða og því áríðandi, að þau séu sem bezt úr garði gerð. 1 þessari grein mun ég miimast nokkuð á blaðamennsku almennt og þó einkum ræða hlutverk, gildi og galla íslenzkra blaða, eins og þau koma mér fyrir sjónir. Mér virðist íslenzk dagblöð hafa þrjú aðalhlutverk: 1) Birta almennar fréttir, innlendar og erlendar. 2) Þjóðmálaumræður. 3) Flytja skemmti- og fræðiefni. Þessi hlutverk grípa vitanlega nokkuð hvert inn í annað, en ég skal þó leitast við að ræða þau nokkuð hvert fyrir sig. Fréttaþjónusta er orðin afar mikilvæg- ur liður í myndun allra dagblaða hvar- vetna um heim, gera vönduð blöð miklar kröfur, bæði hvað hraða, áreiðanleika og stutta en læsilega frásögn snertir. Eigi blað að geta uppfyllt öll þessi skilyrði verður það að hafa í þjónustu sinni fjölda vel menntaðra og þjálfaðra manna, ekki aðeins á ritstjórnarskrifstofunum sjálfum, heldur einnig á þeim stöðum, sem hlezt er von frétta. Islenzk blöð hafa eðlilega ekki efni á því að senda fréttaritara út um allan heim og verða því að mestu að bjargast við fréttastofufregnir eða gamlar fréttir úr erlendum blöðum. Jafn- vel innlenda fréttaþjónustan er tæplega nógu hröð til þess að telja megi, að hún fylgist með timanum. Sem dæmi má benda á, að fréttastofa Ríkisútvarpsins birtir að jafnaði ekki nýjar, innlendar fréttir nema tvisvar á dag, klukkan 12.25 og klukkan 20. Vafalaust eru fréttir af ýmsu tagi mest lesna efnið í blöðunum og því áríð- andi að þær séu réttar og skrifaðar á góðu máli, þar eð orðalag þeirra hefur mikil áhrif á málfar almennings. Lesendur dagblaða halda því stundum fram, að blöðin séu óábyggileg svo að fréttaflutningi þeirra sé ekki treystandi. Ekki held ég að þessi fullyrðing eigi við mikil rök að styðjast. Eftir þvi, sem ég þ’ekki til íslenzkra blaðamanna, gera þeir sér yfirleitt far um að segja rétt frá, en komið getur fyrir, að heimildir séu ekki nógu öruggar, og er ekki alltaf hægt að saka blaðamennina um það, þótt vand- læting almennings yfir mishermi hitni á þeim, en ekki heimildarmöimunum. Flvimleið undantekning frá heiðarleg- um fréttaflutningi íslenzkra blaða eru frásagnir, sem pólitískir blaðamenn telja að geti haft einhverja þýðingu fyrir andstæðinga þeirra. Þá litast fréttimar oft pólitísku sjónarmiði þess blaðs, sem birtir þær. Ýmist er óeðlileg áherzla lögð á eitt atriði en öðru jafnvel sleppt, eða fléttað er inn í frásögn af athugasemd- um, sem gætu átt heima í leiðara en ekki frétt. Þetta mun stafa af því, að íslenzk blöð eru háðari stjórnmálaflokk- um en góðu hófi gegnir. Geta ber þess að makleikum, að eitt íslenzkt dagblað tók upp sjálfsagða þingfréttaritun s.l. vet- 183 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.