Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 57

Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 57
Eins og áður er sagt var hús það, er Steinn Jónsson reisti fyrst á Steinsstöð- um, 8X9 álnir. Það lengir Guðmundur Gunnarsson nokkuð til norðurs 1916, og byggir þá úr steini. Árið 1921 byggir hann svo ofan á allt húsið í félagi við Gunnar son sinn, sem það ár flytur heimili sitt að Steinsstöðum. Gunnar kvæntist 1919 Guðríði, dóttur Guðmund- ar Illugasonar frá Lambhaga, og konu hans, Sesselju Sveinsdóttur, sem síðar varð kona Sveinbjamar Oddssonar. Gunnar og Guðríður byrjuðu fyrst bú- skap í Baldurshaga, þar sem þau áttu heima í 1 V2 ár. Síðan átti Gunnar alltaf heima á Steinsstöðum til 1954. Árið 1927 stækkaði Gunnar inngangsskúr hússins og gerði þvi að öðru leyti mikið til góða. Síðar var það og mikið bætt niðri og nokkuð breytt herbergjaskipun. Gunnar byrjaði snemma að stunda sjó. Á fyrstu árum vélbátanna var venjulega leitað til úrvalsmanna um að gerast vél- stjórar. Til hinna lagvirkustu og sam- vizkusömustu. Þannig gerðist Gunnar vél- stjóri hjá frænda sínum, Jóni Sigurðs- syni í Lambhúsum, 1914, og var með honum í nokkur ár. Með Ármanni Hall- dórssyni var hann a. m. k. 10 ár, og með Jóni Ólafssyni á v.b. Hrafni Svein- bjarnarsyni í 4 ár. Þegar Sildar- og fiskimjölsverksmiðjan hér tók til starfa 1937 var Gunnar ráð- inn þangað sem vélstjóri og var það sam- fleytt til ársins 1956. Þetta sýnir ljós- lega traust manna á honum sem vélstjóra og góðum starfsmanni. Af þessu má og sjá, að þarna hefur verið góð og traust samvinna, því að ekki hafa vistaskiptin verið tíð. Enda er Gunnar afbragðsvél- stjóri, lagvirkur, vandaður og húsbónda- hollur. Þótt Gunnar sé alinn upp i kaupstað, hefur hann alla tið verið mikið sveita- barn, þótt vænt um skepnur gras og gróður. Þannig eignaðist hann snemma kindur, kýr og hesta, og hóf ásamt föð- ur sínum mikla ræktun í Garðalandi, og hefur jafnan haft mikinn heyskap og skepnuhöld, miðað við það sem gerist i sjávarþorpum. Að Gunnari sé þetta engin uppgerð, má bezt marka af því, að árið 1954 sel- ur hann Steinsstaði, og byggir það sama ár nýbýli frá rótum á erfðafestulandi sínu í Garðalandi, á svonefndu Garð- holti, skammt norður af Jaðri, og kallar það enn Steinsstaði. Þar hefur hann byggt stórt og vandað steinhús, hlöður og skepnuhús. Ætlar hann nú einvörðungu að gefa sig að búskapnum, en þarna hef- ur hann bú sem hér segir: 9 kýr, 3 vetrunga, yfir 40 kindur og 1 hest. Þar hefur hann ræktað afburða vel 8 hekt- ara lands, en hefur auk þess eitthvað af leigulöndum. Heyskapur hans er nú um eða yfir 800 hestar, svo að hann getur vel bætt við skepnum á fóður, enda hefur hann hug á að fjölga kúnum eitthvað. Gunnar er mikill elju- og vinnumaður og hefur ekki slegið vindhöggin, heldur notað hverja stund til einhverra nytja. Gunnar segir líka, að búskapur hans frá fyrstu tíð hafi verið sinu heimili ómet- anlegur styrkur. Hann telur, að án hans virðist sér sem heimilið hefði oft verið í hálfgerðu svelti. Mjólkin var þá ekki lítils virði heldur fyrir hreysti og heil- brigði hinna mörgu barna. Gunnar hefur lagt í allt þetta mikla vinnu, því að þegar hann kom heim frá sinni eigin dagvinnu, varð hann að fara að sinna búskapnum á einn eða annan veg. Þetta var honum nauðsyn og ætíð yndi, svo að hann fann ekki eins mikið til þess, þótt ýmsir hefðu fremur viljað halla sér. Eins og áður er sagt, hefur Gunnar AKRANES 193
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.