Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1978, Side 14

Freyr - 15.09.1978, Side 14
nýtingar á þeirri vöru. Ennfremur talaði hann um ullariðnað og nauðsyn þess að halda hinum íslensku sérkennum á ullar- vörum. Jón Guðbjörnsson minnti á tillögu frá síðasta aðalfundi um orlofsaðstöðu bænda og spurðist fyrir um meðferð hennar hjá stjórninni. Hann gagnrýndi smjörútsöluna og það háa smjörverð, sem kom í kjölfar hennar. Hann ræddi nokkuð skattfram- töl bænda og síðan tillögur sjömannanefnd- ar og sagði, að kjarnfóðurgjaldi mætti beita sem kvótagjaldi, ef það væri tekið, og taka þannig hærra gjald af stærri búunum. Jón Guðmundsson fagnaði því, að konum væri nú loks ætlað sama kaup og körlum í verðlagsgrundvelli. Taldi hann, að niður- greiðslur á búvörum í heild yrðu að komast í betra form og útiloka yrði miklar verð- sveiflur. Hann óskaði nánari skýringa á út- reikningum einstakra atriða í kvótakerfinu í tillögum sjömannanefndar. Þórarinn Þorvaldsson ræddi verðlags- málin og samþykktir Stéttarsambandsins um þau. Síðan talaði hann um tillögur sjö- mannanefndar sem einn af nefndarmönn- um og svaraði nokkrum fyrirspurnum, sem fram höfðu komið. Lagði hann áherslu á að halda þyrfti öllu landinu í byggð og miða aðgerðir og áætlanir við þá stefnu. Sveinn Jónsson, annar maður úr sjö- mannanefnd, lýsti samstöðu nefndarinnar um úrræði í þeim vanda, sem við er að fást, og hvatti til samstöðu um að draga úr búvöruframleiðslunni. Gunnar Guðbjartsson svaraði fyrirspurn- um. Hann taldi, að aukning búvörufram- leiðslu á búum innan 400 ærgilda ætti ekki að valda hækkun kvótagjalds, en þar fyrir ofan eftir ákveðnum reglum. Um starf laga- nefndar sagði hann, að fyrir fundinum lægju ákveðnar tillögur frá 4 búnaðarsamböndum; Eyfirðinga, Suður-Þingeyinga, Austur-Hún- vetninga og Snæfellinga, ennfremur frá Hagsmunasamtökum hrossabænda. Hann lýsti vandkvæðum á að taka upp þá reglu að greiða rekstrarlán beint til bænda. T.d. var á síðasta ári lán á sláturkind tæpar 900 kr., sem veitt hafði verið í 6 eða 7 jöfnum áföngum, og setja yrði tryggingu fyrir hverj- um áfanga og láta þinglýsa hverjum áfanga. Á ýmsum heimilum eru allt að 10 innleggj- endur, og yrði þá að þinglýsa 60—70 láns- skjölum fyrir slík heimili. Þessu mundi fylgja mikil vinna og kostnaðarauki hjá bændum. Greiðsla útflutningsbóta beint til bænda hefur einnig mikla framkvæmdaannmarka. Mundi það lækka beina haustútborgun a.m. k. niöur í 40% nema því aðeins, að afurða- lánin hækki frá því sem nú er. Ef frestað væri töku kjarnfóðurgjalds, gæti það valdið aukinni samkeppni svína- og kjúklingaframleiðenda um kjötmarkað- inn. 2% lágmarksgjald í tillögum sjömanna- nefndar er sett vegna þess, ef því yrði sleppt, mundu margir bændur, sem hefðu verulegar aukatekjur utan bús, sleppa við gjald nema þá, að þeir væru flokkaðir með þéttbýlisbúum með 10% gjald. Varaði hann alvarlega við að gjaldinu yrði sleppt af minnstu búunum, af því að það byði heim undanbrögðum, t.d. með því að færa inn- legg þéttbýlisbænda til smábúanna. Rætt hefur verið við stjórnmálaflokkana um stuðning við sölumál landbúnaðarvara með auknum niðurgreiðslum. í því sam- bandi er rætt um að gera verðtilfærslur á þann veg að lækka verð t.d. á smjöri, en hækka verð á ostum, skyri og undanrennu. Ekki er hægt að stöðva innflutning ullar sökum aðildar að EFTA. Orlofsmál bænda hafa ekki hlotið fulln- aðarafgreiðslu hjá stjórninni vegna óvissu um, hvað gera ætti í þeim efnum. Pökkun á slátri hefur átt sér stað á sum- um stöðum og slíkar pakkningar verið á boðstólum. Gunnar benti að lokum á, að í tillögum sjömannanefndar væri gert ráð fyrir, að kvótaregla gildi eitt ár í senn og verði því endurskoðuð árlega. 624 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.