Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 55

Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 55
á vegum hreppsins. Þá var þar kennari Þórður Grimsson sýsluskrifari, föður- bróðir Guðmundar Grímssonar dómara í Ameríku. Um og eftir fermingu var svo Guðmundur um sex ára skeið hjá Þórði prófasti Þórðarsyni í Reykholti. Þar bætti Guðmundur nokkru við lærdóm sinn, t. d. i reikningi, og þar lærði hann einnig ofurlítið í dönsku. Svo að þetta var ekki lítil menntun. Þegar hingað var komið stundaði Guð- mundur aðallega sjó. Fyrst og fremst á skútum, en einnig á opnum skipum. Eft- ir að vélbátarnir komu til sögunnar, var hann lengi vetrarmaður hjá Haraldi Böðvarssyni í Sandgerði við ýmiss störf. Báru þorskhausahlaðar Guðmundar og Narfa Jónssonar þar ljóst vitni um vel- virkni þeirra og snyrtimennsku. Ég hygg að Guðmundur hafi ekki verið sérstaklega mikill afkastamaður til vinnu, en drjúg- ur, laginn, velvirkur og iðinn, en alveg sérstaklega trúr og samvizkusamur. Hann mun og ætíð hafa gengið þrifalega um alla hluti, — t. d. hey — og verið nýt- inn. A. m. k. eftir að Guðmundur fluttist að Steinsstöðum hafði hann jafnan nokk- uð af skepnum, sérstaklega kindur og hesta. Mörg ár hafði hann t. d. keyrslu- hesta einn eða fleiri, þar til bílarnir ruddu þeim úr vegi. Hann var mikill skepnuvinur og fór vel með þær. Guðmundur gekk fram fyrir skjöldu um að útvega sér og öðrum hér erfða- festuréttindi á kirkjulóðum, nokkru eftir að erfðafestulögin gengu i gildi. Fékk hann erfðafestusamning á Steinsstaðalóð 17. nóv. 1906. Var lóðin 710 ferfaðmar að stærð, og var eftirgjaldið 12 kr. á ári. Á allri þessari lóð var vel ræktaður kartöflugarður, sem gaf af sér góða og eftirsótta uppskeru, meðan hægt var að hafa hér ómengað Akranesafbrigði. AKRANES Guðmundur var greindur maður, fróð- ur um marga hluti og vel minnugur. Hann gaf sig oft á tal við menn, fyrst og fremst til að fræðast af því um eitt eða annað — nýtt eða gamalt — sem máli skipti. Allt slíkt var honum jafnan tiltækt síðan. Gat hann því oft frætt um ýmislegt það, sem allir þekktu ekki deili á. Hann hafði og gaman af að segja frá og gerði það vel. Þótt Guðmundur væri hér ekki til mála kvaddur á opinberum vettvangi, lét hann sér mjög hugarhaldið um rétta og farsæla framvindu allra góðra mála í bæ sínum, og horfðu til al- menningsheilla. Fylgdist hann af alhug með öllum slíkum málum og var í þeim efnum fús til hvers konar stuðnings er hann gat látið í té, beint eða óbeint. Um allt þetta vissi ég gjörla, því að með okkur Guðmundi var náin vinátta, allt fró því að ég var unglingsstrákur. Guðmundur á Steinsstöðum var raun- 191
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.