Freyr - 15.09.1978, Side 5
FREYR
BÚNAÐARBLAÐ
nr. 18, september 1978
74. árgangur
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
ÓLI VALUR HANSSON
Ritstjóri:
JÓNASJÓNSSON
Aðstoðarritstjóri:
JÚLÍUS J. DANÍELSSON
Heimilisfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
Áskriftarverð kr. 3000
árgangurinn
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Bændahöllinni, Reykjavik, sími 19200
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg
Reykjavik — Sími 84522
EFNI:
Agalfundur Stéttarsambandsins
Fundargerð aðalfundar
Skýrsla formanns
Stéttarsambandsins
Þingfulltrúar teknir tali
Stör? markaðsnefndar
Ársfundur
norsku bændasamtakanna
Tölur um
fóðurbæti, áburð og búfé
Útflutningur vörutegunda
Verðlagsgrundvöllur
landbúnaðarafurða
Meðalstærð búa í ærgildum
Riðuveiki eða riða í sauðfé
Rfialfundur Stéttarsambandsins
Þetta hefti Freys er aS venju helgað aðalfundi Stéttar-
sambands bænda, sem að þessu sinni var haldinn á
Akureyri dagana 22.—31. ágúst.
Heítið verður sent til allra bænda landsins eftir því
sem skrá blaðsins yfir þá sem ekki eru áskrifendur nær
til. Sú skrá er því miður ekki e'mhlít þó stöðugt sá leit-
ast við að leiðrétta hana eítir bestu fáanlegum upplýs-
ingum. Stöðugt verða breytingar á ábúð og væri það
ve! þegið að fá upplýsingar um það sem í Ijós kemur við
þessa útsendingu blaðsins að er rangt eða ef einhverja
vantar í skrána.
Einhverjum kann að þykja það orka tvímælis hvort
að birta eigi allt þetta efni í blaðinu, sem óneitanlega
verður allfyrirferðarmikið og nokkuð einhæft að efni íyrir
vikið. Á það ber þó að líta að Stéttarsambandið gefur
ekki út aðra ársskýrslu en þessa.
Rétt er þó að benda á að í Árbók landbúnaðarins, sem
gefin er út af Framleiðsluráði landbúnaðarins, flytur jafn-
an margvíslegt efni sem kjara-, framleiðslu- og sölu-
málin, og að sjálfsögðu ársskýrslu Framleiðsluráðsins.
Þeir sem fylgjast vilja vel með þessum málum ættu
að hafa til þess góða möguleika með því að kaupa
Árbókina og Frey. Og er í því sambandi ástæða til að
benda á að ekki er nóg að fá þetta eina blað Freys —
því að oft er fjallað um þessi mál í öðrum heftum en
,,Stéttarsambandsblaðinu“ eins og þetta hefti er oft
kallað.
Það hefur stundum komið til tals hvort eðlilegra væri að
allir bændur fengju Frey sendan, sem félagsblað, eins
og tíðkast hjá ýmsum hagsmunasamtökum en þá er við-
komandi blað að sjálfsögðu kostað af félagagjöldum.
Út á þessa braut hefur þó ekki verið farið, og verður að
sjálfsögðu ekki gert nema að ákvörðun bændasamtak-
anna, ef það reyndist vilji meirihluta bænda.
í stað þessa er mönnum það frjálst hvort þeir kaupa
blaðið eða ekki. Áskriftagjöldunum er enda stillt mjög í
hóf og reyndin er sú að ætla má að um 70—80% bænda
kaupi Frey. Þetta hlutfall mætti gjarna hækka og því
F R E Y R
615